Guðjohnsen „hent“ úr landsliðinu þegar faðir valdi síðast tvo syni sína í liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 10:01 Andri Lucas Guðjohnsen stimplaði sig frábærlega inn í íslenska landsliðið í síðasta glugga og er aftur með núna. Að þessu sinni er eldri bróðir hans Sveinn Aron líka með. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, er með tvo syni sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn eins og frægt er. Það er liðin næstum því aldarfjórðungur síðan faðir valdi tvo syni sína í íslenska landsliðið. Guðjón Þórðarson valdi fyrst tvo syni í landsliðið sitt haustið 1997 en þar voru á ferðinni þeir Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson. Þetta vita margir en kannski ekki eins margir vita að þegar Þórður kom inn í hópinn þá henti Guðjón út úr liðnu Arnóri Guðjonsen, föður Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnór var þá orðinn 36 ára gamall en að spila við góðan orðstýr með Örebro í Svíþjóð. Í opnu DV mátti sjá mynd þegar Guðjón Þórðarson tekur í höndina á Arnóri Guðjohnsen eftir að Arnór fór af velli í síðasta sinn hjá landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/DV Þórður Guðjónsson hafði spilað með landsliðinu í nokkur ár en Bjarni var sex árum yngri og þarna að taka sín fyrstu spor með liðinu. Bjarni kom inn á sem varamaður í leik á móti Liechtenstein í ágúst en Þórður var ekki með í þeim leik af því að hann tók út leikbann. Þórður kom aftur á móti inn í hópinn fyrir Arnór fyrir leiki á móti Írum og Rúmeníu í september. Arnór var þarna einn reyndasti leikmaður þjóðarinnar og í öðru sæti yfir bæði flesta spilaða landsleiki og flest skoruð landsliðsmörk. Guðjón var að sjálfssögðu spurður út í fjarveru hans sem vakti mikla athygli á sínum tíma. „Með tilliti til þessa verkefnis ákvað ég að sleppa Arnóri í þessum tveimur leikjum en taka hann síðan í leikinn við Liechtenstein 11. október. Það er komið að ákveðnum starfslokum hjá Arnóri. Hann hefur skilað gríðarlega góðu starfi og nýst íslenska landsliðinu vel í gegnum tíðina. Hann var yngri mönnunum gott fordæmi með krafti sínum og baráttu og lék til dæmis vel gegn Norðmönnum á dögunum, en hann er orðinn 36 ára og komið að yngri mönnum að taka við af honum í landsliðinu,“ sagði Guðjón Þórðarson á blaðamannafundi þar sem hann kynnti liðið. Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins eftir að Arnóri Guðjohnsen var hent út úr landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/MBL Arnór Guðjohnsen lék síðan kveðjulandsleik sinn á Laugardalsvellinum 11. október 1997 og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Liechtenstein. Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru báðir í byrjunarliðinu þennan laugardag og skoruðu líka báðir í leiknum. Nú er Eiður Smári aðstoðarþjálfari landsliðsins og í nýjasta hópnum eru þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru saman í hópnum en þeir hafa báðir verið valdir í sitt hvoru lagi. Þórður og Bjarni spiluðu alls fimm landsleiki saman fyrir föður sinn en sá síðasti var leikur á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Þórður skoraði í þeim leik og þar skoraði Eiður Smári líka sitt mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland spilar tvo heimaleiki í þessum landsleikjaglugga, fyrst á móti Armeníu á föstudagskvöldið og svo á móti Liechtenstein á mánudaginn. HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Sjá meira
Guðjón Þórðarson valdi fyrst tvo syni í landsliðið sitt haustið 1997 en þar voru á ferðinni þeir Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson. Þetta vita margir en kannski ekki eins margir vita að þegar Þórður kom inn í hópinn þá henti Guðjón út úr liðnu Arnóri Guðjonsen, föður Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnór var þá orðinn 36 ára gamall en að spila við góðan orðstýr með Örebro í Svíþjóð. Í opnu DV mátti sjá mynd þegar Guðjón Þórðarson tekur í höndina á Arnóri Guðjohnsen eftir að Arnór fór af velli í síðasta sinn hjá landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/DV Þórður Guðjónsson hafði spilað með landsliðinu í nokkur ár en Bjarni var sex árum yngri og þarna að taka sín fyrstu spor með liðinu. Bjarni kom inn á sem varamaður í leik á móti Liechtenstein í ágúst en Þórður var ekki með í þeim leik af því að hann tók út leikbann. Þórður kom aftur á móti inn í hópinn fyrir Arnór fyrir leiki á móti Írum og Rúmeníu í september. Arnór var þarna einn reyndasti leikmaður þjóðarinnar og í öðru sæti yfir bæði flesta spilaða landsleiki og flest skoruð landsliðsmörk. Guðjón var að sjálfssögðu spurður út í fjarveru hans sem vakti mikla athygli á sínum tíma. „Með tilliti til þessa verkefnis ákvað ég að sleppa Arnóri í þessum tveimur leikjum en taka hann síðan í leikinn við Liechtenstein 11. október. Það er komið að ákveðnum starfslokum hjá Arnóri. Hann hefur skilað gríðarlega góðu starfi og nýst íslenska landsliðinu vel í gegnum tíðina. Hann var yngri mönnunum gott fordæmi með krafti sínum og baráttu og lék til dæmis vel gegn Norðmönnum á dögunum, en hann er orðinn 36 ára og komið að yngri mönnum að taka við af honum í landsliðinu,“ sagði Guðjón Þórðarson á blaðamannafundi þar sem hann kynnti liðið. Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins eftir að Arnóri Guðjohnsen var hent út úr landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/MBL Arnór Guðjohnsen lék síðan kveðjulandsleik sinn á Laugardalsvellinum 11. október 1997 og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Liechtenstein. Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru báðir í byrjunarliðinu þennan laugardag og skoruðu líka báðir í leiknum. Nú er Eiður Smári aðstoðarþjálfari landsliðsins og í nýjasta hópnum eru þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru saman í hópnum en þeir hafa báðir verið valdir í sitt hvoru lagi. Þórður og Bjarni spiluðu alls fimm landsleiki saman fyrir föður sinn en sá síðasti var leikur á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Þórður skoraði í þeim leik og þar skoraði Eiður Smári líka sitt mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland spilar tvo heimaleiki í þessum landsleikjaglugga, fyrst á móti Armeníu á föstudagskvöldið og svo á móti Liechtenstein á mánudaginn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Sjá meira