Fótbolti

Al­fons enn á toppnum | Viðar Örn skoraði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viðar Örn var á skotskónum í dag.
Viðar Örn var á skotskónum í dag. nettavisen.no

Það var nóg um að vera í norsku úrvalsdeildinni í dag. Landsliðsmennirnir Alfons Sampsted og Viðar Örn Kjartansson áttu einkar góðan dag.

Viðar Örn skoraði fyrsta mark Vålerenga í þægilegum 3-0 sigri á Strömsgodset á heimavelli. Miðvörðurinn Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar gestanna en hann er einnig í landsliðshópi íslenska A-landsliðsins sem mætir Armeníu og Liechtenstein síðar í þessum mánuði.

Viðar Örn spilaði 68 mínútur í leiknum. Þá sat Valdimar Þór Ingimundarson allan tímann á varamannabekk gestanna.

Með sigrinum fór Vålerenga upp í 7. sæti deildarinnar með 30 stig en Strömsgodset datt niður í 8.sætið með 29 stig.

Alfons var að venju í stöðu hægri bakvarðar hjá Bodö/Glimt er Noregsmeistararnir unnu öruggan 3-0 sigur á Stabæk á útivelli. 

Bodö/Glimt er því áfram með þriggja stiga forystu á Molde sem situr í 2. sæti deildarinnar með 41 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×