Miranda Nild kom Kristianstad í 1-0 strax á sjöttu mínútu áður en Alice Nilsson tvöfaldaði forskotið fyrir hálfleik.
Natalie Hoff-Persson minnkaði muninn fyrir Örebro á 50. mínútu, en það var Jenna Hellstrom sem reyndist hetja gestanna þegar hún jafnaði metin á 93. mínútu og tryggði Örebro eitt stig.
Lokatölur urðu því 2-2 og Kristianstad heldur sér í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig eftir 18 leiki. Örebro situr í níunda sæti með 21 stig.