Innlent

25 greindust með veiruna í gær

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Covid sýnataka á Suðurlandsbraut hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins
Covid sýnataka á Suðurlandsbraut hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Í gær greindust 25 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands. Af þeim sem greindust voru 22 með einkenni en þrír greindust við sóttkvíar- og handahófsskimun. 

Flestir þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir, alls sautján einstaklingar. Sjö voru utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 369 í einangrun með virkt smit og 1.816 í sóttkví. Í heildina voru rúmlega 900 sýni tekin innanlands í gær.

Á landamærunum greindust tveir einstaklingar með virkt smit. Einn reyndist vera með mótefni og beðið er mótefnamælingar úr einu sýni til viðbótar. Alls voru hátt í 1.800 sýni tekin við landamæraskimun. 

Á föstudag greindist 61 með veirunar innanlands, þar af voru 35 í sóttkví, og á laugardag greindust 31, þar af voru 17 í sóttkví. Af þeim smitum voru 36 á Norðurlandi. Þrír greindust á landamærunum á laugardag. 

Smitum á Norðurlandi eystra hefur fjölgað töluvert yfir helgina. Síðastliðinn föstudag voru 30 í einangrun og 298 í sóttkví en nú eru þar 82 í einangrun og 1.154 í sóttkví.

Á Landspítala eru nú átta sjúklingar inniliggjandi, þar á meðal eitt barn. Einn einstaklingur er nú á gjörgæslu og er sá í öndunarvél.

Frá síðustu uppfærslu fyrir helgi hefur heildarfjöldi innlagðra sjúklinga fækkað um einn en ekki liggur fyrir hversu margir útskrifuðust eða lögðust inn yfir helgina.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

31 greindist smitaður í gær

Ekki greindust jafn margir smitaðir af Covid-19 í gær og í fyrradag. Hins vegar þarf að taka mið af því að um helgar fara færri í sýnatöku.

61 greindist smitaður í gær

Töluvert fleiri greindust smitaðir af Covid-19 í gær en hafa gert undanfarna daga. 61 greindist smitaður og þar af voru 35 í sóttkví. Af þeim sem greindust voru 25 á Akureyri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×