Fótbolti

„Frábært að sjá Kópavogsvöllinn fullan“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mætingin og stemmingin á leik Breiðabliks og Paris Saint-Germain var til mikillar fyrirmyndar.
Mætingin og stemmingin á leik Breiðabliks og Paris Saint-Germain var til mikillar fyrirmyndar. vísir/vilhelm

Áhorfendamet var slegið á kvennaleik hjá Breiðabliki á Kópavogsvelli þegar liðið mætti Paris Saint-Germain í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. PSG vann 0-2 sigur.

Alls mættu 1412 áhorfendur á leikinn en Blikar seldu í öll sæti sem þeir máttu selja í. Bekkurinn var þétt setinn bæði í nýju og gömlu stúkunni sem er venjulega ekki opnuð nema til hátíðarbrigða.

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, kvaðst afar þakklát fyrir stuðninginn sem liðið fékk í leiknum gegn PSG.

„Þetta var gjörsamlega geggjað. Þetta var óraunverulegt. Maður var búinn að heyra í gær og í dag að það væri uppselt og það væri verið að opna gömlu stúkuna. Alls konar lið mætti á völlinn sem hefur örugglega aldrei horft á fótboltaleik sem er mjög skemmtilegt. Þetta hjálpaði helling,“ sagði Ásta á blaðamannafundi eftir leikinn.

Hún hrósaði sérstaklega stuðningssveit Breiðabliks sem mætir á alla leiki og lætur vel í sér heyra.

„Við dýrkum strákana í Kópacabana, þeir mæta alltaf. Það var frábært að sjá Kópavogsvöllinn fullan, báðar stúkurnar,“ sagði Ásta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×