Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Þorsteins um hópinn sem mætir Tékklandi og Kýpur

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenska landsliðið hóf undankeppni HM á 2-0 tapi gegn Evrópumeisturum Hollands.
Íslenska landsliðið hóf undankeppni HM á 2-0 tapi gegn Evrópumeisturum Hollands. vísir/hulda margrét

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, kynnti nýjasta landsliðshóp sinn í dag í beinni útsendingu á Vísi.

Ísland mætir Tékklandi í afar þýðingarmiklum leik 22. október og svo Kýpur fjórum dögum síðar, og fara báðir leikirnir fram á Laugardalsvelli.

Upptöku frá blaðamannafundi KSÍ má sjá hér að neðan. Textalýsing, með öllu því helsta sem fram kom á fundinum, er neðst í greininni.

Leikirnir eru í undankeppni HM en Ísland hóf þá keppni á 2-0 tapi gegn Hollandi í síðasta mánuði. Tékkland gerði aftur á móti 1-1 jafntefli við Holland á útivelli og vann Kýpur 8-0. Kýpur tapaði einnig fyrir Hvíta-Rússlandi, 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×