Rúnar Kristins með eina landsliðsmarkið sitt á Íslandi í síðustu heimsókn Armena Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 14:30 Eiður Smári Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson voru ekki alveg sáttir við dómarann þarna. Getty/Tony Marshall Armenar spila á Laugardalsvellinum í kvöld en það hafa þeir aðeins gert einu sinni áður og það eru meira en tuttugu og tvö ár síðan. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armeníu í undankeppni HM 2022 í Laugardalnum klukkan 18.45 í kvöld. Það þarf að fara meira en tvo áratugi aftur í tímann og inn á síðustu öld til að finna síðustu heimsókn Armena hingað til lands. Leikurinn sem um ræðir fór fram 5. júní 1999 og íslenska liðið vann 2-0 sigur. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Rúnar Kristinsson var með son sinn Rúnar Alex í myndatökunni hjá DV eftir leikinn. Rúnar Alex er í íslenska hópnum og verður mögulega í markinu í kvöld.Skjámynd/timarit.is/DV Ríkharður skoraði mörg mörg í Laugardalnum en þetta var aftur á móti eina landsliðsmarkið sem Rúnar Kristinsson skoraði á íslenskri grundu. Rúnar skoraði alls þrjú mörk í 104 landsleikjum en hin mörkin komu í vináttuleik á Möltu í maí 1991. Rúnar skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri en síðan voru liðin meira en átta ár. Rúnar var alls búinn að leika 56 landsleiki í röð án þess að skora þegar hann kom íslenska liðinu í 2-0 á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ríkharður skoraði fyrra markið með skalla af örstuttu færi eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Þórður og Ríkharður léku laglega saman í aðdraganda marksins hans Rúnars en Ríkharður átti sendinguna inn í hlaupið og Rúnar skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. „Það var rosalega gaman að skora. Ég spilaði bakvörð lengi vel í landsliðinu undir stjórn Ásgeirs Elíassonar og fékk því ekki að fara oft framarlega á völlinn. Nú hef ég meiri mögulega. Þaö heppnaðist loksins og ég var búinn að bíða lengi eftir þessu," sagði Rúnar Kristinsson í viðtali við undirritaðan í DV eftir leikinn. Mynd af markinu hans Rúnars Kristinssonar sem birtist í Morgunblaðinu eftir leikinn.Skjámynd/timarit.is/MBL Liðið var þarna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og lék þarna sinn ellefta leik í röð án þess að tapa. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn í taplausu hrinunni því íslenska liðið tapaði á móti Rússum í Moskvu fjórum dögum síðar. Eiður Smári Guðjohnsen, núverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, var valinn í hópinn fyrir leikinn en boðaði forföll vegna meiðsla. Sonur þjálfarans, Bjarni Guðjónsson, var valinn í hans stað en meiddist á æfingu daginn fyrir leik og var því ekki með heldur. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjón Guðmundssonar um leikinn en þar eru bæði mörkin sýnd. Klippa: Ísland vann Armeníu á Laugardalsvellinum í júní 1999 HM 2022 í Katar Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armeníu í undankeppni HM 2022 í Laugardalnum klukkan 18.45 í kvöld. Það þarf að fara meira en tvo áratugi aftur í tímann og inn á síðustu öld til að finna síðustu heimsókn Armena hingað til lands. Leikurinn sem um ræðir fór fram 5. júní 1999 og íslenska liðið vann 2-0 sigur. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Rúnar Kristinsson var með son sinn Rúnar Alex í myndatökunni hjá DV eftir leikinn. Rúnar Alex er í íslenska hópnum og verður mögulega í markinu í kvöld.Skjámynd/timarit.is/DV Ríkharður skoraði mörg mörg í Laugardalnum en þetta var aftur á móti eina landsliðsmarkið sem Rúnar Kristinsson skoraði á íslenskri grundu. Rúnar skoraði alls þrjú mörk í 104 landsleikjum en hin mörkin komu í vináttuleik á Möltu í maí 1991. Rúnar skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri en síðan voru liðin meira en átta ár. Rúnar var alls búinn að leika 56 landsleiki í röð án þess að skora þegar hann kom íslenska liðinu í 2-0 á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ríkharður skoraði fyrra markið með skalla af örstuttu færi eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Þórður og Ríkharður léku laglega saman í aðdraganda marksins hans Rúnars en Ríkharður átti sendinguna inn í hlaupið og Rúnar skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. „Það var rosalega gaman að skora. Ég spilaði bakvörð lengi vel í landsliðinu undir stjórn Ásgeirs Elíassonar og fékk því ekki að fara oft framarlega á völlinn. Nú hef ég meiri mögulega. Þaö heppnaðist loksins og ég var búinn að bíða lengi eftir þessu," sagði Rúnar Kristinsson í viðtali við undirritaðan í DV eftir leikinn. Mynd af markinu hans Rúnars Kristinssonar sem birtist í Morgunblaðinu eftir leikinn.Skjámynd/timarit.is/MBL Liðið var þarna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og lék þarna sinn ellefta leik í röð án þess að tapa. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn í taplausu hrinunni því íslenska liðið tapaði á móti Rússum í Moskvu fjórum dögum síðar. Eiður Smári Guðjohnsen, núverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, var valinn í hópinn fyrir leikinn en boðaði forföll vegna meiðsla. Sonur þjálfarans, Bjarni Guðjónsson, var valinn í hans stað en meiddist á æfingu daginn fyrir leik og var því ekki með heldur. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjón Guðmundssonar um leikinn en þar eru bæði mörkin sýnd. Klippa: Ísland vann Armeníu á Laugardalsvellinum í júní 1999
HM 2022 í Katar Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti