Fótbolti

Bikar í boði fyrir fjögur evrópsk landslið í þessari viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo var fyrsti fyrirliðinn og sá eini til þessa sem hefur lyft Þjóðadeildarbikarnum.
Cristiano Ronaldo var fyrsti fyrirliðinn og sá eini til þessa sem hefur lyft Þjóðadeildarbikarnum. EPA-EFE/JOSE COELHO

Þú vinnur ekkert í október hefur verið hent fram nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Þetta árið er það ekki alveg rétt því fjögur af bestu landsliðum heims keppa um bikar í þessum landsleikjaglugga.

Úrslit Þjóðadeildarinnar ráðast í þessari viku en undanúrslitin fara fram á miðvikudaginn og fimmtudaginn. Úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn.

Þetta er í annað skiptið sem Þjóðadeildarbikarinn fer á loft en Portúgal vann þann fyrsta árið 2019. Þá fór úrslitakeppnin fram í Portúgal en að þessu sinni verður hún spiluð á Ítalíu.

Ítalir eru bæði Evrópumeistarar og á heimavelli alveg eins og Portúgal fyrir tveimur árum. Hinar þrjár þjóðirnar í úrslitunum eru Spánn, Belgía og Frakkland. Engin af þeim var í fyrstu úrslitakeppninni en þær eru allar meðal átta efstu þjóða á heimslista FIFA.

Belgar eru efstir á heimslistanum og mæta heimsmeisturum Frakka. Ítalir fá Spánverja.

Ítalía, Spánn og Frakkland eiga öll möguleika á því að fyrsta þjóðin til að vinna HM, EM og Þjóðadeildina en Belgar eru enn að bíða eftir sínum fyrsta stóra titli.

Leikirnir fara fram á San Siro leikvanginum í Mílanó og á Juventus leikvanginum í Torinó. Ítalir spila sinn sundanúrslitaleik á San Siro og þar verður einnig úrslitaleikurinn.

Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 en dagskrá úrslita Þjóðardeildarinnar er hér fyrir neðan.

 • Úrslitavikan í Þjóðadeild Evrópu 2020/2021


 • Miðvikudagurinn 6. október klukkan 18.45
 • Undanúrslitaleikur Ítalíu og Spánar
 • -
 • Fimmtudagurinn 7. október klukkan 18.45
 • Undanúrslitaleikur Belgíu og Frakklands
 • -
 • Sunnudagurinn 10. október klukkan 13.00
 • Leikur um þriðja sætið
 • -
 • Sunnudagurinn 10. október klukkan 18.45
 • ÚrslitaleikurinnFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.