Innlent

Al­manna­varnir um skriðu­hættu ofan Seyðis­fjarðar: Lík­legra að svæðið muni falla í smærri brotum

Þorgils Jónsson skrifar
Vel er fylgst með þróun mála í hlíðinni ofan við Seyðisfjörð. Líklegt er talið að hrynja muni úr svæðinu í minni hlutum frekar en í heilu lagi.
Vel er fylgst með þróun mála í hlíðinni ofan við Seyðisfjörð. Líklegt er talið að hrynja muni úr svæðinu í minni hlutum frekar en í heilu lagi. Veðurstofan

Svæðið sem fylgst er með í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar er talsvert sprungið og því talið líklegra að það muni falla í smærri brotum fremur en að það fari allt í einu.

Þetta kemur í tilkynningu frá Almannavörnum í kvöld, en lítilsháttar hreyfing mældist í dag, milli skriðusársins frá desember 2020 og Búðarár. Þar segir jafnframt að hreyfingin sé mismikil eftir því hvar mælar Veðurstofu eru staðsettir. Engar aðrar hreyfingar hafi mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.

Nú er unnið er að mati á því hvort leiðigarðar og safnþró taki við því efni sem óstöðugt er í hlíðinni, jafnvel þó það fari allt í einu. Niðurstaða þess og frekara mat á aðstæðum ætti að liggja fyrir strax eftir helgi.

Veðurstofu og almannavarnir funduðu í dag með íbúum Seyðisfjarðar þar sem þetta var meðal þess sem kom fram.

Ekki er gert ráð fyrir að íbúar geti snúið til síns heima fyrr en eftir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.


Tengdar fréttir

Mælingar truflast áfram vegna rigningar

Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina.

Enn hreyfing á flekanum við Búðar­á

Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur hægra megin við Búðará Við Seyðisfjörð, sunnan megin í skriðusárinu frá desember 2020. Rýmingar eru enn í gildi fram yfir helgi.

Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum

Hættu­stig al­manna­varna er enn í gildi á Seyðis­firði vegna hættu á skriðu­föllum. Lítil úr­koma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólar­hringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatns­hæð í bor­holum.

Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig

Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn.

Óvissan það allra erfiðasta

Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×