Staðfestu dóm fyrir brot gegn stjúpsyni Þorgils Jónsson skrifar 8. október 2021 20:28 Landsrétturstaðfesti í dag dóm yfir konu fyrir brot gegn stjúpsyni hennar. Vísir/Vilhelm Landsdómur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan var í júlí árið 2020 dæmd í 2ja ára og níu mánaða fangelsi fyrir brotin. Dómurinn staðfesti einnig að konan skyldi greiða drengnum miskabætur að upphæð 700.000 krónur fyrir rangar sakargiftir, en hún sakaði drenginn um nauðgun og kynferðilega áreitni. Þá var konunni gert að greiða áfrýjunarkostnað að upphæð 1.849.884 kr. auk málsvarnarlauna verjanda, 1.272.240 kr., og þóknun skipaðs réttargæslumanns upp á 471.200 kr. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í samræmi við ákvörðun konunnar um áfrýjun. Ákæruvaldið krafðist staðfestingar á sakfellingu og þyngri refsingu, konan krafðist sýknu eða vægari refsingar, auk lægri miskabóta. Var 16 og 17 ára þegar brotin áttu sér stað Brotin áttu sér stað frá september 2015 til apríl 2017 en pilturinn var þá 16 og 17 ára. Í dómi héraðsdóms segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu þangað til að upp komst um samband þeirra í október 2017. Uppljóstrunin hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. „Svolítið asnalegt“ Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Dómurinn staðfesti einnig að konan skyldi greiða drengnum miskabætur að upphæð 700.000 krónur fyrir rangar sakargiftir, en hún sakaði drenginn um nauðgun og kynferðilega áreitni. Þá var konunni gert að greiða áfrýjunarkostnað að upphæð 1.849.884 kr. auk málsvarnarlauna verjanda, 1.272.240 kr., og þóknun skipaðs réttargæslumanns upp á 471.200 kr. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í samræmi við ákvörðun konunnar um áfrýjun. Ákæruvaldið krafðist staðfestingar á sakfellingu og þyngri refsingu, konan krafðist sýknu eða vægari refsingar, auk lægri miskabóta. Var 16 og 17 ára þegar brotin áttu sér stað Brotin áttu sér stað frá september 2015 til apríl 2017 en pilturinn var þá 16 og 17 ára. Í dómi héraðsdóms segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu þangað til að upp komst um samband þeirra í október 2017. Uppljóstrunin hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. „Svolítið asnalegt“ Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40