Guðjohnsen „hent“ úr landsliðinu þegar faðir valdi síðast tvo syni sína í liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 10:01 Andri Lucas Guðjohnsen stimplaði sig frábærlega inn í íslenska landsliðið í síðasta glugga og er aftur með núna. Að þessu sinni er eldri bróðir hans Sveinn Aron líka með. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, er með tvo syni sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn eins og frægt er. Það er liðin næstum því aldarfjórðungur síðan faðir valdi tvo syni sína í íslenska landsliðið. Guðjón Þórðarson valdi fyrst tvo syni í landsliðið sitt haustið 1997 en þar voru á ferðinni þeir Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson. Þetta vita margir en kannski ekki eins margir vita að þegar Þórður kom inn í hópinn þá henti Guðjón út úr liðnu Arnóri Guðjonsen, föður Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnór var þá orðinn 36 ára gamall en að spila við góðan orðstýr með Örebro í Svíþjóð. Í opnu DV mátti sjá mynd þegar Guðjón Þórðarson tekur í höndina á Arnóri Guðjohnsen eftir að Arnór fór af velli í síðasta sinn hjá landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/DV Þórður Guðjónsson hafði spilað með landsliðinu í nokkur ár en Bjarni var sex árum yngri og þarna að taka sín fyrstu spor með liðinu. Bjarni kom inn á sem varamaður í leik á móti Liechtenstein í ágúst en Þórður var ekki með í þeim leik af því að hann tók út leikbann. Þórður kom aftur á móti inn í hópinn fyrir Arnór fyrir leiki á móti Írum og Rúmeníu í september. Arnór var þarna einn reyndasti leikmaður þjóðarinnar og í öðru sæti yfir bæði flesta spilaða landsleiki og flest skoruð landsliðsmörk. Guðjón var að sjálfssögðu spurður út í fjarveru hans sem vakti mikla athygli á sínum tíma. „Með tilliti til þessa verkefnis ákvað ég að sleppa Arnóri í þessum tveimur leikjum en taka hann síðan í leikinn við Liechtenstein 11. október. Það er komið að ákveðnum starfslokum hjá Arnóri. Hann hefur skilað gríðarlega góðu starfi og nýst íslenska landsliðinu vel í gegnum tíðina. Hann var yngri mönnunum gott fordæmi með krafti sínum og baráttu og lék til dæmis vel gegn Norðmönnum á dögunum, en hann er orðinn 36 ára og komið að yngri mönnum að taka við af honum í landsliðinu,“ sagði Guðjón Þórðarson á blaðamannafundi þar sem hann kynnti liðið. Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins eftir að Arnóri Guðjohnsen var hent út úr landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/MBL Arnór Guðjohnsen lék síðan kveðjulandsleik sinn á Laugardalsvellinum 11. október 1997 og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Liechtenstein. Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru báðir í byrjunarliðinu þennan laugardag og skoruðu líka báðir í leiknum. Nú er Eiður Smári aðstoðarþjálfari landsliðsins og í nýjasta hópnum eru þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru saman í hópnum en þeir hafa báðir verið valdir í sitt hvoru lagi. Þórður og Bjarni spiluðu alls fimm landsleiki saman fyrir föður sinn en sá síðasti var leikur á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Þórður skoraði í þeim leik og þar skoraði Eiður Smári líka sitt mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland spilar tvo heimaleiki í þessum landsleikjaglugga, fyrst á móti Armeníu á föstudagskvöldið og svo á móti Liechtenstein á mánudaginn. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Guðjón Þórðarson valdi fyrst tvo syni í landsliðið sitt haustið 1997 en þar voru á ferðinni þeir Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson. Þetta vita margir en kannski ekki eins margir vita að þegar Þórður kom inn í hópinn þá henti Guðjón út úr liðnu Arnóri Guðjonsen, föður Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnór var þá orðinn 36 ára gamall en að spila við góðan orðstýr með Örebro í Svíþjóð. Í opnu DV mátti sjá mynd þegar Guðjón Þórðarson tekur í höndina á Arnóri Guðjohnsen eftir að Arnór fór af velli í síðasta sinn hjá landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/DV Þórður Guðjónsson hafði spilað með landsliðinu í nokkur ár en Bjarni var sex árum yngri og þarna að taka sín fyrstu spor með liðinu. Bjarni kom inn á sem varamaður í leik á móti Liechtenstein í ágúst en Þórður var ekki með í þeim leik af því að hann tók út leikbann. Þórður kom aftur á móti inn í hópinn fyrir Arnór fyrir leiki á móti Írum og Rúmeníu í september. Arnór var þarna einn reyndasti leikmaður þjóðarinnar og í öðru sæti yfir bæði flesta spilaða landsleiki og flest skoruð landsliðsmörk. Guðjón var að sjálfssögðu spurður út í fjarveru hans sem vakti mikla athygli á sínum tíma. „Með tilliti til þessa verkefnis ákvað ég að sleppa Arnóri í þessum tveimur leikjum en taka hann síðan í leikinn við Liechtenstein 11. október. Það er komið að ákveðnum starfslokum hjá Arnóri. Hann hefur skilað gríðarlega góðu starfi og nýst íslenska landsliðinu vel í gegnum tíðina. Hann var yngri mönnunum gott fordæmi með krafti sínum og baráttu og lék til dæmis vel gegn Norðmönnum á dögunum, en hann er orðinn 36 ára og komið að yngri mönnum að taka við af honum í landsliðinu,“ sagði Guðjón Þórðarson á blaðamannafundi þar sem hann kynnti liðið. Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins eftir að Arnóri Guðjohnsen var hent út úr landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/MBL Arnór Guðjohnsen lék síðan kveðjulandsleik sinn á Laugardalsvellinum 11. október 1997 og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Liechtenstein. Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru báðir í byrjunarliðinu þennan laugardag og skoruðu líka báðir í leiknum. Nú er Eiður Smári aðstoðarþjálfari landsliðsins og í nýjasta hópnum eru þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru saman í hópnum en þeir hafa báðir verið valdir í sitt hvoru lagi. Þórður og Bjarni spiluðu alls fimm landsleiki saman fyrir föður sinn en sá síðasti var leikur á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Þórður skoraði í þeim leik og þar skoraði Eiður Smári líka sitt mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland spilar tvo heimaleiki í þessum landsleikjaglugga, fyrst á móti Armeníu á föstudagskvöldið og svo á móti Liechtenstein á mánudaginn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira