Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 07:31 Andri Lucas Guðjohnsen, sem skoraði í sínum fyrsta A-landsleik gegn Norður-Makedóníu í síðasta mánuði, gæti fengið fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. Þrír leikmenn sem byrjuðu leikinn við Armeníu verða í banni gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, í síðasta heimaleik ársins hjá landsliðinu. Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason fengu báðir gult spjald í uppbótartíma gegn Armeníu, og áður hafði Birkir Már Sævarsson einnig fengið spjald. Allir þrír höfðu fengið gult spjald fyrr í undankeppni HM en tvö gul spjöld í keppninni leiða til eins leiks bann. Leyfilegt er að hafa 23 manna hóp í leikjum í undankeppni HM en útlit er fyrir að íslenski hópurinn telji 20 manns og ekki er víst að þeir verði allir leikfærir. Klippa: Arnar Þór um forföll í íslenska hópnum Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari valdi 25 leikmenn fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein, og kallaði svo Mikael Egil Ellertsson og Daníel Leó Grétarsson inn þegar Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Guðni Fjóluson forfölluðust. Enginn hefur verið kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar sem dró sig úr hópnum um helgina. Þá meiddist miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gegn Armeníu og lék ekki seinni hálfleik en mögulega getur hann spilað í kvöld. Mikael Anderson er einnig tæpur eftir leikinn við Armeníu, að sögn Arnars á blaðamannafundi í gær. Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson, sem misstu af leiknum við Armeníu vegna meiðsla, eru hins vegar klárir í slaginn. Mögulegt byrjunarlið Íslands gæti því litið svona út: Elías Rafn Ólafsson - Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson - Birkir Bjarnason, Andri Fannar Baldursson, Albert Guðmundsson - Þórir Jóhann Helgason, Andri Lucas Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson. Í hópnum eru einnig: Patrik Sigurður Gunnarsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Ari Leifsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson, Mikael Anderson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Elías Már Ómarsson. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðlaugur Victor gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Liechtenstein Guðlaugur Victor Pálsson dróg sig sjálfur úr landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM þrátt fyrir að landsliðsþjálfararnir hafi viljað halda honum í hópnum. 10. október 2021 13:11 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Þrír leikmenn sem byrjuðu leikinn við Armeníu verða í banni gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, í síðasta heimaleik ársins hjá landsliðinu. Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason fengu báðir gult spjald í uppbótartíma gegn Armeníu, og áður hafði Birkir Már Sævarsson einnig fengið spjald. Allir þrír höfðu fengið gult spjald fyrr í undankeppni HM en tvö gul spjöld í keppninni leiða til eins leiks bann. Leyfilegt er að hafa 23 manna hóp í leikjum í undankeppni HM en útlit er fyrir að íslenski hópurinn telji 20 manns og ekki er víst að þeir verði allir leikfærir. Klippa: Arnar Þór um forföll í íslenska hópnum Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari valdi 25 leikmenn fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein, og kallaði svo Mikael Egil Ellertsson og Daníel Leó Grétarsson inn þegar Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Guðni Fjóluson forfölluðust. Enginn hefur verið kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar sem dró sig úr hópnum um helgina. Þá meiddist miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gegn Armeníu og lék ekki seinni hálfleik en mögulega getur hann spilað í kvöld. Mikael Anderson er einnig tæpur eftir leikinn við Armeníu, að sögn Arnars á blaðamannafundi í gær. Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson, sem misstu af leiknum við Armeníu vegna meiðsla, eru hins vegar klárir í slaginn. Mögulegt byrjunarlið Íslands gæti því litið svona út: Elías Rafn Ólafsson - Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson - Birkir Bjarnason, Andri Fannar Baldursson, Albert Guðmundsson - Þórir Jóhann Helgason, Andri Lucas Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson. Í hópnum eru einnig: Patrik Sigurður Gunnarsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Ari Leifsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson, Mikael Anderson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Elías Már Ómarsson.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðlaugur Victor gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Liechtenstein Guðlaugur Victor Pálsson dróg sig sjálfur úr landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM þrátt fyrir að landsliðsþjálfararnir hafi viljað halda honum í hópnum. 10. október 2021 13:11 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Guðlaugur Victor gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Liechtenstein Guðlaugur Victor Pálsson dróg sig sjálfur úr landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM þrátt fyrir að landsliðsþjálfararnir hafi viljað halda honum í hópnum. 10. október 2021 13:11
Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30
Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20