Innlent

Fórnarlamb líkamsárásar missti meðvitund og fimm Íslendingar ákærðir

Snorri Másson skrifar
Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók fimm Íslendinga vegna líkamsárásar um miðjan síðasta mánuð.
Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók fimm Íslendinga vegna líkamsárásar um miðjan síðasta mánuð. Francis Dean/Corbis via Getty Images)

Fimm Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir líkamsárás í miðbæ Kaupmannahafnar aðfaranótt 17. september. Áður hafði Vísir greint frá handtöku þeirra allra en nú hefur lögreglan í Kaupmannahöfn staðfest við fréttastofu að allir þeirra hafi verið ákærðir.

Tveir eru enn í varðhaldi og ljóst er að líkamsárásin var alvarleg. Fórnarlambið, 21 árs gamall karlmaður, missti meðal annars meðvitund tímabundið eftir árásina. Atvikið átti sér stað á næturklúbbi í miðbæ Kaupmannahafnar og lögreglan talar um að hópur fólks hafi ráðist saman á fórnarlambið.

Báðir Íslendingarnir sem enn eru í varðhaldi vegna árásinnar, og hafa verið í um þrjár vikur, eru 20 ára að aldri, samkvæmt upplýsingum frá dönsku lögreglunni.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins staðfesti í síðustu viku að mál af þessum toga er á borði skrifstofunnar, en ráðuneytið veitir ekki efnislegar upplýsingar um málið.


Tengdar fréttir

Fórnarlamb líkamsárásar missti meðvitund og fimm Íslendingar ákærðir

Fimm Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir líkamsárás í miðbæ Kaupmannahafnar aðfaranótt 17. september. Áður hafði Vísir greint frá handtöku þeirra allra en nú hefur lögreglan í Kaupmannahöfn staðfest við fréttastofu að allir þeirra hafi verið ákærðir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.