Henrikh Mkhitaryan: Íslenska liðið átti ekki stigið skilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 21:16 Henrikh Mkhitaryan í baráttu við Birki Bjarnason í leiknum í kvöld. Vísir/Jónína Guðbjörg Armenar voru svekktir með úrslitin á Laugardalsvellinum í kvöld en þeir misstu niður 1-0 forystu og urðu að sætta sig við eitt stig. Það gæti orðið þeim dýrkeypt í baráttu um sæti á HM. „Mér fannst við spila mjög vel, við vorum miklu betri í leiknum og sköpuðum okkur fullt af færum. Okkur vantaði að skora annað markið því þá hefðum við unnið leikinn,“ sagði Henrikh Mkhitaryan, fyrirliði armenska landsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Því miður náðum við ekki þessu öðru marki af því að við fengum svo mörg tækifæri til þess að skora það. Svona er fótboltinn, þú nærð ekki að nýta þitt og hitt liðið skorar í staðinn,“ sagði Henrikh sem sá aðeins meiri yfirburði hjá sínum mönnum en flestir sem horfðu á leikinn. „Mér fannst Íslenska liðið ekki eiga stigið skilið en svona er fótboltinn,“ sagði Henrikh. „Ef þú nærð ekki að skora annað mark þá er alltaf hættan á því að fá á sig mark sem varð raunin. Við gerðum okkar besta til að vinna þennan leik og við þurftum á þessum þremur stigum að halda. Í lok leiksins urðu við að sætta okkur við það að fá bara eitt stig,“ sagði Mkhitaryan. Hann sér mikinn mun á leikstíl íslenska landsliðsins miðað við fyrri ár. „Þetta er ekki sama íslenska lið og fyrir tíu árum eða sjö árum. Þá voru þeir bara að reyna langar sendingar og spiluðu með hávaxinn framherja. Mér fannst þetta íslenska lið vera reyna að spila fótbolta með jörðinni, þeir hafa breytt sínum leikstíl og ég óska þeim góðs gengis,“ sagði Mkhitaryan. Hann vildi ekki kvarta of mikið yfir aðstæðunum eða kuldanum. „Ef við hefðum spilað á okkar heimavelli þá hefðum við haft fullt af stuðningsmönnum. Við erum vanir því að spila í kulda því það verður líka kalt í Armeníu. Svona er fótboltinn og við verðum að vera tilbúnir að spila við allar mögulegar aðstæður,“ sagði Mkhitaryan. Klippa: Viðtal við Henrikh Mkhitaryan HM 2022 í Katar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
„Mér fannst við spila mjög vel, við vorum miklu betri í leiknum og sköpuðum okkur fullt af færum. Okkur vantaði að skora annað markið því þá hefðum við unnið leikinn,“ sagði Henrikh Mkhitaryan, fyrirliði armenska landsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Því miður náðum við ekki þessu öðru marki af því að við fengum svo mörg tækifæri til þess að skora það. Svona er fótboltinn, þú nærð ekki að nýta þitt og hitt liðið skorar í staðinn,“ sagði Henrikh sem sá aðeins meiri yfirburði hjá sínum mönnum en flestir sem horfðu á leikinn. „Mér fannst Íslenska liðið ekki eiga stigið skilið en svona er fótboltinn,“ sagði Henrikh. „Ef þú nærð ekki að skora annað mark þá er alltaf hættan á því að fá á sig mark sem varð raunin. Við gerðum okkar besta til að vinna þennan leik og við þurftum á þessum þremur stigum að halda. Í lok leiksins urðu við að sætta okkur við það að fá bara eitt stig,“ sagði Mkhitaryan. Hann sér mikinn mun á leikstíl íslenska landsliðsins miðað við fyrri ár. „Þetta er ekki sama íslenska lið og fyrir tíu árum eða sjö árum. Þá voru þeir bara að reyna langar sendingar og spiluðu með hávaxinn framherja. Mér fannst þetta íslenska lið vera reyna að spila fótbolta með jörðinni, þeir hafa breytt sínum leikstíl og ég óska þeim góðs gengis,“ sagði Mkhitaryan. Hann vildi ekki kvarta of mikið yfir aðstæðunum eða kuldanum. „Ef við hefðum spilað á okkar heimavelli þá hefðum við haft fullt af stuðningsmönnum. Við erum vanir því að spila í kulda því það verður líka kalt í Armeníu. Svona er fótboltinn og við verðum að vera tilbúnir að spila við allar mögulegar aðstæður,“ sagði Mkhitaryan. Klippa: Viðtal við Henrikh Mkhitaryan
HM 2022 í Katar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira