Vanda kallar eftir stuðningi við landsliðið unga sem leikur í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 15:01 Albert Guðmundsson á ferðinni á Laugardalsvelli í 1-1 jafnteflinu við Armeníu á föstudaginn. vísir/jónína Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur biðlað til stuðningsmanna um að standa undir nafni og mæta á Laugardalsvöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í síðasta heimaleik þess á árinu. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ voru nú um nónbil um 4.400 miðar farnir úr miðasölukerfinu á tix.is en ekki er þar með sagt að svo margir áhorfendur skili sér á völlinn. Um það bil helmingur þessara miða er fyrir börn 16 ára og yngri sem fá að fara frítt á leikinn. Í stuttum pistli á vef KSÍ hvetur Vanda fólk til að styðja hið unga landslið Íslands sem mætir Liechtenstein í kvöld. Frá Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ: Styðjum ungt landslið karla í knattspyrnu til dáða í leik á móti Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18.45. A-landslið karla í knattspyrnu stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á miklum breytingatímum. Ég vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta á völlinn til að hvetja til dáða leikmenn Íslands, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu, og efla knattspyrnufólk sem keppir fyrir hönd þjóðarinnar. Áfram Ísland! Vanda Sigurgeirsdóttir Formaður KSÍ Gríðarlega mikið er um forföll í íslenska landsliðshópnum. Ekki bara vegna meiðsla og leikbanna heldur sæta tvær skærustu stjörnur liðsins síðasta áratug lögreglurannsókn vegna kynferðisbrota. Ungir leikmenn munu því áfram fá tækifæri til að sýna sig og sanna, eins og hinn 18 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson gerði í síðasta landsleik og hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen gerði í síðasta landsleikjaglugga. Báðir hafa þeir nú náð að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Andri Lucas verður sennilega með í kvöld eftir að hafa misst af 1-1 jafnteflinu við Armeníu á föstudag vegna meiðsla. Ísak tekur hins vegar út leikbann. Birkir Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson eru einu leikmennirnir yfir 26 ára aldri sem mögulegt er að spili í kvöld, og líklegt er að meðalaldur liðsins verði ansi lágur. Fyrir leik verða tvær af helstu hetjum íslenska landsliðsins síðustu ár, EM- og HM-fararnir Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, heiðraðir. Leikur Íslands og Liechtenstein hefst eins og fyrr segir klukkan 18:45. Miðasala er á tix.is. HM 2022 í Katar Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ voru nú um nónbil um 4.400 miðar farnir úr miðasölukerfinu á tix.is en ekki er þar með sagt að svo margir áhorfendur skili sér á völlinn. Um það bil helmingur þessara miða er fyrir börn 16 ára og yngri sem fá að fara frítt á leikinn. Í stuttum pistli á vef KSÍ hvetur Vanda fólk til að styðja hið unga landslið Íslands sem mætir Liechtenstein í kvöld. Frá Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ: Styðjum ungt landslið karla í knattspyrnu til dáða í leik á móti Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18.45. A-landslið karla í knattspyrnu stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á miklum breytingatímum. Ég vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta á völlinn til að hvetja til dáða leikmenn Íslands, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu, og efla knattspyrnufólk sem keppir fyrir hönd þjóðarinnar. Áfram Ísland! Vanda Sigurgeirsdóttir Formaður KSÍ Gríðarlega mikið er um forföll í íslenska landsliðshópnum. Ekki bara vegna meiðsla og leikbanna heldur sæta tvær skærustu stjörnur liðsins síðasta áratug lögreglurannsókn vegna kynferðisbrota. Ungir leikmenn munu því áfram fá tækifæri til að sýna sig og sanna, eins og hinn 18 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson gerði í síðasta landsleik og hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen gerði í síðasta landsleikjaglugga. Báðir hafa þeir nú náð að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Andri Lucas verður sennilega með í kvöld eftir að hafa misst af 1-1 jafnteflinu við Armeníu á föstudag vegna meiðsla. Ísak tekur hins vegar út leikbann. Birkir Bjarnason og Viðar Örn Kjartansson eru einu leikmennirnir yfir 26 ára aldri sem mögulegt er að spili í kvöld, og líklegt er að meðalaldur liðsins verði ansi lágur. Fyrir leik verða tvær af helstu hetjum íslenska landsliðsins síðustu ár, EM- og HM-fararnir Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, heiðraðir. Leikur Íslands og Liechtenstein hefst eins og fyrr segir klukkan 18:45. Miðasala er á tix.is.
Frá Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ: Styðjum ungt landslið karla í knattspyrnu til dáða í leik á móti Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18.45. A-landslið karla í knattspyrnu stendur frammi fyrir krefjandi verkefnum á miklum breytingatímum. Ég vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta á völlinn til að hvetja til dáða leikmenn Íslands, sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu, og efla knattspyrnufólk sem keppir fyrir hönd þjóðarinnar. Áfram Ísland! Vanda Sigurgeirsdóttir Formaður KSÍ
HM 2022 í Katar Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira