Fótbolti

Fyrstu töpuðu stig Brasilíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kólumbíska landsliðið varð í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Brasilíumönnum í undankeppni HM 2022.
Kólumbíska landsliðið varð í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Brasilíumönnum í undankeppni HM 2022. Guillermo Legaria/Getty Images

Kólumbía varð í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Brailíumönnum í undankeppni HM 2022 þegar að liðin gerðu markalaust jafntefli í Kólumbíu.

Brasilíska liðið var mun meira með boltann í leiknum, en náðu þó ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi til að koma honum yfir marklínuna.

Staðan var því markalaus þegar flautað var til hálfleiks, og það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik.

Liðin skipta því stigunum á milli sína, en eins og áður segir voru þetta fyrstu töpuðu stig Brasilíu í riðlinum. Liðið hefur leikið tíu leiki, unnið níu þeirra, og nú gert eitt jafntefli.

Eins og gefur að skilja eru Brasilíumenn langefstir í riðlinum með 28 stig eftir tíu umferðir, níu stigum á undan Argentínumönnum, sem þó hafa leikið einum leik minna.

Kólumbía situr í fimmta sæti riðilsins með 15 stig, en efstu fimm lið riðilsins fara áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×