Rúnar Kristins með eina landsliðsmarkið sitt á Íslandi í síðustu heimsókn Armena Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 14:30 Eiður Smári Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson voru ekki alveg sáttir við dómarann þarna. Getty/Tony Marshall Armenar spila á Laugardalsvellinum í kvöld en það hafa þeir aðeins gert einu sinni áður og það eru meira en tuttugu og tvö ár síðan. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armeníu í undankeppni HM 2022 í Laugardalnum klukkan 18.45 í kvöld. Það þarf að fara meira en tvo áratugi aftur í tímann og inn á síðustu öld til að finna síðustu heimsókn Armena hingað til lands. Leikurinn sem um ræðir fór fram 5. júní 1999 og íslenska liðið vann 2-0 sigur. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Rúnar Kristinsson var með son sinn Rúnar Alex í myndatökunni hjá DV eftir leikinn. Rúnar Alex er í íslenska hópnum og verður mögulega í markinu í kvöld.Skjámynd/timarit.is/DV Ríkharður skoraði mörg mörg í Laugardalnum en þetta var aftur á móti eina landsliðsmarkið sem Rúnar Kristinsson skoraði á íslenskri grundu. Rúnar skoraði alls þrjú mörk í 104 landsleikjum en hin mörkin komu í vináttuleik á Möltu í maí 1991. Rúnar skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri en síðan voru liðin meira en átta ár. Rúnar var alls búinn að leika 56 landsleiki í röð án þess að skora þegar hann kom íslenska liðinu í 2-0 á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ríkharður skoraði fyrra markið með skalla af örstuttu færi eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Þórður og Ríkharður léku laglega saman í aðdraganda marksins hans Rúnars en Ríkharður átti sendinguna inn í hlaupið og Rúnar skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. „Það var rosalega gaman að skora. Ég spilaði bakvörð lengi vel í landsliðinu undir stjórn Ásgeirs Elíassonar og fékk því ekki að fara oft framarlega á völlinn. Nú hef ég meiri mögulega. Þaö heppnaðist loksins og ég var búinn að bíða lengi eftir þessu," sagði Rúnar Kristinsson í viðtali við undirritaðan í DV eftir leikinn. Mynd af markinu hans Rúnars Kristinssonar sem birtist í Morgunblaðinu eftir leikinn.Skjámynd/timarit.is/MBL Liðið var þarna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og lék þarna sinn ellefta leik í röð án þess að tapa. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn í taplausu hrinunni því íslenska liðið tapaði á móti Rússum í Moskvu fjórum dögum síðar. Eiður Smári Guðjohnsen, núverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, var valinn í hópinn fyrir leikinn en boðaði forföll vegna meiðsla. Sonur þjálfarans, Bjarni Guðjónsson, var valinn í hans stað en meiddist á æfingu daginn fyrir leik og var því ekki með heldur. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjón Guðmundssonar um leikinn en þar eru bæði mörkin sýnd. Klippa: Ísland vann Armeníu á Laugardalsvellinum í júní 1999 HM 2022 í Katar Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armeníu í undankeppni HM 2022 í Laugardalnum klukkan 18.45 í kvöld. Það þarf að fara meira en tvo áratugi aftur í tímann og inn á síðustu öld til að finna síðustu heimsókn Armena hingað til lands. Leikurinn sem um ræðir fór fram 5. júní 1999 og íslenska liðið vann 2-0 sigur. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Rúnar Kristinsson var með son sinn Rúnar Alex í myndatökunni hjá DV eftir leikinn. Rúnar Alex er í íslenska hópnum og verður mögulega í markinu í kvöld.Skjámynd/timarit.is/DV Ríkharður skoraði mörg mörg í Laugardalnum en þetta var aftur á móti eina landsliðsmarkið sem Rúnar Kristinsson skoraði á íslenskri grundu. Rúnar skoraði alls þrjú mörk í 104 landsleikjum en hin mörkin komu í vináttuleik á Möltu í maí 1991. Rúnar skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri en síðan voru liðin meira en átta ár. Rúnar var alls búinn að leika 56 landsleiki í röð án þess að skora þegar hann kom íslenska liðinu í 2-0 á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ríkharður skoraði fyrra markið með skalla af örstuttu færi eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Þórður og Ríkharður léku laglega saman í aðdraganda marksins hans Rúnars en Ríkharður átti sendinguna inn í hlaupið og Rúnar skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. „Það var rosalega gaman að skora. Ég spilaði bakvörð lengi vel í landsliðinu undir stjórn Ásgeirs Elíassonar og fékk því ekki að fara oft framarlega á völlinn. Nú hef ég meiri mögulega. Þaö heppnaðist loksins og ég var búinn að bíða lengi eftir þessu," sagði Rúnar Kristinsson í viðtali við undirritaðan í DV eftir leikinn. Mynd af markinu hans Rúnars Kristinssonar sem birtist í Morgunblaðinu eftir leikinn.Skjámynd/timarit.is/MBL Liðið var þarna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og lék þarna sinn ellefta leik í röð án þess að tapa. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn í taplausu hrinunni því íslenska liðið tapaði á móti Rússum í Moskvu fjórum dögum síðar. Eiður Smári Guðjohnsen, núverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, var valinn í hópinn fyrir leikinn en boðaði forföll vegna meiðsla. Sonur þjálfarans, Bjarni Guðjónsson, var valinn í hans stað en meiddist á æfingu daginn fyrir leik og var því ekki með heldur. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjón Guðmundssonar um leikinn en þar eru bæði mörkin sýnd. Klippa: Ísland vann Armeníu á Laugardalsvellinum í júní 1999
HM 2022 í Katar Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira