„Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2021 08:01 Elías Rafn Ólafsson varð mark Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM U21-landsliða í síðasta mánuði. Nú er hann kominn upp í A-landsliðið eftir magnaðar vikur í Danmörku. VÍSIR/BÁRA Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Elías hefur haldið marki Midtjylland hreinu í fyrstu fimm deildarleikjum sínum fyrir félagið og var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni. Síðustu vikur hafa því verið ævintýri líkastar hjá þessum 21 árs gamla fyrrverandi landsliðsmanni í blaki. „Maður heldur sér bara niðri á jörðinni og er auðmjúkur í öllu. En þetta er búinn að vera alvöru mánuður og það er gaman að því. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Þetta hefur verið draumi líkast,“ segir Elías. Líkt og í landsliðinu þarf hann að hafa mikið fyrir því að fá að byrja leikina hjá Midtjylland nú þegar Jonas Lössl, varamarkvörður danska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Everton og Huddersfield, er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. „Þetta er að sjálfsögðu þannig að honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur. Við erum bara í góðri samkeppni, sem er mjög hollt. Þetta verður bara að koma í ljós á næstu vikum,“ segir Elías. Elías Rafn Ólafsson hefur varið mark Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni undanfarnar vikur, með glæsibrag.Getty/Jose Manuel Alvarez Klár í að mæta Armeníu Elías var annar tveggja leikmanna Íslands á blaðamannafundi í gær en sagðist þá ekki hafa fengið nein skilaboð um að hann yrði aðalmarkvörður liðsins gegn Armeníu. „Nei, ekki enn þá. Það er náttúrulega undir Adda og Eiði [Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen] komið hvernig byrjunarliðinu verður stillt upp. Þetta er bara í fyrsta sinn sem ég er í A-landsliðshóp í keppnisleik. Maður er bara þolinmóður. Ef kallið kemur er ég auðvitað klár en svo erum við með flotta markmenn í Patta og Rúnari. Þetta er bara val sem að þjálfararnir þurfa að taka,“ segir Elías. Hann varði mark U21-landsliðsins í síðasta mánuði en er kominn í A-landsliðið eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðstreyjuna á hilluna. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Íslands í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Patrik Sigurður Gunnarsson er þriðji markvörðurinn í hópnum núna en hann hafði betur í baráttunni við Elías um sæti í byrjunarliði U21-landsliðsins sem lék í lokakeppni EM í vor. „Við erum allir góðir vinir og það er bara hollt að hafa samkeppni um stöður. Það er bara gaman að vinna með þessum strákum,“ sagði Elías. Ísland mætir Armeníu á morgun, föstudag, klukkan 18:45 og svo Liechtenstein á mánudag á sama tíma. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli. HM 2022 í Katar Danski boltinn Tengdar fréttir Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46 Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32 Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31 Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Elías hefur haldið marki Midtjylland hreinu í fyrstu fimm deildarleikjum sínum fyrir félagið og var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni. Síðustu vikur hafa því verið ævintýri líkastar hjá þessum 21 árs gamla fyrrverandi landsliðsmanni í blaki. „Maður heldur sér bara niðri á jörðinni og er auðmjúkur í öllu. En þetta er búinn að vera alvöru mánuður og það er gaman að því. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Þetta hefur verið draumi líkast,“ segir Elías. Líkt og í landsliðinu þarf hann að hafa mikið fyrir því að fá að byrja leikina hjá Midtjylland nú þegar Jonas Lössl, varamarkvörður danska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Everton og Huddersfield, er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. „Þetta er að sjálfsögðu þannig að honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur. Við erum bara í góðri samkeppni, sem er mjög hollt. Þetta verður bara að koma í ljós á næstu vikum,“ segir Elías. Elías Rafn Ólafsson hefur varið mark Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni undanfarnar vikur, með glæsibrag.Getty/Jose Manuel Alvarez Klár í að mæta Armeníu Elías var annar tveggja leikmanna Íslands á blaðamannafundi í gær en sagðist þá ekki hafa fengið nein skilaboð um að hann yrði aðalmarkvörður liðsins gegn Armeníu. „Nei, ekki enn þá. Það er náttúrulega undir Adda og Eiði [Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen] komið hvernig byrjunarliðinu verður stillt upp. Þetta er bara í fyrsta sinn sem ég er í A-landsliðshóp í keppnisleik. Maður er bara þolinmóður. Ef kallið kemur er ég auðvitað klár en svo erum við með flotta markmenn í Patta og Rúnari. Þetta er bara val sem að þjálfararnir þurfa að taka,“ segir Elías. Hann varði mark U21-landsliðsins í síðasta mánuði en er kominn í A-landsliðið eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðstreyjuna á hilluna. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Íslands í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Patrik Sigurður Gunnarsson er þriðji markvörðurinn í hópnum núna en hann hafði betur í baráttunni við Elías um sæti í byrjunarliði U21-landsliðsins sem lék í lokakeppni EM í vor. „Við erum allir góðir vinir og það er bara hollt að hafa samkeppni um stöður. Það er bara gaman að vinna með þessum strákum,“ sagði Elías. Ísland mætir Armeníu á morgun, föstudag, klukkan 18:45 og svo Liechtenstein á mánudag á sama tíma. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Tengdar fréttir Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46 Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32 Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31 Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46
Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32
Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31
Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01