Fótbolti

Guðrún og félagar þurftu að sætta sig við tap í toppbaráttunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar.
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/FILIPE FARINHA

Guðrún Arnardóttir og félagar hennar í Rosengård þurftu að sætta sig við 2-0 tap þegar að liðið heimsótti Häcken í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Diljá Ýr Zomers sat allan tíman á varamannabekk Häcken.

Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik, en fyrsta mark eliksins leit ekki dagsins ljós fyrr en að rétt rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka.

Þar var á ferðinni Stina Blackstenius eftir stoðsendingu frá Julia Zigiotti Olme og fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir að Johanna Rytting Kaneryd kom boltanum í netið.

Það reyndust lokatölur leiksins og Häcken er því aðeins þrem stigum á eftir Rosengård sem situr í toppsæti deildairnnar með 45 stig eftir 18 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×