Afgreiddi íslenska landsliðið í maí en óttaðist um líf sitt í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 10:01 Hirving Lozano liggur blóðugur í grasinu. Getty/Tom Pennington Mexíkóski knattspyrnumaðurinn Hirving Lozano afgreiddi íslenska landsliðið með tveimur mörkum í vináttulandsleik þjóðanna í lok maí síðastliðnum. Rúmum mánuði síðar lenti hann í slæmu samstuði í öðrum landsleik með Mexíkó. Hirving "Chucky" Lozano er stjörnuleikmaður hjá ítalska félaginu Napoli sem og með mexíkóska landsliðinu þar sem hann hefur skorað fjórtán mörk. Lozano ætlaði sér að fara mikinn í Gullbikarnum í sumar en entist bara í einn leik. Lozano meiddist á auga í fyrsta leik mótsins sem var markalaust jafntefli á móti Trínidad og Tógbagó 11. júlí síðastliðinn. Hirving Lozano has said various doctors told him he could have died after suffering his gruesome eye injury https://t.co/EPmFquDQST— Andrew Cesare (@AndrewCesare) September 30, 2021 Lozano var fluttur á sjúkrahús og missti í framhaldi af restinni af mótinu. Nú hefur hann sagt meira frá því sem gekk á. „Margir læknar sögðu við mig að ég hefði getað dáið og maður verður mjög hræddur við að heyra slíkt enda er ég tveggja barna faðir og eiginmaður. Þetta var mikið áfall fyrir mig og fékk mann til að huga um ýmsa hluti,“ sagði Hirving Lozano við ESPN. Cedera horor menimpa Lozano saat berjuang membela Meksiko di ajang Piala Emas musim panas ini https://t.co/QfQTcHoFlS— Goal Indonesia (@GOAL_ID) October 1, 2021 „Þegar þú átt orðið börn þá snýst þetta meira um það hvað verður um þau,“ sagði Lozano. Læknalið Mexíkó mætti strax inn á völlinn til að huga að honum og hann fékk kraga og var fluttur af velli á sjúkrabörum. Hann fékk stóran skurð fyrir ofan augað og var fluttur á sjúkrahús. „Þetta voru erfið meiðsli en sem betur fer varð skaðinn ekki meiri. Hefði ég fengið höggið aðeins lengra til vinstri eða hægri þá hefði ég annað hvort getað lamast eða misst annað augað. Ég er með ör,“ sagði Lozano og hélt áfram: „Það voru flóknar tilfinningar sem fóru um mig á þessum tíma. Ég var hræddur en eiginkonan mína var þarna með mér til að styðja við bakið á mér,“ sagði Lozano. Lozano hefur spilað með Napoli frá upphafi tímabils og verður í landsliðshópi Mexíkó fyrir leiki á móti Hondúras og El Salvador í undankeppni HM í komandi glugga. Aquí tienen nuestra convocatoria para la triple fecha de Eliminatorias rumbo a 2022. ¡Vamos por más puntos, equipo! #PasiónyOrgullo | #FMFporNuestroFútbol pic.twitter.com/zZBglrOk0O— Selección Nacional (@miseleccionmx) September 30, 2021 Annar landsliðsmaður Mexíkó fékk líka slæmt höfuðhögg í leik en það er Raul Jimenez hjá Wolves. Jimenez höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal í nóvember í fyrra en er kominn aftur af stað og skoraði um síðustu helgi. Lozano fagnar því að sjá landliðsfélaga sinn aftur inn á vellinum. „Ég er mjög ánægður með að sjá hann koma til baka því meiðsli hans voru enn flóknari. Þetta var erfitt en það mikilvægasta er heilsan. Ég veit að hann skiptir landsliðið og hópinn miklu máli. Hann er frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Lozano. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Hirving "Chucky" Lozano er stjörnuleikmaður hjá ítalska félaginu Napoli sem og með mexíkóska landsliðinu þar sem hann hefur skorað fjórtán mörk. Lozano ætlaði sér að fara mikinn í Gullbikarnum í sumar en entist bara í einn leik. Lozano meiddist á auga í fyrsta leik mótsins sem var markalaust jafntefli á móti Trínidad og Tógbagó 11. júlí síðastliðinn. Hirving Lozano has said various doctors told him he could have died after suffering his gruesome eye injury https://t.co/EPmFquDQST— Andrew Cesare (@AndrewCesare) September 30, 2021 Lozano var fluttur á sjúkrahús og missti í framhaldi af restinni af mótinu. Nú hefur hann sagt meira frá því sem gekk á. „Margir læknar sögðu við mig að ég hefði getað dáið og maður verður mjög hræddur við að heyra slíkt enda er ég tveggja barna faðir og eiginmaður. Þetta var mikið áfall fyrir mig og fékk mann til að huga um ýmsa hluti,“ sagði Hirving Lozano við ESPN. Cedera horor menimpa Lozano saat berjuang membela Meksiko di ajang Piala Emas musim panas ini https://t.co/QfQTcHoFlS— Goal Indonesia (@GOAL_ID) October 1, 2021 „Þegar þú átt orðið börn þá snýst þetta meira um það hvað verður um þau,“ sagði Lozano. Læknalið Mexíkó mætti strax inn á völlinn til að huga að honum og hann fékk kraga og var fluttur af velli á sjúkrabörum. Hann fékk stóran skurð fyrir ofan augað og var fluttur á sjúkrahús. „Þetta voru erfið meiðsli en sem betur fer varð skaðinn ekki meiri. Hefði ég fengið höggið aðeins lengra til vinstri eða hægri þá hefði ég annað hvort getað lamast eða misst annað augað. Ég er með ör,“ sagði Lozano og hélt áfram: „Það voru flóknar tilfinningar sem fóru um mig á þessum tíma. Ég var hræddur en eiginkonan mína var þarna með mér til að styðja við bakið á mér,“ sagði Lozano. Lozano hefur spilað með Napoli frá upphafi tímabils og verður í landsliðshópi Mexíkó fyrir leiki á móti Hondúras og El Salvador í undankeppni HM í komandi glugga. Aquí tienen nuestra convocatoria para la triple fecha de Eliminatorias rumbo a 2022. ¡Vamos por más puntos, equipo! #PasiónyOrgullo | #FMFporNuestroFútbol pic.twitter.com/zZBglrOk0O— Selección Nacional (@miseleccionmx) September 30, 2021 Annar landsliðsmaður Mexíkó fékk líka slæmt höfuðhögg í leik en það er Raul Jimenez hjá Wolves. Jimenez höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal í nóvember í fyrra en er kominn aftur af stað og skoraði um síðustu helgi. Lozano fagnar því að sjá landliðsfélaga sinn aftur inn á vellinum. „Ég er mjög ánægður með að sjá hann koma til baka því meiðsli hans voru enn flóknari. Þetta var erfitt en það mikilvægasta er heilsan. Ég veit að hann skiptir landsliðið og hópinn miklu máli. Hann er frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Lozano.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti