Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 15:01 Albert Guðmundsson á ferðinni á Laugardalsvelli í 1-1 jafnteflinu við Armeníu á föstudaginn. vísir/jónína Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ voru nú um nónbil um 4.400 miðar farnir úr miðasölukerfinu á tix.is en ekki er þar með sagt að svo margir áhorfendur skili sér á völlinn. Um það bil helmingur þessara miða er fyrir börn 16 ára og yngri sem fá að fara frítt á leikinn. Í stuttum pistli á vef KSÍ hvetur Vanda fólk til að styðja hið unga landslið Íslands sem mætir Liechtenstein í kvöld. Frá Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ: Styðjum ungt landslið karla í knattspyrnu til dáða í leik á móti Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18.45. A-landslið karla í knattspyrnu stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á miklum breytingatímum. Ég vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta á völlinn til að hvetja til dáða leikmenn Íslands, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu, og efla knattspyrnufólk sem keppir fyrir hönd þjóðarinnar. Áfram Ísland! Vanda Sigurgeirsdóttir Formaður KSÍ Gríðarlega mikið er um forföll í íslenska landsliðshópnum. Ekki bara vegna meiðsla og leikbanna heldur sæta tvær skærustu stjörnur liðsins síðasta áratug lögreglurannsókn vegna kynferðisbrota. Ungir leikmenn munu því áfram fá tækifæri til að sýna sig og sanna, eins og hinn 18 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson gerði í síðasta landsleik og hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen gerði í síðasta landsleikjaglugga. Báðir hafa þeir nú náð að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Andri Lucas verður sennilega með í kvöld eftir að hafa misst af 1-1 jafnteflinu við Armeníu á föstudag vegna meiðsla. Ísak tekur hins vegar út leikbann. Birkir Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson eru einu leikmennirnir yfir 26 ára aldri sem mögulegt er að spili í kvöld, og líklegt er að meðalaldur liðsins verði ansi lágur. Fyrir leik verða tvær af helstu hetjum íslenska landsliðsins síðustu ár, EM- og HM-fararnir Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, heiðraðir. Leikur Íslands og Liechtenstein hefst eins og fyrr segir klukkan 18:45. Miðasala er á tix.is. HM 2022 í Katar Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ voru nú um nónbil um 4.400 miðar farnir úr miðasölukerfinu á tix.is en ekki er þar með sagt að svo margir áhorfendur skili sér á völlinn. Um það bil helmingur þessara miða er fyrir börn 16 ára og yngri sem fá að fara frítt á leikinn. Í stuttum pistli á vef KSÍ hvetur Vanda fólk til að styðja hið unga landslið Íslands sem mætir Liechtenstein í kvöld. Frá Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ: Styðjum ungt landslið karla í knattspyrnu til dáða í leik á móti Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18.45. A-landslið karla í knattspyrnu stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á miklum breytingatímum. Ég vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta á völlinn til að hvetja til dáða leikmenn Íslands, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu, og efla knattspyrnufólk sem keppir fyrir hönd þjóðarinnar. Áfram Ísland! Vanda Sigurgeirsdóttir Formaður KSÍ Gríðarlega mikið er um forföll í íslenska landsliðshópnum. Ekki bara vegna meiðsla og leikbanna heldur sæta tvær skærustu stjörnur liðsins síðasta áratug lögreglurannsókn vegna kynferðisbrota. Ungir leikmenn munu því áfram fá tækifæri til að sýna sig og sanna, eins og hinn 18 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson gerði í síðasta landsleik og hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen gerði í síðasta landsleikjaglugga. Báðir hafa þeir nú náð að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Andri Lucas verður sennilega með í kvöld eftir að hafa misst af 1-1 jafnteflinu við Armeníu á föstudag vegna meiðsla. Ísak tekur hins vegar út leikbann. Birkir Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson eru einu leikmennirnir yfir 26 ára aldri sem mögulegt er að spili í kvöld, og líklegt er að meðalaldur liðsins verði ansi lágur. Fyrir leik verða tvær af helstu hetjum íslenska landsliðsins síðustu ár, EM- og HM-fararnir Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, heiðraðir. Leikur Íslands og Liechtenstein hefst eins og fyrr segir klukkan 18:45. Miðasala er á tix.is.
Frá Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ: Styðjum ungt landslið karla í knattspyrnu til dáða í leik á móti Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18.45. A-landslið karla í knattspyrnu stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á miklum breytingatímum. Ég vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta á völlinn til að hvetja til dáða leikmenn Íslands, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu, og efla knattspyrnufólk sem keppir fyrir hönd þjóðarinnar. Áfram Ísland! Vanda Sigurgeirsdóttir Formaður KSÍ
HM 2022 í Katar Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira