Fótbolti

Þunga­vigtin er nýjasti hlað­varps­þátturinn á í­þrótta­markaðnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður og með honum eru Mike og Höfðinginn.
Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður og með honum eru Mike og Höfðinginn. Þungavigtin

Fyrsti dagur októbermánaðar er tímamótadagur fyrir nýjan hlaðvarpsþátt sem mun fjalla fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri bæði hér á landi sem og erlendis.

Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur um fótbolta sem verður frumsýndur í dag. Liðsmenn þáttarins þarf vart að kynna fyrir þjóðinni. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn.

Strákarnir gefa vissulega tóninn í myndatökunni fyrir nýja þáttinn.

Þættirnir koma út á föstudögum og fara inn á allar helstu veitur. Í þessum þætti munu einnig góðir gestir líta við.

Fyrir þá allra hörðustu kemur Þungavigtin saman á Tal á hverjum mánudegi á og verða þeir þættir aðeins aðgengilegir áskrifendum. Þar koma Mike, Höfðinginn og Rikki G saman og ræða fótbolta á mannamáli.

Auk þess fær Höfðinginn reglulega gesti í Einn á Einn með Höfðingjanum. Þættirnir verða ýmist í hljóð- og eða myndbandsformi.

Eins koma þættir tengdir öðrum íþróttum eins og hand- og körfubolta fyrir áskrifendur en hægt er að tryggja sér áskrift inn á Tal.is/vigtin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×