Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Snorri Másson skrifar 9. október 2021 12:08 Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Miðflokkurinn Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. Fáheyrt er að þingmenn gangi í annan þingflokk svo skömmu eftir kosningar, en Birgir útskýrir ákvörðun sína þannig að aðför lykilmanna innan flokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif. Hann kveðst ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þetta voru. Varstu með þennan möguleika á bakvið eyrað, hugleiddirðu fyrir kosningar að vera frekar í Sjálfstæðisflokknum? „Nei, nei, ég gerði það að sjálfsögðu ekki. Þetta er bara röð atvika sem gera þetta að verkum á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Þannig að fimm dögum fyrir kosningar, færðu þá þessa flugu í hausinn, þegar þessi aðför er gerð að þér? „Ja, þetta var svona kornið sem fyllti mælinn.“ Og þá ferðu, áður en líður að kjördegi, að hugsa um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn? „Það sagði ég nú ekki en ég lagðist yfir þetta mál allt saman að loknum kosningum.“ Birgir segir að samhljómur sé í mörgu á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og þar sem honum hafi ekki liðið vel í Miðflokknum, sé rétt að færa sig yfir. Hann segir að það hefði verið rangt að hætta við framboð fyrir Miðflokkinn í miðri baráttu og að þetta leiði ekki til þess að hann muni ekki vinna þeim málum framgang sem hann hefur þegar boðað. Viðtal fréttastofu við Birgi í heild má heyra hér í spilaranum: Klaustursmálið sögð ástæða Birgir nefnir Klaustursmálið sem ástæðu þess að hann gengur nú úr flokknum. Ef þér misbauð það, hvers vegna gengurðu þá ekki úr flokknum eða bregst við með meira afgerandi hætti á þeim tíma? Finnst þér það trúverðugt? „Ég brást við með því að gagnrýna málið á sínum tíma, meðal annars í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þannig að ég gerði það svo sannarlega og var að vonast til þess að það yrðu breytingar og ég lagði mig allan fram, en síðan kemur annað á daginn þegar á að fara að velja á framboðslista.“ Miðflokkurinn stendur eftir minni en nokkru sinni fyrr, með tvo þingmenn. Til þess er þó að taka að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur mynda 32 manna meirihluta á Alþingi. Nú eru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enn í Miðflokknum að því gefnu að kosningarnar standi eins og þær blasa við núna, viltu fá Bergþór Ólason yfir í Sjálfstæðisflokk? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta.“ En núna sem Sjálfstæðismaður, hefðirðu þá ekki gaman að því að flokkurinn myndi stækka á þingi og fá þessa tvo herramenn til liðs við ykkur þangað? „Jújú, að sjálfsögðu.“ Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, gagnrýnir ákvörðun Birgis harðlega í skoðanagrein á Vísi, þar sem hann sakar hann um sjálfshyggju. Þá hafi flokksmenn ekki fengið að frétta af þessu fyrr en ákvörðunin var tekin og framkvæmd. „Hvar eru samviskan og heilindin í því,“ spyr bæjarfulltrúinn. Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Fáheyrt er að þingmenn gangi í annan þingflokk svo skömmu eftir kosningar, en Birgir útskýrir ákvörðun sína þannig að aðför lykilmanna innan flokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif. Hann kveðst ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þetta voru. Varstu með þennan möguleika á bakvið eyrað, hugleiddirðu fyrir kosningar að vera frekar í Sjálfstæðisflokknum? „Nei, nei, ég gerði það að sjálfsögðu ekki. Þetta er bara röð atvika sem gera þetta að verkum á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Þannig að fimm dögum fyrir kosningar, færðu þá þessa flugu í hausinn, þegar þessi aðför er gerð að þér? „Ja, þetta var svona kornið sem fyllti mælinn.“ Og þá ferðu, áður en líður að kjördegi, að hugsa um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn? „Það sagði ég nú ekki en ég lagðist yfir þetta mál allt saman að loknum kosningum.“ Birgir segir að samhljómur sé í mörgu á milli Sjálfstæðisflokks og Miðflokks og þar sem honum hafi ekki liðið vel í Miðflokknum, sé rétt að færa sig yfir. Hann segir að það hefði verið rangt að hætta við framboð fyrir Miðflokkinn í miðri baráttu og að þetta leiði ekki til þess að hann muni ekki vinna þeim málum framgang sem hann hefur þegar boðað. Viðtal fréttastofu við Birgi í heild má heyra hér í spilaranum: Klaustursmálið sögð ástæða Birgir nefnir Klaustursmálið sem ástæðu þess að hann gengur nú úr flokknum. Ef þér misbauð það, hvers vegna gengurðu þá ekki úr flokknum eða bregst við með meira afgerandi hætti á þeim tíma? Finnst þér það trúverðugt? „Ég brást við með því að gagnrýna málið á sínum tíma, meðal annars í yfirlýsingu til fjölmiðla. Þannig að ég gerði það svo sannarlega og var að vonast til þess að það yrðu breytingar og ég lagði mig allan fram, en síðan kemur annað á daginn þegar á að fara að velja á framboðslista.“ Miðflokkurinn stendur eftir minni en nokkru sinni fyrr, með tvo þingmenn. Til þess er þó að taka að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur mynda 32 manna meirihluta á Alþingi. Nú eru Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enn í Miðflokknum að því gefnu að kosningarnar standi eins og þær blasa við núna, viltu fá Bergþór Ólason yfir í Sjálfstæðisflokk? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta.“ En núna sem Sjálfstæðismaður, hefðirðu þá ekki gaman að því að flokkurinn myndi stækka á þingi og fá þessa tvo herramenn til liðs við ykkur þangað? „Jújú, að sjálfsögðu.“ Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, gagnrýnir ákvörðun Birgis harðlega í skoðanagrein á Vísi, þar sem hann sakar hann um sjálfshyggju. Þá hafi flokksmenn ekki fengið að frétta af þessu fyrr en ákvörðunin var tekin og framkvæmd. „Hvar eru samviskan og heilindin í því,“ spyr bæjarfulltrúinn.
Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira