Erlent

Leik­maður ensku úr­vals­deildarinnar hand­tekinn grunaður um kyn­ferðis­brot

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Frá heimavelli Brighton. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Frá heimavelli Brighton. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA

Lögreglan í Sussex í Bretlandi handtók leikmann Brighton í ensku úrvalsdeildinni vegna gruns um kynferðisbrot í dag. 

Knattspyrnumaðurinn er á þrítugsaldri og var handtekinn ásamt öðrum karlmanni á fimmtugsaldri. Mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið gegn konu á skemmtistað í Brighton.

Leikmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur en félag knattspyrnumannsins staðfestir að leikmaður þeirra sé að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins. Sky News greinir frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×