Rúnar Kristins með eina landsliðsmarkið sitt á Íslandi í síðustu heimsókn Armena Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 14:30 Eiður Smári Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson voru ekki alveg sáttir við dómarann þarna. Getty/Tony Marshall Armenar spila á Laugardalsvellinum í kvöld en það hafa þeir aðeins gert einu sinni áður og það eru meira en tuttugu og tvö ár síðan. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armeníu í undankeppni HM 2022 í Laugardalnum klukkan 18.45 í kvöld. Það þarf að fara meira en tvo áratugi aftur í tímann og inn á síðustu öld til að finna síðustu heimsókn Armena hingað til lands. Leikurinn sem um ræðir fór fram 5. júní 1999 og íslenska liðið vann 2-0 sigur. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Rúnar Kristinsson var með son sinn Rúnar Alex í myndatökunni hjá DV eftir leikinn. Rúnar Alex er í íslenska hópnum og verður mögulega í markinu í kvöld.Skjámynd/timarit.is/DV Ríkharður skoraði mörg mörg í Laugardalnum en þetta var aftur á móti eina landsliðsmarkið sem Rúnar Kristinsson skoraði á íslenskri grundu. Rúnar skoraði alls þrjú mörk í 104 landsleikjum en hin mörkin komu í vináttuleik á Möltu í maí 1991. Rúnar skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri en síðan voru liðin meira en átta ár. Rúnar var alls búinn að leika 56 landsleiki í röð án þess að skora þegar hann kom íslenska liðinu í 2-0 á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ríkharður skoraði fyrra markið með skalla af örstuttu færi eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Þórður og Ríkharður léku laglega saman í aðdraganda marksins hans Rúnars en Ríkharður átti sendinguna inn í hlaupið og Rúnar skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. „Það var rosalega gaman að skora. Ég spilaði bakvörð lengi vel í landsliðinu undir stjórn Ásgeirs Elíassonar og fékk því ekki að fara oft framarlega á völlinn. Nú hef ég meiri mögulega. Þaö heppnaðist loksins og ég var búinn að bíða lengi eftir þessu," sagði Rúnar Kristinsson í viðtali við undirritaðan í DV eftir leikinn. Mynd af markinu hans Rúnars Kristinssonar sem birtist í Morgunblaðinu eftir leikinn.Skjámynd/timarit.is/MBL Liðið var þarna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og lék þarna sinn ellefta leik í röð án þess að tapa. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn í taplausu hrinunni því íslenska liðið tapaði á móti Rússum í Moskvu fjórum dögum síðar. Eiður Smári Guðjohnsen, núverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, var valinn í hópinn fyrir leikinn en boðaði forföll vegna meiðsla. Sonur þjálfarans, Bjarni Guðjónsson, var valinn í hans stað en meiddist á æfingu daginn fyrir leik og var því ekki með heldur. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjón Guðmundssonar um leikinn en þar eru bæði mörkin sýnd. Klippa: Ísland vann Armeníu á Laugardalsvellinum í júní 1999 HM 2022 í Katar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armeníu í undankeppni HM 2022 í Laugardalnum klukkan 18.45 í kvöld. Það þarf að fara meira en tvo áratugi aftur í tímann og inn á síðustu öld til að finna síðustu heimsókn Armena hingað til lands. Leikurinn sem um ræðir fór fram 5. júní 1999 og íslenska liðið vann 2-0 sigur. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Rúnar Kristinsson var með son sinn Rúnar Alex í myndatökunni hjá DV eftir leikinn. Rúnar Alex er í íslenska hópnum og verður mögulega í markinu í kvöld.Skjámynd/timarit.is/DV Ríkharður skoraði mörg mörg í Laugardalnum en þetta var aftur á móti eina landsliðsmarkið sem Rúnar Kristinsson skoraði á íslenskri grundu. Rúnar skoraði alls þrjú mörk í 104 landsleikjum en hin mörkin komu í vináttuleik á Möltu í maí 1991. Rúnar skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri en síðan voru liðin meira en átta ár. Rúnar var alls búinn að leika 56 landsleiki í röð án þess að skora þegar hann kom íslenska liðinu í 2-0 á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ríkharður skoraði fyrra markið með skalla af örstuttu færi eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Þórður og Ríkharður léku laglega saman í aðdraganda marksins hans Rúnars en Ríkharður átti sendinguna inn í hlaupið og Rúnar skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. „Það var rosalega gaman að skora. Ég spilaði bakvörð lengi vel í landsliðinu undir stjórn Ásgeirs Elíassonar og fékk því ekki að fara oft framarlega á völlinn. Nú hef ég meiri mögulega. Þaö heppnaðist loksins og ég var búinn að bíða lengi eftir þessu," sagði Rúnar Kristinsson í viðtali við undirritaðan í DV eftir leikinn. Mynd af markinu hans Rúnars Kristinssonar sem birtist í Morgunblaðinu eftir leikinn.Skjámynd/timarit.is/MBL Liðið var þarna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og lék þarna sinn ellefta leik í röð án þess að tapa. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn í taplausu hrinunni því íslenska liðið tapaði á móti Rússum í Moskvu fjórum dögum síðar. Eiður Smári Guðjohnsen, núverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, var valinn í hópinn fyrir leikinn en boðaði forföll vegna meiðsla. Sonur þjálfarans, Bjarni Guðjónsson, var valinn í hans stað en meiddist á æfingu daginn fyrir leik og var því ekki með heldur. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjón Guðmundssonar um leikinn en þar eru bæði mörkin sýnd. Klippa: Ísland vann Armeníu á Laugardalsvellinum í júní 1999
HM 2022 í Katar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira