Staðfestu dóm fyrir brot gegn stjúpsyni Þorgils Jónsson skrifar 8. október 2021 20:28 Landsrétturstaðfesti í dag dóm yfir konu fyrir brot gegn stjúpsyni hennar. Vísir/Vilhelm Landsdómur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan var í júlí árið 2020 dæmd í 2ja ára og níu mánaða fangelsi fyrir brotin. Dómurinn staðfesti einnig að konan skyldi greiða drengnum miskabætur að upphæð 700.000 krónur fyrir rangar sakargiftir, en hún sakaði drenginn um nauðgun og kynferðilega áreitni. Þá var konunni gert að greiða áfrýjunarkostnað að upphæð 1.849.884 kr. auk málsvarnarlauna verjanda, 1.272.240 kr., og þóknun skipaðs réttargæslumanns upp á 471.200 kr. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í samræmi við ákvörðun konunnar um áfrýjun. Ákæruvaldið krafðist staðfestingar á sakfellingu og þyngri refsingu, konan krafðist sýknu eða vægari refsingar, auk lægri miskabóta. Var 16 og 17 ára þegar brotin áttu sér stað Brotin áttu sér stað frá september 2015 til apríl 2017 en pilturinn var þá 16 og 17 ára. Í dómi héraðsdóms segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu þangað til að upp komst um samband þeirra í október 2017. Uppljóstrunin hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. „Svolítið asnalegt“ Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Dómurinn staðfesti einnig að konan skyldi greiða drengnum miskabætur að upphæð 700.000 krónur fyrir rangar sakargiftir, en hún sakaði drenginn um nauðgun og kynferðilega áreitni. Þá var konunni gert að greiða áfrýjunarkostnað að upphæð 1.849.884 kr. auk málsvarnarlauna verjanda, 1.272.240 kr., og þóknun skipaðs réttargæslumanns upp á 471.200 kr. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í samræmi við ákvörðun konunnar um áfrýjun. Ákæruvaldið krafðist staðfestingar á sakfellingu og þyngri refsingu, konan krafðist sýknu eða vægari refsingar, auk lægri miskabóta. Var 16 og 17 ára þegar brotin áttu sér stað Brotin áttu sér stað frá september 2015 til apríl 2017 en pilturinn var þá 16 og 17 ára. Í dómi héraðsdóms segir að pilturinn hafi flust frá móður sinni til föður á vormánuðum 2015. Faðirinn var í ástarsambandi og sambúð með ákærðu en hún er sex árum eldri en pilturinn. „Með ákærðu og brotaþola tókst náið vinasamband. Samband þeirra varð svo kynferðislegt og höfðu þau fyrst samfarir í september 2015 þegar faðir brotaþola var staddur erlendis á fótboltaleik,“ segir í dómi. Þau hafi svo ítrekað haft samfarir á heimilinu þangað til að upp komst um samband þeirra í október 2017. Uppljóstrunin hafi leitt til „mikilla átaka og uppnáms“ innan fjölskyldunnar og pilturinn glímt við mikla andlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Hann hafi svo loks lagst inn á geðdeild í október 2017. Þremur dögum síðar lagði konan fram kæru um nauðgun á hendur honum. „Svolítið asnalegt“ Pilturinn lýsti upphafi kynferðissambands sínu og stjúpmóður sinnar þannig að hann hefði búið á heimilinu í um tvo til þrjá mánuði þegar konan kom eitt sinn heim af djamminu. Hún hafi þá komið upp í rúm til piltsins, lagst hjá honum og beðið hann um að fá hönd hans um magann á sér. Pilturinn hafi lýst því yfir að þetta væri „svolítið asnalegt“ en þau í kjölfarið byrjað að vera nánari á kynferðislegan hátt. Konan hafi ítrekað komið upp í rúm til hans og þau loks í fyrsta sinn haft samfarir þegar faðir hans fór til útlanda á fótboltaleik. Eftir þetta hafi þau stundað samfarir í um hundrað skipti. Pilturinn þvertók fyrir að hafa nokkru sinni neytt konuna til samfara. Þá lýsti hann mikilli vanlíðan á þeim tíma sem konan braut gegn honum. Hann hefði engum getað sagt hvað nákvæmlega væri í gangi á milli þeirra og þá hefði hann orðið ástfanginn af konunni eftir nokkra mánuði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Kærði stjúpson sinn fyrir nauðgun eftir tveggja ára „ástarsamband“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konu nú fyrir helgi í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. 27. júlí 2020 13:40