Afgreiddi íslenska landsliðið í maí en óttaðist um líf sitt í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 10:01 Hirving Lozano liggur blóðugur í grasinu. Getty/Tom Pennington Mexíkóski knattspyrnumaðurinn Hirving Lozano afgreiddi íslenska landsliðið með tveimur mörkum í vináttulandsleik þjóðanna í lok maí síðastliðnum. Rúmum mánuði síðar lenti hann í slæmu samstuði í öðrum landsleik með Mexíkó. Hirving "Chucky" Lozano er stjörnuleikmaður hjá ítalska félaginu Napoli sem og með mexíkóska landsliðinu þar sem hann hefur skorað fjórtán mörk. Lozano ætlaði sér að fara mikinn í Gullbikarnum í sumar en entist bara í einn leik. Lozano meiddist á auga í fyrsta leik mótsins sem var markalaust jafntefli á móti Trínidad og Tógbagó 11. júlí síðastliðinn. Hirving Lozano has said various doctors told him he could have died after suffering his gruesome eye injury https://t.co/EPmFquDQST— Andrew Cesare (@AndrewCesare) September 30, 2021 Lozano var fluttur á sjúkrahús og missti í framhaldi af restinni af mótinu. Nú hefur hann sagt meira frá því sem gekk á. „Margir læknar sögðu við mig að ég hefði getað dáið og maður verður mjög hræddur við að heyra slíkt enda er ég tveggja barna faðir og eiginmaður. Þetta var mikið áfall fyrir mig og fékk mann til að huga um ýmsa hluti,“ sagði Hirving Lozano við ESPN. Cedera horor menimpa Lozano saat berjuang membela Meksiko di ajang Piala Emas musim panas ini https://t.co/QfQTcHoFlS— Goal Indonesia (@GOAL_ID) October 1, 2021 „Þegar þú átt orðið börn þá snýst þetta meira um það hvað verður um þau,“ sagði Lozano. Læknalið Mexíkó mætti strax inn á völlinn til að huga að honum og hann fékk kraga og var fluttur af velli á sjúkrabörum. Hann fékk stóran skurð fyrir ofan augað og var fluttur á sjúkrahús. „Þetta voru erfið meiðsli en sem betur fer varð skaðinn ekki meiri. Hefði ég fengið höggið aðeins lengra til vinstri eða hægri þá hefði ég annað hvort getað lamast eða misst annað augað. Ég er með ör,“ sagði Lozano og hélt áfram: „Það voru flóknar tilfinningar sem fóru um mig á þessum tíma. Ég var hræddur en eiginkonan mína var þarna með mér til að styðja við bakið á mér,“ sagði Lozano. Lozano hefur spilað með Napoli frá upphafi tímabils og verður í landsliðshópi Mexíkó fyrir leiki á móti Hondúras og El Salvador í undankeppni HM í komandi glugga. Aquí tienen nuestra convocatoria para la triple fecha de Eliminatorias rumbo a 2022. ¡Vamos por más puntos, equipo! #PasiónyOrgullo | #FMFporNuestroFútbol pic.twitter.com/zZBglrOk0O— Selección Nacional (@miseleccionmx) September 30, 2021 Annar landsliðsmaður Mexíkó fékk líka slæmt höfuðhögg í leik en það er Raul Jimenez hjá Wolves. Jimenez höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal í nóvember í fyrra en er kominn aftur af stað og skoraði um síðustu helgi. Lozano fagnar því að sjá landliðsfélaga sinn aftur inn á vellinum. „Ég er mjög ánægður með að sjá hann koma til baka því meiðsli hans voru enn flóknari. Þetta var erfitt en það mikilvægasta er heilsan. Ég veit að hann skiptir landsliðið og hópinn miklu máli. Hann er frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Lozano. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira
Hirving "Chucky" Lozano er stjörnuleikmaður hjá ítalska félaginu Napoli sem og með mexíkóska landsliðinu þar sem hann hefur skorað fjórtán mörk. Lozano ætlaði sér að fara mikinn í Gullbikarnum í sumar en entist bara í einn leik. Lozano meiddist á auga í fyrsta leik mótsins sem var markalaust jafntefli á móti Trínidad og Tógbagó 11. júlí síðastliðinn. Hirving Lozano has said various doctors told him he could have died after suffering his gruesome eye injury https://t.co/EPmFquDQST— Andrew Cesare (@AndrewCesare) September 30, 2021 Lozano var fluttur á sjúkrahús og missti í framhaldi af restinni af mótinu. Nú hefur hann sagt meira frá því sem gekk á. „Margir læknar sögðu við mig að ég hefði getað dáið og maður verður mjög hræddur við að heyra slíkt enda er ég tveggja barna faðir og eiginmaður. Þetta var mikið áfall fyrir mig og fékk mann til að huga um ýmsa hluti,“ sagði Hirving Lozano við ESPN. Cedera horor menimpa Lozano saat berjuang membela Meksiko di ajang Piala Emas musim panas ini https://t.co/QfQTcHoFlS— Goal Indonesia (@GOAL_ID) October 1, 2021 „Þegar þú átt orðið börn þá snýst þetta meira um það hvað verður um þau,“ sagði Lozano. Læknalið Mexíkó mætti strax inn á völlinn til að huga að honum og hann fékk kraga og var fluttur af velli á sjúkrabörum. Hann fékk stóran skurð fyrir ofan augað og var fluttur á sjúkrahús. „Þetta voru erfið meiðsli en sem betur fer varð skaðinn ekki meiri. Hefði ég fengið höggið aðeins lengra til vinstri eða hægri þá hefði ég annað hvort getað lamast eða misst annað augað. Ég er með ör,“ sagði Lozano og hélt áfram: „Það voru flóknar tilfinningar sem fóru um mig á þessum tíma. Ég var hræddur en eiginkonan mína var þarna með mér til að styðja við bakið á mér,“ sagði Lozano. Lozano hefur spilað með Napoli frá upphafi tímabils og verður í landsliðshópi Mexíkó fyrir leiki á móti Hondúras og El Salvador í undankeppni HM í komandi glugga. Aquí tienen nuestra convocatoria para la triple fecha de Eliminatorias rumbo a 2022. ¡Vamos por más puntos, equipo! #PasiónyOrgullo | #FMFporNuestroFútbol pic.twitter.com/zZBglrOk0O— Selección Nacional (@miseleccionmx) September 30, 2021 Annar landsliðsmaður Mexíkó fékk líka slæmt höfuðhögg í leik en það er Raul Jimenez hjá Wolves. Jimenez höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal í nóvember í fyrra en er kominn aftur af stað og skoraði um síðustu helgi. Lozano fagnar því að sjá landliðsfélaga sinn aftur inn á vellinum. „Ég er mjög ánægður með að sjá hann koma til baka því meiðsli hans voru enn flóknari. Þetta var erfitt en það mikilvægasta er heilsan. Ég veit að hann skiptir landsliðið og hópinn miklu máli. Hann er frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Lozano.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira