Rúnar Kristins með eina landsliðsmarkið sitt á Íslandi í síðustu heimsókn Armena Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 14:30 Eiður Smári Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson voru ekki alveg sáttir við dómarann þarna. Getty/Tony Marshall Armenar spila á Laugardalsvellinum í kvöld en það hafa þeir aðeins gert einu sinni áður og það eru meira en tuttugu og tvö ár síðan. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armeníu í undankeppni HM 2022 í Laugardalnum klukkan 18.45 í kvöld. Það þarf að fara meira en tvo áratugi aftur í tímann og inn á síðustu öld til að finna síðustu heimsókn Armena hingað til lands. Leikurinn sem um ræðir fór fram 5. júní 1999 og íslenska liðið vann 2-0 sigur. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Rúnar Kristinsson var með son sinn Rúnar Alex í myndatökunni hjá DV eftir leikinn. Rúnar Alex er í íslenska hópnum og verður mögulega í markinu í kvöld.Skjámynd/timarit.is/DV Ríkharður skoraði mörg mörg í Laugardalnum en þetta var aftur á móti eina landsliðsmarkið sem Rúnar Kristinsson skoraði á íslenskri grundu. Rúnar skoraði alls þrjú mörk í 104 landsleikjum en hin mörkin komu í vináttuleik á Möltu í maí 1991. Rúnar skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri en síðan voru liðin meira en átta ár. Rúnar var alls búinn að leika 56 landsleiki í röð án þess að skora þegar hann kom íslenska liðinu í 2-0 á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ríkharður skoraði fyrra markið með skalla af örstuttu færi eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Þórður og Ríkharður léku laglega saman í aðdraganda marksins hans Rúnars en Ríkharður átti sendinguna inn í hlaupið og Rúnar skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. „Það var rosalega gaman að skora. Ég spilaði bakvörð lengi vel í landsliðinu undir stjórn Ásgeirs Elíassonar og fékk því ekki að fara oft framarlega á völlinn. Nú hef ég meiri mögulega. Þaö heppnaðist loksins og ég var búinn að bíða lengi eftir þessu," sagði Rúnar Kristinsson í viðtali við undirritaðan í DV eftir leikinn. Mynd af markinu hans Rúnars Kristinssonar sem birtist í Morgunblaðinu eftir leikinn.Skjámynd/timarit.is/MBL Liðið var þarna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og lék þarna sinn ellefta leik í röð án þess að tapa. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn í taplausu hrinunni því íslenska liðið tapaði á móti Rússum í Moskvu fjórum dögum síðar. Eiður Smári Guðjohnsen, núverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, var valinn í hópinn fyrir leikinn en boðaði forföll vegna meiðsla. Sonur þjálfarans, Bjarni Guðjónsson, var valinn í hans stað en meiddist á æfingu daginn fyrir leik og var því ekki með heldur. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjón Guðmundssonar um leikinn en þar eru bæði mörkin sýnd. Klippa: Ísland vann Armeníu á Laugardalsvellinum í júní 1999 HM 2022 í Katar Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armeníu í undankeppni HM 2022 í Laugardalnum klukkan 18.45 í kvöld. Það þarf að fara meira en tvo áratugi aftur í tímann og inn á síðustu öld til að finna síðustu heimsókn Armena hingað til lands. Leikurinn sem um ræðir fór fram 5. júní 1999 og íslenska liðið vann 2-0 sigur. Ríkharður Daðason og Rúnar Kristinsson skoruðu mörkin. Rúnar Kristinsson var með son sinn Rúnar Alex í myndatökunni hjá DV eftir leikinn. Rúnar Alex er í íslenska hópnum og verður mögulega í markinu í kvöld.Skjámynd/timarit.is/DV Ríkharður skoraði mörg mörg í Laugardalnum en þetta var aftur á móti eina landsliðsmarkið sem Rúnar Kristinsson skoraði á íslenskri grundu. Rúnar skoraði alls þrjú mörk í 104 landsleikjum en hin mörkin komu í vináttuleik á Möltu í maí 1991. Rúnar skoraði þá tvö mörk í 4-1 sigri en síðan voru liðin meira en átta ár. Rúnar var alls búinn að leika 56 landsleiki í röð án þess að skora þegar hann kom íslenska liðinu í 2-0 á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ríkharður skoraði fyrra markið með skalla af örstuttu færi eftir hornspyrnu Þórðar Guðjónssonar. Þórður og Ríkharður léku laglega saman í aðdraganda marksins hans Rúnars en Ríkharður átti sendinguna inn í hlaupið og Rúnar skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. „Það var rosalega gaman að skora. Ég spilaði bakvörð lengi vel í landsliðinu undir stjórn Ásgeirs Elíassonar og fékk því ekki að fara oft framarlega á völlinn. Nú hef ég meiri mögulega. Þaö heppnaðist loksins og ég var búinn að bíða lengi eftir þessu," sagði Rúnar Kristinsson í viðtali við undirritaðan í DV eftir leikinn. Mynd af markinu hans Rúnars Kristinssonar sem birtist í Morgunblaðinu eftir leikinn.Skjámynd/timarit.is/MBL Liðið var þarna undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og lék þarna sinn ellefta leik í röð án þess að tapa. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn í taplausu hrinunni því íslenska liðið tapaði á móti Rússum í Moskvu fjórum dögum síðar. Eiður Smári Guðjohnsen, núverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, var valinn í hópinn fyrir leikinn en boðaði forföll vegna meiðsla. Sonur þjálfarans, Bjarni Guðjónsson, var valinn í hans stað en meiddist á æfingu daginn fyrir leik og var því ekki með heldur. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjón Guðmundssonar um leikinn en þar eru bæði mörkin sýnd. Klippa: Ísland vann Armeníu á Laugardalsvellinum í júní 1999
HM 2022 í Katar Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira