Guðjohnsen „hent“ úr landsliðinu þegar faðir valdi síðast tvo syni sína í liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 10:01 Andri Lucas Guðjohnsen stimplaði sig frábærlega inn í íslenska landsliðið í síðasta glugga og er aftur með núna. Að þessu sinni er eldri bróðir hans Sveinn Aron líka með. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, er með tvo syni sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn eins og frægt er. Það er liðin næstum því aldarfjórðungur síðan faðir valdi tvo syni sína í íslenska landsliðið. Guðjón Þórðarson valdi fyrst tvo syni í landsliðið sitt haustið 1997 en þar voru á ferðinni þeir Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson. Þetta vita margir en kannski ekki eins margir vita að þegar Þórður kom inn í hópinn þá henti Guðjón út úr liðnu Arnóri Guðjonsen, föður Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnór var þá orðinn 36 ára gamall en að spila við góðan orðstýr með Örebro í Svíþjóð. Í opnu DV mátti sjá mynd þegar Guðjón Þórðarson tekur í höndina á Arnóri Guðjohnsen eftir að Arnór fór af velli í síðasta sinn hjá landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/DV Þórður Guðjónsson hafði spilað með landsliðinu í nokkur ár en Bjarni var sex árum yngri og þarna að taka sín fyrstu spor með liðinu. Bjarni kom inn á sem varamaður í leik á móti Liechtenstein í ágúst en Þórður var ekki með í þeim leik af því að hann tók út leikbann. Þórður kom aftur á móti inn í hópinn fyrir Arnór fyrir leiki á móti Írum og Rúmeníu í september. Arnór var þarna einn reyndasti leikmaður þjóðarinnar og í öðru sæti yfir bæði flesta spilaða landsleiki og flest skoruð landsliðsmörk. Guðjón var að sjálfssögðu spurður út í fjarveru hans sem vakti mikla athygli á sínum tíma. „Með tilliti til þessa verkefnis ákvað ég að sleppa Arnóri í þessum tveimur leikjum en taka hann síðan í leikinn við Liechtenstein 11. október. Það er komið að ákveðnum starfslokum hjá Arnóri. Hann hefur skilað gríðarlega góðu starfi og nýst íslenska landsliðinu vel í gegnum tíðina. Hann var yngri mönnunum gott fordæmi með krafti sínum og baráttu og lék til dæmis vel gegn Norðmönnum á dögunum, en hann er orðinn 36 ára og komið að yngri mönnum að taka við af honum í landsliðinu,“ sagði Guðjón Þórðarson á blaðamannafundi þar sem hann kynnti liðið. Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins eftir að Arnóri Guðjohnsen var hent út úr landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/MBL Arnór Guðjohnsen lék síðan kveðjulandsleik sinn á Laugardalsvellinum 11. október 1997 og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Liechtenstein. Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru báðir í byrjunarliðinu þennan laugardag og skoruðu líka báðir í leiknum. Nú er Eiður Smári aðstoðarþjálfari landsliðsins og í nýjasta hópnum eru þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru saman í hópnum en þeir hafa báðir verið valdir í sitt hvoru lagi. Þórður og Bjarni spiluðu alls fimm landsleiki saman fyrir föður sinn en sá síðasti var leikur á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Þórður skoraði í þeim leik og þar skoraði Eiður Smári líka sitt mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland spilar tvo heimaleiki í þessum landsleikjaglugga, fyrst á móti Armeníu á föstudagskvöldið og svo á móti Liechtenstein á mánudaginn. HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira
Guðjón Þórðarson valdi fyrst tvo syni í landsliðið sitt haustið 1997 en þar voru á ferðinni þeir Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson. Þetta vita margir en kannski ekki eins margir vita að þegar Þórður kom inn í hópinn þá henti Guðjón út úr liðnu Arnóri Guðjonsen, föður Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnór var þá orðinn 36 ára gamall en að spila við góðan orðstýr með Örebro í Svíþjóð. Í opnu DV mátti sjá mynd þegar Guðjón Þórðarson tekur í höndina á Arnóri Guðjohnsen eftir að Arnór fór af velli í síðasta sinn hjá landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/DV Þórður Guðjónsson hafði spilað með landsliðinu í nokkur ár en Bjarni var sex árum yngri og þarna að taka sín fyrstu spor með liðinu. Bjarni kom inn á sem varamaður í leik á móti Liechtenstein í ágúst en Þórður var ekki með í þeim leik af því að hann tók út leikbann. Þórður kom aftur á móti inn í hópinn fyrir Arnór fyrir leiki á móti Írum og Rúmeníu í september. Arnór var þarna einn reyndasti leikmaður þjóðarinnar og í öðru sæti yfir bæði flesta spilaða landsleiki og flest skoruð landsliðsmörk. Guðjón var að sjálfssögðu spurður út í fjarveru hans sem vakti mikla athygli á sínum tíma. „Með tilliti til þessa verkefnis ákvað ég að sleppa Arnóri í þessum tveimur leikjum en taka hann síðan í leikinn við Liechtenstein 11. október. Það er komið að ákveðnum starfslokum hjá Arnóri. Hann hefur skilað gríðarlega góðu starfi og nýst íslenska landsliðinu vel í gegnum tíðina. Hann var yngri mönnunum gott fordæmi með krafti sínum og baráttu og lék til dæmis vel gegn Norðmönnum á dögunum, en hann er orðinn 36 ára og komið að yngri mönnum að taka við af honum í landsliðinu,“ sagði Guðjón Þórðarson á blaðamannafundi þar sem hann kynnti liðið. Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins eftir að Arnóri Guðjohnsen var hent út úr landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/MBL Arnór Guðjohnsen lék síðan kveðjulandsleik sinn á Laugardalsvellinum 11. október 1997 og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Liechtenstein. Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru báðir í byrjunarliðinu þennan laugardag og skoruðu líka báðir í leiknum. Nú er Eiður Smári aðstoðarþjálfari landsliðsins og í nýjasta hópnum eru þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru saman í hópnum en þeir hafa báðir verið valdir í sitt hvoru lagi. Þórður og Bjarni spiluðu alls fimm landsleiki saman fyrir föður sinn en sá síðasti var leikur á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Þórður skoraði í þeim leik og þar skoraði Eiður Smári líka sitt mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland spilar tvo heimaleiki í þessum landsleikjaglugga, fyrst á móti Armeníu á föstudagskvöldið og svo á móti Liechtenstein á mánudaginn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira