Byrjunarlið Íslands: Elías Rafn byrjar í sínum fyrsta A-landsleik, Birkir Már heldur sæti sínu og Jón Dagur fær loks sénsinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2021 17:25 Elías Rafn Ólafsson varð mark Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM U21-landsliða í síðasta mánuði. Nú ver hann mark íslenska A-landsliðsins. VÍSIR/BÁRA Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. Ísland mætir Armeníu í undankeppni HM kl. 19.45 á Laugardalsvelli. Athygli vekur að Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, fær traustið en Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í tveimur af þremur leikjum liðsins í síðasta landsliðsglugga. Elías Rafn hefur verið hreint út sagt frábær undanfarnar vikur með Midtjylland og er verðlaunaður fyrir það í kvöld. Byrjunarlið A karla gegn Armeníu. This is how we start our match against Armenia in the @FIFAWorldCup qualifiers.#fyririsland pic.twitter.com/uRNdCFG6Qq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 8, 2021 Í bakvörðunum eru tveir af traustari landsliðsmönnum síðari ára. Birkir Már Sævarsson er hægra megin og Ari Freyr Skúlason vinstra megin. Verður þetta 102. landsleikurinns sem Birkir Már hefur spilað á meðan Ari Freyr er að leika sinn 82. landsleik. Í hjarta varnarinnar eru tveir leikmenn sem eru öllu reynslu minni, þeir Hjörtur Hermannsson og Brynjar Ingi Bjarnason. Þeir virðast vera nýjasta miðvarðarpar íslenska landsliðsins og fá traustið enn á ný. Á miðjunni er smá bland í poka. Birkir Bjarnason ber fyrirliðabandið og er reynslumestur þeirra þriggja sem byrja í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson er einnig þarna til að gefa ákveðna vigt, reynslu og gæði. Svo fær Þórir Jóhann Helgason tækifærið en hann stóð sig með prýði í síðasta verkefni. Reikna má með að hann verði sókndjarfastur þeirra þriggja. Þá fær Jón Dagur Þorsteinsson loks tækifæri í byrjunarliðinu. Hann og Albert Guðmundsson eru á öðrum hvorum vængnum nema þá að Arnar Þór hafi skipt úr 4-3-3 leikkerfi sínu og ákveðið að spila 4-2-3-1 í kvöld, þá gæti Albert verið í holunni og Þórir Jóhann á hægri vængnum. Að lokum er svo Viðar Örn Kjartansson fremstur. Byrjunarliðið í kvöld er þannig skipað: Markmaður: Elías Rafn Ólafsson. Varnarmenn: Birkir Már, Hjörtur, Brynjar Ingi og Ari Freyr. Miðjumenn: Guðlaugur Victor, Birkir Bjarnason (fyrirliði) og Þórir Jóhann. Vængmenn: Jón Dagur og Albert Guðmundsson. Sóknarmaður: Viðar Örn. Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Athygli vekur að Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, fær traustið en Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í tveimur af þremur leikjum liðsins í síðasta landsliðsglugga. Elías Rafn hefur verið hreint út sagt frábær undanfarnar vikur með Midtjylland og er verðlaunaður fyrir það í kvöld. Byrjunarlið A karla gegn Armeníu. This is how we start our match against Armenia in the @FIFAWorldCup qualifiers.#fyririsland pic.twitter.com/uRNdCFG6Qq— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 8, 2021 Í bakvörðunum eru tveir af traustari landsliðsmönnum síðari ára. Birkir Már Sævarsson er hægra megin og Ari Freyr Skúlason vinstra megin. Verður þetta 102. landsleikurinns sem Birkir Már hefur spilað á meðan Ari Freyr er að leika sinn 82. landsleik. Í hjarta varnarinnar eru tveir leikmenn sem eru öllu reynslu minni, þeir Hjörtur Hermannsson og Brynjar Ingi Bjarnason. Þeir virðast vera nýjasta miðvarðarpar íslenska landsliðsins og fá traustið enn á ný. Á miðjunni er smá bland í poka. Birkir Bjarnason ber fyrirliðabandið og er reynslumestur þeirra þriggja sem byrja í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson er einnig þarna til að gefa ákveðna vigt, reynslu og gæði. Svo fær Þórir Jóhann Helgason tækifærið en hann stóð sig með prýði í síðasta verkefni. Reikna má með að hann verði sókndjarfastur þeirra þriggja. Þá fær Jón Dagur Þorsteinsson loks tækifæri í byrjunarliðinu. Hann og Albert Guðmundsson eru á öðrum hvorum vængnum nema þá að Arnar Þór hafi skipt úr 4-3-3 leikkerfi sínu og ákveðið að spila 4-2-3-1 í kvöld, þá gæti Albert verið í holunni og Þórir Jóhann á hægri vængnum. Að lokum er svo Viðar Örn Kjartansson fremstur. Byrjunarliðið í kvöld er þannig skipað: Markmaður: Elías Rafn Ólafsson. Varnarmenn: Birkir Már, Hjörtur, Brynjar Ingi og Ari Freyr. Miðjumenn: Guðlaugur Victor, Birkir Bjarnason (fyrirliði) og Þórir Jóhann. Vængmenn: Jón Dagur og Albert Guðmundsson. Sóknarmaður: Viðar Örn. Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg Vísir/Jónína Guðbjörg
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira