Guðjohnsen „hent“ úr landsliðinu þegar faðir valdi síðast tvo syni sína í liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 10:01 Andri Lucas Guðjohnsen stimplaði sig frábærlega inn í íslenska landsliðið í síðasta glugga og er aftur með núna. Að þessu sinni er eldri bróðir hans Sveinn Aron líka með. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, er með tvo syni sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn eins og frægt er. Það er liðin næstum því aldarfjórðungur síðan faðir valdi tvo syni sína í íslenska landsliðið. Guðjón Þórðarson valdi fyrst tvo syni í landsliðið sitt haustið 1997 en þar voru á ferðinni þeir Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson. Þetta vita margir en kannski ekki eins margir vita að þegar Þórður kom inn í hópinn þá henti Guðjón út úr liðnu Arnóri Guðjonsen, föður Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnór var þá orðinn 36 ára gamall en að spila við góðan orðstýr með Örebro í Svíþjóð. Í opnu DV mátti sjá mynd þegar Guðjón Þórðarson tekur í höndina á Arnóri Guðjohnsen eftir að Arnór fór af velli í síðasta sinn hjá landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/DV Þórður Guðjónsson hafði spilað með landsliðinu í nokkur ár en Bjarni var sex árum yngri og þarna að taka sín fyrstu spor með liðinu. Bjarni kom inn á sem varamaður í leik á móti Liechtenstein í ágúst en Þórður var ekki með í þeim leik af því að hann tók út leikbann. Þórður kom aftur á móti inn í hópinn fyrir Arnór fyrir leiki á móti Írum og Rúmeníu í september. Arnór var þarna einn reyndasti leikmaður þjóðarinnar og í öðru sæti yfir bæði flesta spilaða landsleiki og flest skoruð landsliðsmörk. Guðjón var að sjálfssögðu spurður út í fjarveru hans sem vakti mikla athygli á sínum tíma. „Með tilliti til þessa verkefnis ákvað ég að sleppa Arnóri í þessum tveimur leikjum en taka hann síðan í leikinn við Liechtenstein 11. október. Það er komið að ákveðnum starfslokum hjá Arnóri. Hann hefur skilað gríðarlega góðu starfi og nýst íslenska landsliðinu vel í gegnum tíðina. Hann var yngri mönnunum gott fordæmi með krafti sínum og baráttu og lék til dæmis vel gegn Norðmönnum á dögunum, en hann er orðinn 36 ára og komið að yngri mönnum að taka við af honum í landsliðinu,“ sagði Guðjón Þórðarson á blaðamannafundi þar sem hann kynnti liðið. Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins eftir að Arnóri Guðjohnsen var hent út úr landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/MBL Arnór Guðjohnsen lék síðan kveðjulandsleik sinn á Laugardalsvellinum 11. október 1997 og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Liechtenstein. Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru báðir í byrjunarliðinu þennan laugardag og skoruðu líka báðir í leiknum. Nú er Eiður Smári aðstoðarþjálfari landsliðsins og í nýjasta hópnum eru þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru saman í hópnum en þeir hafa báðir verið valdir í sitt hvoru lagi. Þórður og Bjarni spiluðu alls fimm landsleiki saman fyrir föður sinn en sá síðasti var leikur á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Þórður skoraði í þeim leik og þar skoraði Eiður Smári líka sitt mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland spilar tvo heimaleiki í þessum landsleikjaglugga, fyrst á móti Armeníu á föstudagskvöldið og svo á móti Liechtenstein á mánudaginn. HM 2022 í Katar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira
Guðjón Þórðarson valdi fyrst tvo syni í landsliðið sitt haustið 1997 en þar voru á ferðinni þeir Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson. Þetta vita margir en kannski ekki eins margir vita að þegar Þórður kom inn í hópinn þá henti Guðjón út úr liðnu Arnóri Guðjonsen, föður Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnór var þá orðinn 36 ára gamall en að spila við góðan orðstýr með Örebro í Svíþjóð. Í opnu DV mátti sjá mynd þegar Guðjón Þórðarson tekur í höndina á Arnóri Guðjohnsen eftir að Arnór fór af velli í síðasta sinn hjá landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/DV Þórður Guðjónsson hafði spilað með landsliðinu í nokkur ár en Bjarni var sex árum yngri og þarna að taka sín fyrstu spor með liðinu. Bjarni kom inn á sem varamaður í leik á móti Liechtenstein í ágúst en Þórður var ekki með í þeim leik af því að hann tók út leikbann. Þórður kom aftur á móti inn í hópinn fyrir Arnór fyrir leiki á móti Írum og Rúmeníu í september. Arnór var þarna einn reyndasti leikmaður þjóðarinnar og í öðru sæti yfir bæði flesta spilaða landsleiki og flest skoruð landsliðsmörk. Guðjón var að sjálfssögðu spurður út í fjarveru hans sem vakti mikla athygli á sínum tíma. „Með tilliti til þessa verkefnis ákvað ég að sleppa Arnóri í þessum tveimur leikjum en taka hann síðan í leikinn við Liechtenstein 11. október. Það er komið að ákveðnum starfslokum hjá Arnóri. Hann hefur skilað gríðarlega góðu starfi og nýst íslenska landsliðinu vel í gegnum tíðina. Hann var yngri mönnunum gott fordæmi með krafti sínum og baráttu og lék til dæmis vel gegn Norðmönnum á dögunum, en hann er orðinn 36 ára og komið að yngri mönnum að taka við af honum í landsliðinu,“ sagði Guðjón Þórðarson á blaðamannafundi þar sem hann kynnti liðið. Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins eftir að Arnóri Guðjohnsen var hent út úr landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/MBL Arnór Guðjohnsen lék síðan kveðjulandsleik sinn á Laugardalsvellinum 11. október 1997 og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Liechtenstein. Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru báðir í byrjunarliðinu þennan laugardag og skoruðu líka báðir í leiknum. Nú er Eiður Smári aðstoðarþjálfari landsliðsins og í nýjasta hópnum eru þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru saman í hópnum en þeir hafa báðir verið valdir í sitt hvoru lagi. Þórður og Bjarni spiluðu alls fimm landsleiki saman fyrir föður sinn en sá síðasti var leikur á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Þórður skoraði í þeim leik og þar skoraði Eiður Smári líka sitt mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland spilar tvo heimaleiki í þessum landsleikjaglugga, fyrst á móti Armeníu á föstudagskvöldið og svo á móti Liechtenstein á mánudaginn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira