Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 18:31 Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Vísir/Egill Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. Hrinan hófst að kvöldi mánudags og fer stækkandi. 8 skjálftar hafa mælst um 2,5 að stærð en sá stærsti, 3,5 reið yfir á tólfta tímanum í morgun. Skjálftavirknin er á milli Litlahrúts, þar sem norðurendu kvikugangsins við Fagradalsfjall er, og Keilis. „Skjálftinn sem við fundum um ellefu leytið, minnir okkur á umbrotatímann áður en eldgosið hófst í Fagradalsfjalli,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Þetta er að valda ykkur ákveðnu hugarangri? „Við erum að skoða þessa atburðarás vel, sérstaklega af því eldgosið í Fagradalsfjalli er stopp í bili. Og þá er kannski sérstakt tímabil aðgæslu þegar við fáum svona jarðskjálftahrinu. Þetta geta líka markað ákveðin endalok, að kvikan nái sér ekki upp á yfirborð. En líka að það verði einhver þáttaskil. Jarðskjálftavirknin núna er klárlega þáttaskil. Hvað gerist næst? Við þurfum að fylgjast vel með því við getum ekki alveg sagt til um það,“ segir Freysteinn. Verði eldsuppkoma við Keili, norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, er líklegra að hraun renni í átt að Reykjanesbraut. Freysteinn telur að gos við Keili myndi verða svipað og í Fagradalsfjalli. „Það er þrýstingur í þessum kvikugeymi neðanjarðar sem stjórnar. En vissulega líka gosrás sem getur opnast. En það er kannski líklegasta atburðarásin. Ég held að næstu dagar skipti miklu máli í þessu. Ef þetta er kvikurás sem væri að opnast, þá gæti það gerst á tímaskalanum nokkrir dagar.“ En vísindamenn sjá ekki hvort kvika sé að streyma undir svæðinu sem um ræðir. Greina þarf breytingar í landslagi með gervitunglamyndum sem berast í kvöld eða í nótt. Fyrir gosið í Fagradalsfjalli var búist við skjálfta að stærð 6,5. Freysteinn býst ekki við því í þetta skiptið því mikil spenna hafi losnað úr kerfinu fyrir gosið í Fagradalsfjalli. „Það kæmi mér frekar á óvart en við skulum tala varlega.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hrinan hófst að kvöldi mánudags og fer stækkandi. 8 skjálftar hafa mælst um 2,5 að stærð en sá stærsti, 3,5 reið yfir á tólfta tímanum í morgun. Skjálftavirknin er á milli Litlahrúts, þar sem norðurendu kvikugangsins við Fagradalsfjall er, og Keilis. „Skjálftinn sem við fundum um ellefu leytið, minnir okkur á umbrotatímann áður en eldgosið hófst í Fagradalsfjalli,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Þetta er að valda ykkur ákveðnu hugarangri? „Við erum að skoða þessa atburðarás vel, sérstaklega af því eldgosið í Fagradalsfjalli er stopp í bili. Og þá er kannski sérstakt tímabil aðgæslu þegar við fáum svona jarðskjálftahrinu. Þetta geta líka markað ákveðin endalok, að kvikan nái sér ekki upp á yfirborð. En líka að það verði einhver þáttaskil. Jarðskjálftavirknin núna er klárlega þáttaskil. Hvað gerist næst? Við þurfum að fylgjast vel með því við getum ekki alveg sagt til um það,“ segir Freysteinn. Verði eldsuppkoma við Keili, norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, er líklegra að hraun renni í átt að Reykjanesbraut. Freysteinn telur að gos við Keili myndi verða svipað og í Fagradalsfjalli. „Það er þrýstingur í þessum kvikugeymi neðanjarðar sem stjórnar. En vissulega líka gosrás sem getur opnast. En það er kannski líklegasta atburðarásin. Ég held að næstu dagar skipti miklu máli í þessu. Ef þetta er kvikurás sem væri að opnast, þá gæti það gerst á tímaskalanum nokkrir dagar.“ En vísindamenn sjá ekki hvort kvika sé að streyma undir svæðinu sem um ræðir. Greina þarf breytingar í landslagi með gervitunglamyndum sem berast í kvöld eða í nótt. Fyrir gosið í Fagradalsfjalli var búist við skjálfta að stærð 6,5. Freysteinn býst ekki við því í þetta skiptið því mikil spenna hafi losnað úr kerfinu fyrir gosið í Fagradalsfjalli. „Það kæmi mér frekar á óvart en við skulum tala varlega.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira