Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. október 2021 20:20 Hafsteinn Þór Hauksson lögfræðingur. Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. Í þeim átta kærum sem hafa borist vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi kemur meðal annars fram að: Kjörgögn voru ekki innsigluð Varsla og eftirlit kjörgagna milli talninga er talið ónægt Endurtalning atkvæða hófst án allra umboðsmanna Mismunandi niðurstaða var milli fyrri og síðari talningar Hafsteinn Þór Hauksson dósent í lögfræði var í dag kallaður fyrir undirbúningskjörbréfanefnd og beðinn um álit á þessum ágöllum. „Ég held að það eitt að innsiglun atkvæða hafi ekki verið fullnægjandi leiði ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir hann. Það sama eigi við um framkomna ágalla sem snerti umboðsmenn. „Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að það eitt að einhver umboðsmaður hafi ekki verið boðaður í seinni talninguna í þessu tilviki að það leiði sjálfkrafa til ógildingar,“ segir hann. Hafsteinn segir að Stjórnlagaþingskosningarnar hafi á sínum tíma verið dæmdar ógildar vegna ýmissa ágalla, einkum tveggja. Hvort það eigi við um þessar kosningar sé erfitt að dæma um. „Það hvort þeir ágallar sem hafa verið ræddir varðandi talningu í Norðvesturkjördæmi dugi í þessu sambandi veit ég ekki því ég þekki ekki nægilega vel málavöxtu. Það á eftir að rannsaka þetta mál,“ segir hann. Hafsteinn segir mikilvægt að kjörbréfanefndin rannsaki alla anga málsins. „Ég sé í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að þingið sjálft rannsaki kjörgögn en fái líka gögn frá lögreglu,“ segir hann. Hann telur þó útilokað að niðurstaða Alþingis verði að kosningarnar í heild verði dæmdar ólöglegar. „Ég held að íslensk lög séu alveg skýr um það þetta myndi ekki leiða til nýrra kosninga um allt land,“ segir Hafsteinn að lokum. Vonar að fleiri kjósendur kæri kosningarnar Tveir almennir borgarar hafa kært Alþingiskosningarnar. Sigurður Hr. Sigurðsson, varaformaður Stjórnarskrárfélagsins, er annar þeirra. Hann ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er engin góð lausn á þessu vandamáli og krafan mín gengur út á það að það verði kosið upp á nýtt. Ég er að benda á það að þetta er eiginlega stjórnskipuleg krísa sem við erum í, því það gengur ekki að nýkjörnir Alþingismenn eigi að dæma sjálfir um eigið kjörgengi. Það er því miður þannig í stjórnarskránni og hefur verið síðan 1874 og þess vegna sitjum við í þessari stöðu. En ég er með varakröfu og það er að kjósa uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, kjördæminu mínu“ Sigurður segist vita til þess að tveir kjósendur til viðbótar hyggist kæra kosningarnar, og vonar að þeir verði fleiri. Hann er þó hæfilega bjartsýnn. „Það er mitt kalda mat að þetta fari eftir flokkspólitískum línum. Það eru Alþingismenn sem eiga að greiða atkvæði og ég er hræddur um að það endi þannig. En þetta fer kannski líka til Mannréttindadómstóls Evrópu að lokum, vonandi.“ Hinn borgarinn sem hefur kært kosningarnar er Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 14:19 Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í þeim átta kærum sem hafa borist vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi kemur meðal annars fram að: Kjörgögn voru ekki innsigluð Varsla og eftirlit kjörgagna milli talninga er talið ónægt Endurtalning atkvæða hófst án allra umboðsmanna Mismunandi niðurstaða var milli fyrri og síðari talningar Hafsteinn Þór Hauksson dósent í lögfræði var í dag kallaður fyrir undirbúningskjörbréfanefnd og beðinn um álit á þessum ágöllum. „Ég held að það eitt að innsiglun atkvæða hafi ekki verið fullnægjandi leiði ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir hann. Það sama eigi við um framkomna ágalla sem snerti umboðsmenn. „Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að það eitt að einhver umboðsmaður hafi ekki verið boðaður í seinni talninguna í þessu tilviki að það leiði sjálfkrafa til ógildingar,“ segir hann. Hafsteinn segir að Stjórnlagaþingskosningarnar hafi á sínum tíma verið dæmdar ógildar vegna ýmissa ágalla, einkum tveggja. Hvort það eigi við um þessar kosningar sé erfitt að dæma um. „Það hvort þeir ágallar sem hafa verið ræddir varðandi talningu í Norðvesturkjördæmi dugi í þessu sambandi veit ég ekki því ég þekki ekki nægilega vel málavöxtu. Það á eftir að rannsaka þetta mál,“ segir hann. Hafsteinn segir mikilvægt að kjörbréfanefndin rannsaki alla anga málsins. „Ég sé í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að þingið sjálft rannsaki kjörgögn en fái líka gögn frá lögreglu,“ segir hann. Hann telur þó útilokað að niðurstaða Alþingis verði að kosningarnar í heild verði dæmdar ólöglegar. „Ég held að íslensk lög séu alveg skýr um það þetta myndi ekki leiða til nýrra kosninga um allt land,“ segir Hafsteinn að lokum. Vonar að fleiri kjósendur kæri kosningarnar Tveir almennir borgarar hafa kært Alþingiskosningarnar. Sigurður Hr. Sigurðsson, varaformaður Stjórnarskrárfélagsins, er annar þeirra. Hann ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er engin góð lausn á þessu vandamáli og krafan mín gengur út á það að það verði kosið upp á nýtt. Ég er að benda á það að þetta er eiginlega stjórnskipuleg krísa sem við erum í, því það gengur ekki að nýkjörnir Alþingismenn eigi að dæma sjálfir um eigið kjörgengi. Það er því miður þannig í stjórnarskránni og hefur verið síðan 1874 og þess vegna sitjum við í þessari stöðu. En ég er með varakröfu og það er að kjósa uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, kjördæminu mínu“ Sigurður segist vita til þess að tveir kjósendur til viðbótar hyggist kæra kosningarnar, og vonar að þeir verði fleiri. Hann er þó hæfilega bjartsýnn. „Það er mitt kalda mat að þetta fari eftir flokkspólitískum línum. Það eru Alþingismenn sem eiga að greiða atkvæði og ég er hræddur um að það endi þannig. En þetta fer kannski líka til Mannréttindadómstóls Evrópu að lokum, vonandi.“ Hinn borgarinn sem hefur kært kosningarnar er Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 14:19 Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 14:19
Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07
Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31