Fótbolti

Loks búinn að finna sér nýtt lið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Serge Aurier hefur loks fundið sér nýtt lið. Hér sést hann henda sér í glórulausa tæklingu gegn Arsenal.
Serge Aurier hefur loks fundið sér nýtt lið. Hér sést hann henda sér í glórulausa tæklingu gegn Arsenal. Richard Calver/Getty Images

Hægri bakvörðurinn Serge Aurier er loks búinn að finna sér nýtt lið en hann fór frítt frá Tottenham Hotspur í sumar. Fílabeinsstrendingurinn samdi við spænska úrvalsdeildarfélagið Villareal í dag.

Hinn 28 ára gamli Aurier hefur verið án félags síðan í sumar eftir að Tottenham lét hann fara. Hann samdi við Lundúnafélagið 2017 en þar áður lék hann með Lens, Toulouse og París Saint-German í Frakklandi.

Unai Emery, þjálfari Villareal, sér eitthvað í vopnabúri Aurier sem gæti nýst Villareal og ákvað að taka sénsinn á kauða. Hann stóðst læknisskoðun í dag og skrifaði í kjölfarið undir eins árs samning með möguleika á tveimur árum til viðbótar.

Eftir að hafa skrifað undir samninginn stökk Aurier upp í flugvél en hann er í landsliðshóp Fílabeinsstrandarinnar sem mætir Malaví í undankeppni HM 2022 á næstu dögum. Alls á Aurier 70 landsleiki að baki fyrir þjóð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×