Innlent

Rautt ó­vissu­stig á Kefla­víkur­flug­velli í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Flugvél United Airlines frá Chicago var lent klukkan 7:33.
Flugvél United Airlines frá Chicago var lent klukkan 7:33. Vísir/Vilhelm

Rautt óvissustig var á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum í morgun þegar flugvél United Airlines kom inn til lendingar vegna bilunar í flöpsum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

„Um var að ræða Boeing 757 sem var að koma frá Chicago. Vélinni var lent örugglega og allir um borð heilir á húfi,“ segir í póstinum.

Á vef Isavia segir að vélinni hafi verið lent klukkan 7:33.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.