Loka þurfti leikskóladeild vegna manneklu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 13:24 Loka þurfti heilli deild á Leikskóla Seltjarnarness í morgun vegna manneklu. Vísir/Vilhelm Leikskóladeild á Leikskóla Seltjarnarness var lokað í morgun vegna manneklu. Lokunina má rekja til veikinda starfsmanna. Foreldrar leikskólabarna á Seltjarnarnesi hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook vegna lokunar leikskóladeildar á Leikskóla Seltjarnarness í dag. Foreldrar fengu tölvupóst rétt eftir klukkan átta í morgun og þurftu því einhver börn að snúa aftur heim með foreldrum sínum. Umræða um málið hefur farið fram í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi og hafa einhverjir foreldrar lýst yfir mikilli óánægju. Faðir lýsti því hvernig hann hefði mætt með tveggja ára syni sínum á leikskólann í morgun og tjáð að deildinni hans væri lokað vegna manneklu. Það hefði fengið mjög á drenginn að fá ekki að fara á leikskólann, hann hefði hágrátið og lagt daginn hjá foreldrunum í rúst. Fræðslustjóri segir fátítt að loka þurfi deildum á leikskóla bæjarins vegna manneklu.Vísir/Vilhelm „Fyrirvarinn var bókstaflega enginn og tæplega það, því það var sendur út tölvupóstur klukkan 8:02 í morgun. Er þetta einfaldlega nýi raunveruleikinn sem börn og foreldrar á Seltjarnarnesi þurfa að sætta sig við, svona í kjölfar þess sem hefur gengið á núna í haust?“ segir faðirinn í Facebook-hópnum. Segir fátítt að deildum sé lokað vegna manneklu Í samtali við fréttastofu segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnesbæjar, að illa hafi gengið að manna stöður á leikskólanum. Leikskólinn hafi þess vegna glímt við einhverja manneklu í haust. Aðspurður segir Baldur að lokun deilda vegna fáliðunar sé afar sjaldgæf en vegna mikilla veikinda hafi þurft að grípa til ráðstöfunarinnar á einni deild í morgun. Um sextán leikskólabörn eru á deildinni. Baldur útilokar þó að veikindin hafi verið Covid-tengd, en að um hafi verið að ræða dæmigerð veikindi sem ganga yfir á haustin. Bygging nýs leikskóla dregist Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir stöðuna bagalega. Fjárveitingar til leikskólans hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu og bygging nýs leikskóla hafi dregist. Starfsfólk sé langþreytt vegna álags. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst verður að sýna starfsfólki leikskólans skilning. Þau eru orðin þreytt á því að bíða eftir nýjum leikskóla, þau fá minni pening ár eftir ár og eru orðin þreytt á ástandinu. Nú finnur maður að íbúar eru að verða það líka,“ segir Karl Pétur. Karl Pétur telur að mannekluna megi að einhverju leyti rekja til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins. „Þetta er afleiðing af slæmri fjárhagsstöðu bæjarins. Leitað er leiða til að skera niður á stærstu fjárhagspóstunum. Ég skil gremju starfsmanna leikskólans. Ég skil gremju foreldra. Vandamálið er í grunninn það að bærinn er ekki vel rekinn. Þá koma upp svona vandamál.“ Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna á Seltjarnarnesi hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook vegna lokunar leikskóladeildar á Leikskóla Seltjarnarness í dag. Foreldrar fengu tölvupóst rétt eftir klukkan átta í morgun og þurftu því einhver börn að snúa aftur heim með foreldrum sínum. Umræða um málið hefur farið fram í Facebook-hópi íbúa á Seltjarnarnesi og hafa einhverjir foreldrar lýst yfir mikilli óánægju. Faðir lýsti því hvernig hann hefði mætt með tveggja ára syni sínum á leikskólann í morgun og tjáð að deildinni hans væri lokað vegna manneklu. Það hefði fengið mjög á drenginn að fá ekki að fara á leikskólann, hann hefði hágrátið og lagt daginn hjá foreldrunum í rúst. Fræðslustjóri segir fátítt að loka þurfi deildum á leikskóla bæjarins vegna manneklu.Vísir/Vilhelm „Fyrirvarinn var bókstaflega enginn og tæplega það, því það var sendur út tölvupóstur klukkan 8:02 í morgun. Er þetta einfaldlega nýi raunveruleikinn sem börn og foreldrar á Seltjarnarnesi þurfa að sætta sig við, svona í kjölfar þess sem hefur gengið á núna í haust?“ segir faðirinn í Facebook-hópnum. Segir fátítt að deildum sé lokað vegna manneklu Í samtali við fréttastofu segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnesbæjar, að illa hafi gengið að manna stöður á leikskólanum. Leikskólinn hafi þess vegna glímt við einhverja manneklu í haust. Aðspurður segir Baldur að lokun deilda vegna fáliðunar sé afar sjaldgæf en vegna mikilla veikinda hafi þurft að grípa til ráðstöfunarinnar á einni deild í morgun. Um sextán leikskólabörn eru á deildinni. Baldur útilokar þó að veikindin hafi verið Covid-tengd, en að um hafi verið að ræða dæmigerð veikindi sem ganga yfir á haustin. Bygging nýs leikskóla dregist Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir stöðuna bagalega. Fjárveitingar til leikskólans hafa ekki hækkað í samræmi við launavísitölu og bygging nýs leikskóla hafi dregist. Starfsfólk sé langþreytt vegna álags. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst verður að sýna starfsfólki leikskólans skilning. Þau eru orðin þreytt á því að bíða eftir nýjum leikskóla, þau fá minni pening ár eftir ár og eru orðin þreytt á ástandinu. Nú finnur maður að íbúar eru að verða það líka,“ segir Karl Pétur. Karl Pétur telur að mannekluna megi að einhverju leyti rekja til slæmrar fjárhagsstöðu bæjarins. „Þetta er afleiðing af slæmri fjárhagsstöðu bæjarins. Leitað er leiða til að skera niður á stærstu fjárhagspóstunum. Ég skil gremju starfsmanna leikskólans. Ég skil gremju foreldra. Vandamálið er í grunninn það að bærinn er ekki vel rekinn. Þá koma upp svona vandamál.“
Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira
Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. 14. janúar 2021 15:20