Fylgist vel með hömlulausri Danmörku Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2021 13:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur skynsamlegast að stíga varfærin skref í afléttingum hér á landi. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í afléttingar en núverandi reglugerð um innanlandsaðgerðir gildir til miðvikudags. Það sé miður að viðburðahaldarar virðist sumir ekki framfylgja reglum um grímuskyldu og fjöldamörk. Þá fylgist hann vel með stöðunni í Danmörku, þar sem um þrjár vikur eru síðan öllum kórónuveiruaðgerðum var aflétt. 25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, samkvæmt tölum af Covid.is, þar af voru sautján óbólusettir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um helmingur nýgreindra séu á Norðurlandi en alls eru 82 þar í einangrun með virkt smit. Smitin eru að mestu bundin við skóla á Akureyri og þá fellur skólahald í Borgarhólsskóla á Húsavík niður í dag vegna smita. „Það er greinilegt að þetta er búið að hreiðra um sig í einhvern tíma, það hlýtur að vera, þetta hefur tekið einhvern tíma. [...] Þannig að þetta er svona bara hefðbundið en kannski meira af börnum núna en við höfum áður,“ segir Þórólfur. Greinilega verið að slaka á Þá skilaði Þórólfur minnisblaði um innanlandsaðgerðir í morgun en núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldamörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir til miðvikudags, 6. október. Þórólfur heldur þétt að sér spilunum um tillögur sínar. Hann segir miður að viðburðahaldarar virðist víða ekki framfylgja til að mynda grímuskyldu. „Við erum með ákveðnar reglur í gildi um grímunotkun og maður hefur séð það bara um helgina að menn eru farnir að slaka á og fara ekki alveg eftir reglum, viðburðahaldarar varðandi fjöldamörk og samgang milli hólfa og svo væntanlega grímunotkun og annað, þannig að mér þykir það bara miður ef menn gera það ekki. En ég held þetta sé eitt af því fáa sem við erum með eftir til að halda þessu í horfinu,“ segir Þórólfur. Hægt og varlega Á Norðurlöndum hefur víða verið slakað alveg á veiruaðgerðum. Þórólfur segist fylgjast vel með því hvernig gangi þar og bendir á að ekki virðist hafa orðið afturför hjá Dönum, hvar eru um þrjár vikur síðan takmörkunum var aflétt, eins og varð hér á landi þegar öllu var aflétt í sumar. Nú hafa smitin verið að haldast í þessu sama horfi, hljótum við ekki að vera að horfa til einhvers sambærilegs [hér] og í nágrannalöndum? „Ja, þetta virðist vera að þetta hafi ekki hagað sér nákvæmlega eins hjá okkur og hjá þeim. Það geta verið margar skýringar á því.“ Hann segist vona að fólk sé ekki búið að gleyma því að álagið hafi aukist mjög á Landspítalanum í þeirri bylgju. „Það er það sem málið snýst um að við förum mjög hægt og varlega í það að aflétta.“ Þannig að þetta er vísbending um það sem þú leggur til, að það verði farið hægt í sakirnar? „Ég hef sagt það undanfarið að ég telji að við þurfum að fara hægt í sakirnar og tel raunar sjálfur að við séum ekki með mjög íþyngjandi aðgerðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar. 4. október 2021 11:19 25 greindust með veiruna í gær Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 4. október 2021 10:54 Auðvelda fólki að sannreyna skimunarvottorð með nýju appi Embætti landlæknis hefur gefið út smáforritið Skanni C-19 sem gerir viðburðahöldurum kleift að staðfesta hvort vottorð um neikvæða niðurstöðu Covid-skimunar sé gilt. 4. október 2021 10:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
25 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, samkvæmt tölum af Covid.is, þar af voru sautján óbólusettir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um helmingur nýgreindra séu á Norðurlandi en alls eru 82 þar í einangrun með virkt smit. Smitin eru að mestu bundin við skóla á Akureyri og þá fellur skólahald í Borgarhólsskóla á Húsavík niður í dag vegna smita. „Það er greinilegt að þetta er búið að hreiðra um sig í einhvern tíma, það hlýtur að vera, þetta hefur tekið einhvern tíma. [...] Þannig að þetta er svona bara hefðbundið en kannski meira af börnum núna en við höfum áður,“ segir Þórólfur. Greinilega verið að slaka á Þá skilaði Þórólfur minnisblaði um innanlandsaðgerðir í morgun en núverandi reglugerð, sem meðal annars kveður á um 500 manna fjöldamörk á samkomum og takmarkanir á afgreiðslutíma skemmtistaða, gildir til miðvikudags, 6. október. Þórólfur heldur þétt að sér spilunum um tillögur sínar. Hann segir miður að viðburðahaldarar virðist víða ekki framfylgja til að mynda grímuskyldu. „Við erum með ákveðnar reglur í gildi um grímunotkun og maður hefur séð það bara um helgina að menn eru farnir að slaka á og fara ekki alveg eftir reglum, viðburðahaldarar varðandi fjöldamörk og samgang milli hólfa og svo væntanlega grímunotkun og annað, þannig að mér þykir það bara miður ef menn gera það ekki. En ég held þetta sé eitt af því fáa sem við erum með eftir til að halda þessu í horfinu,“ segir Þórólfur. Hægt og varlega Á Norðurlöndum hefur víða verið slakað alveg á veiruaðgerðum. Þórólfur segist fylgjast vel með því hvernig gangi þar og bendir á að ekki virðist hafa orðið afturför hjá Dönum, hvar eru um þrjár vikur síðan takmörkunum var aflétt, eins og varð hér á landi þegar öllu var aflétt í sumar. Nú hafa smitin verið að haldast í þessu sama horfi, hljótum við ekki að vera að horfa til einhvers sambærilegs [hér] og í nágrannalöndum? „Ja, þetta virðist vera að þetta hafi ekki hagað sér nákvæmlega eins hjá okkur og hjá þeim. Það geta verið margar skýringar á því.“ Hann segist vona að fólk sé ekki búið að gleyma því að álagið hafi aukist mjög á Landspítalanum í þeirri bylgju. „Það er það sem málið snýst um að við förum mjög hægt og varlega í það að aflétta.“ Þannig að þetta er vísbending um það sem þú leggur til, að það verði farið hægt í sakirnar? „Ég hef sagt það undanfarið að ég telji að við þurfum að fara hægt í sakirnar og tel raunar sjálfur að við séum ekki með mjög íþyngjandi aðgerðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar. 4. október 2021 11:19 25 greindust með veiruna í gær Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 4. október 2021 10:54 Auðvelda fólki að sannreyna skimunarvottorð með nýju appi Embætti landlæknis hefur gefið út smáforritið Skanni C-19 sem gerir viðburðahöldurum kleift að staðfesta hvort vottorð um neikvæða niðurstöðu Covid-skimunar sé gilt. 4. október 2021 10:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Þórólfur skilaði minnisblaði í morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um áframhaldandi kórónuveiruaðgerðir innanlands í morgun. Hann vill ekkert upplýsa um tillögur sínar en ítrekar það sem komið hefur fram í máli hans síðustu daga; að honum þyki skynsamlegt að fara hægt í afléttingar. 4. október 2021 11:19
25 greindust með veiruna í gær Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 4. október 2021 10:54
Auðvelda fólki að sannreyna skimunarvottorð með nýju appi Embætti landlæknis hefur gefið út smáforritið Skanni C-19 sem gerir viðburðahöldurum kleift að staðfesta hvort vottorð um neikvæða niðurstöðu Covid-skimunar sé gilt. 4. október 2021 10:00