Transkona skráð aftur í herinn eftir sjálfsvíg hennar Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2021 11:11 Frá samstöðufundi í Seoul í mars eftir að Byun Hee-soo svipti sig lífi. EPA Dómstóll í Suður-Kóreu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrá eigi unga transkonu sem svipti sig lífi eftir að hafa verið rekin úr hernum, aftur í herinn. Sú ákvörðun að reka liðþjálfann Byun Hui-su úr hernum árið 2019 hefur því verið felld niður. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Transfólk má ekki ganga til liðs við her Suður-Kóreu en þetta var í fyrsta sinn sem starfandi hermaður gekkst undir kynleiðréttingu. Sjá einnig: Transkona sem var rekin úr hernum fannst látin á heimili sínu Í frétt Yonhap-fréttaveitunnar segir að úrskurðurinn gæti haft umfangsmikil áhrif á málefni LGBT-fólks í Suður-Kóreu. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hefðu samkvæmt úrskurði dómstóls í Daejeon að líta á Byun sem konu þegar verið var að taka afstöðu gagnvart því hvort hún væri hæf til að vera áfram í hernum. Byun fór í kynleiðréttingu árið 2019, þegar hún var í leyfi frá hernum. Það var um tveimur árum eftir að hún gekk sjálfviljug í herinn. Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Konur geta gengið til liðs við herinn en herskyldan nær ekki yfir þær. Í stað þess að skrá Byun sem konu var henni vikið úr hernum, því samkvæmt reglum hersins var litið á fjarlægingu karlkyns kynfæra hennar sem bæklun. Áfrýjun hennar var hafnað. Í ágúst í fyrra höfðaði hún svo mál gegn hernum og sagði brottrekstur sinn hafa verið ólöglegan. Nú hefur verið úrskurðað henni í vil í því máli. Samkvæmt Yonhap segist herinn virða úrskurðinn en enn eigi eftir að taka ákvörðun um hvort áfrýja eigi niðurstöðunni eða ekki. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Suður-Kórea Málefni transfólks Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Transfólk má ekki ganga til liðs við her Suður-Kóreu en þetta var í fyrsta sinn sem starfandi hermaður gekkst undir kynleiðréttingu. Sjá einnig: Transkona sem var rekin úr hernum fannst látin á heimili sínu Í frétt Yonhap-fréttaveitunnar segir að úrskurðurinn gæti haft umfangsmikil áhrif á málefni LGBT-fólks í Suður-Kóreu. Forsvarsmenn hers Suður-Kóreu hefðu samkvæmt úrskurði dómstóls í Daejeon að líta á Byun sem konu þegar verið var að taka afstöðu gagnvart því hvort hún væri hæf til að vera áfram í hernum. Byun fór í kynleiðréttingu árið 2019, þegar hún var í leyfi frá hernum. Það var um tveimur árum eftir að hún gekk sjálfviljug í herinn. Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Konur geta gengið til liðs við herinn en herskyldan nær ekki yfir þær. Í stað þess að skrá Byun sem konu var henni vikið úr hernum, því samkvæmt reglum hersins var litið á fjarlægingu karlkyns kynfæra hennar sem bæklun. Áfrýjun hennar var hafnað. Í ágúst í fyrra höfðaði hún svo mál gegn hernum og sagði brottrekstur sinn hafa verið ólöglegan. Nú hefur verið úrskurðað henni í vil í því máli. Samkvæmt Yonhap segist herinn virða úrskurðinn en enn eigi eftir að taka ákvörðun um hvort áfrýja eigi niðurstöðunni eða ekki. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Suður-Kórea Málefni transfólks Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira