Birkir Bjarna: „Ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2021 07:00 Birkir Bjarnason segir að íslenska landsliðið geti vel komið sér aftur á þann stall sem það var á áður. Mynd/Skjákskot Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Armenum á í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, fór yfir leikinn sem framundan er, og möguleika Íslands á að komast aftur á þann stall sem liðið var á áður. „Við höfum ekki byrjað vel, en við ætlum okkur að sýna okkar rétta andlit og gera betur,“ sagði Birkir. „Þó að við höfum gert margt mjög gott, þá eigum við til að missa svolítið í leikjunum. Við ætlum okkur að sýna að við getum gert betur.“ Miklar breytingar eru á hópnum á milli leikja, en Birkir segir að liðið ætli sér að gera það besta úr stöðunni. „Nei, alls ekki. En við verðum auðvitað bara að gera það besta úr þessu. Við erum með mjög ungt lið, en mjög gott lið. Við erum með marga mjög unga og efnilega stráka sem verða bara að fá að koma inn og sýna sitt.“ Birkir segir enn fremur að það hafi áhrif á hópinn þegar marga reynslubolta vanti, en telur þó að liðið sé á réttri leið. „Það er bara þannig að landsliðsfótbolti er ekki sá sami og að spila fyrir félagslið. Við verðum bara að reyna að koma okkur á þann stall sem við vorum á áður að vera virkilega að berjast um öll stig í hverjum einasta leik. Við erum á góðri leið í það tel ég, og vonandi byrjar það á morgun.“ Birkir bætti svo við að það taki auðvitað tíma að byggja upp nýtt lið. „Sérstaklega þegar við erum að tala um landsliðið, þá fáum við ekki marga daga saman. En núna erum við búnir að fá töluverðan tíma saman og við sjáum það bara á æfingum að við erum að tengja betur saman.“ „Við erum búnir að ganga í gegnum erfiðan tíma saman og við bara reynum að koma saman og vinna betur.“ En sér Birkir fyrir sér að íslenska landsliðið komist aftur á þann stall sem það var á áður? „Já, af hverju ekki? Við erum með ótrúlega efnilega unga stráka og eflaust þurfa þeir svolítinn tíma. En ég held að það sé mjög bjartur tími framundan.“ Að lokum sagði Birkir þó að það hafi aðeins pirrað þá eldri að hafa ekki sinn sterkasta hóp upp á síðkastið. „Það er náttúrulega alltaf þannig að það er ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn. En svona er bara staðan og við horfum bara fram á við.“ Viðtalið við Birki má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
„Við höfum ekki byrjað vel, en við ætlum okkur að sýna okkar rétta andlit og gera betur,“ sagði Birkir. „Þó að við höfum gert margt mjög gott, þá eigum við til að missa svolítið í leikjunum. Við ætlum okkur að sýna að við getum gert betur.“ Miklar breytingar eru á hópnum á milli leikja, en Birkir segir að liðið ætli sér að gera það besta úr stöðunni. „Nei, alls ekki. En við verðum auðvitað bara að gera það besta úr þessu. Við erum með mjög ungt lið, en mjög gott lið. Við erum með marga mjög unga og efnilega stráka sem verða bara að fá að koma inn og sýna sitt.“ Birkir segir enn fremur að það hafi áhrif á hópinn þegar marga reynslubolta vanti, en telur þó að liðið sé á réttri leið. „Það er bara þannig að landsliðsfótbolti er ekki sá sami og að spila fyrir félagslið. Við verðum bara að reyna að koma okkur á þann stall sem við vorum á áður að vera virkilega að berjast um öll stig í hverjum einasta leik. Við erum á góðri leið í það tel ég, og vonandi byrjar það á morgun.“ Birkir bætti svo við að það taki auðvitað tíma að byggja upp nýtt lið. „Sérstaklega þegar við erum að tala um landsliðið, þá fáum við ekki marga daga saman. En núna erum við búnir að fá töluverðan tíma saman og við sjáum það bara á æfingum að við erum að tengja betur saman.“ „Við erum búnir að ganga í gegnum erfiðan tíma saman og við bara reynum að koma saman og vinna betur.“ En sér Birkir fyrir sér að íslenska landsliðið komist aftur á þann stall sem það var á áður? „Já, af hverju ekki? Við erum með ótrúlega efnilega unga stráka og eflaust þurfa þeir svolítinn tíma. En ég held að það sé mjög bjartur tími framundan.“ Að lokum sagði Birkir þó að það hafi aðeins pirrað þá eldri að hafa ekki sinn sterkasta hóp upp á síðkastið. „Það er náttúrulega alltaf þannig að það er ekki kjörstaða að vera ekki með okkar bestu menn. En svona er bara staðan og við horfum bara fram á við.“ Viðtalið við Birki má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira