Enski boltinn

Man City leggur fram kvörtun vegna á­horf­enda sem hrækti á starfs­lið fé­lagsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var vel mætt á Anfield í dag.
Það var vel mætt á Anfield í dag. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Manchester City hefur lagt inn kvörtun til Liverpool eftir leik liðanna á Anfield í dag vegna aðdáenda sem ákvað að hrækja á starfslið félagsins í fyrri hálfleik.

Leikur Liverpool og Manchester City var hörkuskemmtun og lauk með 2-2 jafntefli eftir markalausan fyrri hálfleik. Greinilega voru ekki allir sáttir með frammistöðu liðanna í fyrri hálfleik og ákvað einn aðdáandi heimaliðsins að láta munnvatnið tala.

„Starfsliðið sagði mér frá þessu en ég sá atvikið ekki,“ sagði Pep Guardiola í viðtali eftir leik. Pep sagði einnig að hann byggist við að Liverpool myndi taka á málinu.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins um málið er Liverpool nú að skoða upptökur í von um að finna sökudólginn.

Leikurinn sjálfur var frábær skemmtun þar sem glæsileg mörk, frábærar tæklingar og umdeild atvik litu dagsins ljós. Eftir jafnteflið er Liverpool í 2. sæti deildarinnar með stigi meira en Manchester City á meðan Chelsea trónir á toppnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×