Azpilicueta um sigurmark Mbappé: „Skjárinn er hérna til þess að nota hann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2021 23:30 Cesar Aspilicueta ræðir við Anthony Taylor í leiknum í kvöld. Mike Hewitt/Getty Images Cesar Azpilicueta, varnarmaður Chelsea og spænska landsliðsins, segist ekki skilja af hverju dómari leiksins hafi ekki farið í skjáinn til að skoða sigurmark Kylian Mbappé þegar að Frakkland sigraði Spánverja 2-1 í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. „Við vorum betra liðið þrátt fyrir að niðurstaðan segi annað,“ sagði Azpilicueta eftir leikinn. „Við erum svekktir og auðvitað hefðum við viljað enda þetta á annan hátt. En svona er fótboltinn og við munum læra af þessu.“ Kylian Mbappé skoraði sigurmark Frakka þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en hann var klárlega rangstæður þegar Theo Hernandez gaf boltann á hann. Ástæðan fyrir því að Mbappé var hins vegar ekki dæmdur rangstæður er sú að Eric Garcia, varnarmaður spænska landsliðsins, reyndi að komast inn í sendinguna. Garcia kom við boltann, og samkvæmt reglunum þá var Mbappé ekki lengur rangstæður þar sem að varnarmaður andstæðinganna kom viljandi við boltann. Azpilicueta segist ekki skilja af hverju Anthony Taylor, dómari leiksins, hafi ekki farið sjálfur í skjáinn góða til að meta þetta atvik. „Dómarinn er hérna til að taka ákvarðanir, en það sem ég er ósáttur við er að dómarinn sem tekur ákvörðunina er ekki Hr. Anthony Taylor, sem er á vellinum, heldur er það sá sem er í VAR-herberginu.“ „Skjárinn er hérna til þess að nota hann. Ég veit ekki af hverju hann fer ekki í skjáinn til að sjá þetta sjálfur og meta hvort að snertingin hafi verið viljandi eða ekki. Hann var augljóslega rangstæður og dómarinn sem situr uppi á skrifstofu að horfa á endursýningarnar segir að hann megi ekki snerta boltann.“ „Ég veit ekki af hverju dómarinn á vellinum sem skynjar leikinn getur ekki tekið ákvarðanir í skjánum.“ Are my eyes playing tricks on me or is Mbappé about a yard offside here? pic.twitter.com/C6PYeWWbb1— FootballJOE (@FootballJOE) October 10, 2021 Fótbolti Tengdar fréttir Mbappé tryggði Frökkum Þjóðardeildarmeistaratitilinn Spánn og Frakkland mættust í úrslitaleik þjóðardeildarinnar í kvöld. Það voru Frakkar sem að fögnuðu sigri, 2-1, en það var Kylian Mbappé sem reyndist hetja þeirra. 10. október 2021 20:42 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
„Við vorum betra liðið þrátt fyrir að niðurstaðan segi annað,“ sagði Azpilicueta eftir leikinn. „Við erum svekktir og auðvitað hefðum við viljað enda þetta á annan hátt. En svona er fótboltinn og við munum læra af þessu.“ Kylian Mbappé skoraði sigurmark Frakka þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en hann var klárlega rangstæður þegar Theo Hernandez gaf boltann á hann. Ástæðan fyrir því að Mbappé var hins vegar ekki dæmdur rangstæður er sú að Eric Garcia, varnarmaður spænska landsliðsins, reyndi að komast inn í sendinguna. Garcia kom við boltann, og samkvæmt reglunum þá var Mbappé ekki lengur rangstæður þar sem að varnarmaður andstæðinganna kom viljandi við boltann. Azpilicueta segist ekki skilja af hverju Anthony Taylor, dómari leiksins, hafi ekki farið sjálfur í skjáinn góða til að meta þetta atvik. „Dómarinn er hérna til að taka ákvarðanir, en það sem ég er ósáttur við er að dómarinn sem tekur ákvörðunina er ekki Hr. Anthony Taylor, sem er á vellinum, heldur er það sá sem er í VAR-herberginu.“ „Skjárinn er hérna til þess að nota hann. Ég veit ekki af hverju hann fer ekki í skjáinn til að sjá þetta sjálfur og meta hvort að snertingin hafi verið viljandi eða ekki. Hann var augljóslega rangstæður og dómarinn sem situr uppi á skrifstofu að horfa á endursýningarnar segir að hann megi ekki snerta boltann.“ „Ég veit ekki af hverju dómarinn á vellinum sem skynjar leikinn getur ekki tekið ákvarðanir í skjánum.“ Are my eyes playing tricks on me or is Mbappé about a yard offside here? pic.twitter.com/C6PYeWWbb1— FootballJOE (@FootballJOE) October 10, 2021
Fótbolti Tengdar fréttir Mbappé tryggði Frökkum Þjóðardeildarmeistaratitilinn Spánn og Frakkland mættust í úrslitaleik þjóðardeildarinnar í kvöld. Það voru Frakkar sem að fögnuðu sigri, 2-1, en það var Kylian Mbappé sem reyndist hetja þeirra. 10. október 2021 20:42 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Mbappé tryggði Frökkum Þjóðardeildarmeistaratitilinn Spánn og Frakkland mættust í úrslitaleik þjóðardeildarinnar í kvöld. Það voru Frakkar sem að fögnuðu sigri, 2-1, en það var Kylian Mbappé sem reyndist hetja þeirra. 10. október 2021 20:42