Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 14:29 Talsverðar jarðhræringar hafa verið við Keili undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. Skjálftinn er einn þeirra stærri sem orðið hefur við Keili síðustu daga. Sá stærsti varð í nótt en hann var 3,7 að stærð. Skjálftinn var á um sex kílómetra dýpi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að á milli 1500 og 1800 skjálftar hafi riðið yfir við Keili síðan hrinan hófst. „Það er búið að fara yfir virknina þarna og það var deila hvort þetta væru skjálftar sem eru á sprungu sem liggur þarna við Keili eða hvort þeir væru frá kviku sem er að troða sér upp. Ef það væri að koma kvika upp sæjum við það ekki fyrr en eftir nokkra daga,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Um tíu tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum nú um klukkan tvö, allar af höfuðborgarsvæðinu. Hinn möguleikinn sé að jarðskjálftarnir séu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. „Já, það er hinn möguleikinn að það sé eitthvað tengt því í rauninni en það er erfitt að segja núna hvað þetta er.“ Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk nú um klukkan þrjú þar sem staðan, bæði við Keili og í Öskju þar sem landris hefur aukist undanfarið, var til umræðu. InSAR-gervitunglamyndir voru til skoðunar á fundinum og segir Lovísa að þær bendi ekki til að landris sé við Keili. „Fólk var ekki alveg sammála um hvað þetta sé. Það er komin InSER-mynd, sem er gervitunglamynd, og hún sýndi ekki neitt ris. Það bendir til þess eins og er að það sé ekki kvikuinnskot en það var nefnt að þessi virkni sé svo nýlega tilkomin að það taki nokkra daga að sjást á þessum myndum. Þannig að það er ekki hægt að útiloka [kvikuinnskot] alveg strax,“ segir Lovísa. „Sumir héldu að þetta væri hreinlega bara skjálftar á sprungu sem er á þessu svæði þannig að tíminn mun leiða í ljós hvað þetta er.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:20 með nýjum upplýsingum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Skjálftinn er einn þeirra stærri sem orðið hefur við Keili síðustu daga. Sá stærsti varð í nótt en hann var 3,7 að stærð. Skjálftinn var á um sex kílómetra dýpi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að á milli 1500 og 1800 skjálftar hafi riðið yfir við Keili síðan hrinan hófst. „Það er búið að fara yfir virknina þarna og það var deila hvort þetta væru skjálftar sem eru á sprungu sem liggur þarna við Keili eða hvort þeir væru frá kviku sem er að troða sér upp. Ef það væri að koma kvika upp sæjum við það ekki fyrr en eftir nokkra daga,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Um tíu tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum nú um klukkan tvö, allar af höfuðborgarsvæðinu. Hinn möguleikinn sé að jarðskjálftarnir séu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. „Já, það er hinn möguleikinn að það sé eitthvað tengt því í rauninni en það er erfitt að segja núna hvað þetta er.“ Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk nú um klukkan þrjú þar sem staðan, bæði við Keili og í Öskju þar sem landris hefur aukist undanfarið, var til umræðu. InSAR-gervitunglamyndir voru til skoðunar á fundinum og segir Lovísa að þær bendi ekki til að landris sé við Keili. „Fólk var ekki alveg sammála um hvað þetta sé. Það er komin InSER-mynd, sem er gervitunglamynd, og hún sýndi ekki neitt ris. Það bendir til þess eins og er að það sé ekki kvikuinnskot en það var nefnt að þessi virkni sé svo nýlega tilkomin að það taki nokkra daga að sjást á þessum myndum. Þannig að það er ekki hægt að útiloka [kvikuinnskot] alveg strax,“ segir Lovísa. „Sumir héldu að þetta væri hreinlega bara skjálftar á sprungu sem er á þessu svæði þannig að tíminn mun leiða í ljós hvað þetta er.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:20 með nýjum upplýsingum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56 Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17 Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. 30. september 2021 11:56
Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. 30. september 2021 02:17
Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. 29. september 2021 18:31