Henrikh Mkhitaryan: Íslenska liðið átti ekki stigið skilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 21:16 Henrikh Mkhitaryan í baráttu við Birki Bjarnason í leiknum í kvöld. Vísir/Jónína Guðbjörg Armenar voru svekktir með úrslitin á Laugardalsvellinum í kvöld en þeir misstu niður 1-0 forystu og urðu að sætta sig við eitt stig. Það gæti orðið þeim dýrkeypt í baráttu um sæti á HM. „Mér fannst við spila mjög vel, við vorum miklu betri í leiknum og sköpuðum okkur fullt af færum. Okkur vantaði að skora annað markið því þá hefðum við unnið leikinn,“ sagði Henrikh Mkhitaryan, fyrirliði armenska landsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Því miður náðum við ekki þessu öðru marki af því að við fengum svo mörg tækifæri til þess að skora það. Svona er fótboltinn, þú nærð ekki að nýta þitt og hitt liðið skorar í staðinn,“ sagði Henrikh sem sá aðeins meiri yfirburði hjá sínum mönnum en flestir sem horfðu á leikinn. „Mér fannst Íslenska liðið ekki eiga stigið skilið en svona er fótboltinn,“ sagði Henrikh. „Ef þú nærð ekki að skora annað mark þá er alltaf hættan á því að fá á sig mark sem varð raunin. Við gerðum okkar besta til að vinna þennan leik og við þurftum á þessum þremur stigum að halda. Í lok leiksins urðu við að sætta okkur við það að fá bara eitt stig,“ sagði Mkhitaryan. Hann sér mikinn mun á leikstíl íslenska landsliðsins miðað við fyrri ár. „Þetta er ekki sama íslenska lið og fyrir tíu árum eða sjö árum. Þá voru þeir bara að reyna langar sendingar og spiluðu með hávaxinn framherja. Mér fannst þetta íslenska lið vera reyna að spila fótbolta með jörðinni, þeir hafa breytt sínum leikstíl og ég óska þeim góðs gengis,“ sagði Mkhitaryan. Hann vildi ekki kvarta of mikið yfir aðstæðunum eða kuldanum. „Ef við hefðum spilað á okkar heimavelli þá hefðum við haft fullt af stuðningsmönnum. Við erum vanir því að spila í kulda því það verður líka kalt í Armeníu. Svona er fótboltinn og við verðum að vera tilbúnir að spila við allar mögulegar aðstæður,“ sagði Mkhitaryan. Klippa: Viðtal við Henrikh Mkhitaryan HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
„Mér fannst við spila mjög vel, við vorum miklu betri í leiknum og sköpuðum okkur fullt af færum. Okkur vantaði að skora annað markið því þá hefðum við unnið leikinn,“ sagði Henrikh Mkhitaryan, fyrirliði armenska landsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Því miður náðum við ekki þessu öðru marki af því að við fengum svo mörg tækifæri til þess að skora það. Svona er fótboltinn, þú nærð ekki að nýta þitt og hitt liðið skorar í staðinn,“ sagði Henrikh sem sá aðeins meiri yfirburði hjá sínum mönnum en flestir sem horfðu á leikinn. „Mér fannst Íslenska liðið ekki eiga stigið skilið en svona er fótboltinn,“ sagði Henrikh. „Ef þú nærð ekki að skora annað mark þá er alltaf hættan á því að fá á sig mark sem varð raunin. Við gerðum okkar besta til að vinna þennan leik og við þurftum á þessum þremur stigum að halda. Í lok leiksins urðu við að sætta okkur við það að fá bara eitt stig,“ sagði Mkhitaryan. Hann sér mikinn mun á leikstíl íslenska landsliðsins miðað við fyrri ár. „Þetta er ekki sama íslenska lið og fyrir tíu árum eða sjö árum. Þá voru þeir bara að reyna langar sendingar og spiluðu með hávaxinn framherja. Mér fannst þetta íslenska lið vera reyna að spila fótbolta með jörðinni, þeir hafa breytt sínum leikstíl og ég óska þeim góðs gengis,“ sagði Mkhitaryan. Hann vildi ekki kvarta of mikið yfir aðstæðunum eða kuldanum. „Ef við hefðum spilað á okkar heimavelli þá hefðum við haft fullt af stuðningsmönnum. Við erum vanir því að spila í kulda því það verður líka kalt í Armeníu. Svona er fótboltinn og við verðum að vera tilbúnir að spila við allar mögulegar aðstæður,“ sagði Mkhitaryan. Klippa: Viðtal við Henrikh Mkhitaryan
HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira