Fótbolti

Alex Þór skoraði sitt fyrsta mark í Sví­þjóð | Ísak Óli spilaði í sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörkutólið Alex Þór skoraði sitt fyrsta mark í sænsku B-deildinni í kvöld.
Hörkutólið Alex Þór skoraði sitt fyrsta mark í sænsku B-deildinni í kvöld. Vísir/Daniel

Miðjumaðurinn Alex Þór Hauksson skoraði sitt fyrsta mark í sænsku B-deildinni er Öster gerði 2-2 jafntefli við Brage. Þá lék miðvörðurinn Ísak Óli Ólafsson 70 mínútur er Esbjerg vann 2-0 sigur í dönsku B-deildinni.

Alex Þór lék allan leikinn í liði Öster í kvöld er liðið sótti Brage heim. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið undir lok fyrri hálfleiks og jafnaði metin í 2-2, staðan því jöfn er flautað var til hálfleiks.

Hvorugu liði tókst að þenja netmöskvana í síðari hálfleik og lokatölur því 2-2 í kvöld. Alex Þór og félagar eru sem stendur í 7. sæti með 32 stig. Liðið hefur verið á góðu skriði undanfarið og ekki tapað í síðustu fimm leikjum.

Ísak Óli byrjaði á varamannabekk Esbjerg í kvöld er liðið mætti lærisveinum Daniels Agger í HB Köge. Ísak Óli kom inn af bekknum er samherji hann meiddist eftir aðeins hálftíma leik. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu heimamenn tvívegis í þeim síðari meðan gestirnir fundu enga leið framhjá Ísaki Óla og liðsfélögum hans í vörninni. Vann Esbjrg þar af leiðandi 2-0 sigur og lyfti sér upp í 7. sæti deildarinnar með 12 stig að loknum 11 umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×