Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leikmannahóp Lyon þar sem hún er í barneignafríi, en Diljá Ýr Zomers spilaði seinustu mínúturnar fyrir Häcken.
Melvine Malard kom gestunum í Lyon í 1-0 forystu strax á tíundu mínútu, og þannig var staðan þegar að flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikur var ekki nema þriggja mínútna gamall þegar að Catarina Macario tvöfaldaði forsytu gestanna, og fimm mínútum síðar var staðan orðin 3-0 þegar að Stine Larsen varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net.
Það reyndust lokatölur leiksins, og Lyon er því með þrjú stig í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube, en hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan.