Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2021 15:20 Leikskólagjöld eru lægst í Reykjavík af þeim fimmtán sveitarfélögum sem voru skoðuð. Vísir/Vilhelm Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan. Almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði, hækka mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 11 prósent en sömu gjöld lækka um 3,7 prósent í Mosfellsbæ. Í tíu af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttektin nær til hækka gjöldin um 2,4-3,1 prósent. Níundi tíminn hækkar mest í Hafnarfirði, um 98 prósent eða 5.455 krónur og hækka gjöld fyrir níu tíma vistun með fæði í Hafnarfirði því um tæp 17 prósent eða um 6.488 krónur á mánuði. Níundi klukkutíminn lækkar mest í Mosfellsbæ, um 5 prósent. 53 prósenta munur er á hæstu og lægstu almennu leikskólagjöldunum, 8 tímum með fæði, eða sem nemur 14.372 krónum á mánuði eða tæplega 144 þúsund krónur á ári miðað við tíu mánaða vistun. Lægstu gjöldin eru hjá Reykjavíkurborg en þau hæstu hjá Garðabæ. Sömu gjöld fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík en hæst hjá Sveitarfélaginu Árborg. Almenn gjöld, níu tíma vistun með fæði, eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík. Fyrir forgangshópa eru gjöldin lægst í Reykjavík en hæst í Kópavogi. Munur á hæstu og lægstu samanlögðum leikskólagjöldum fyrir fjölskyldur með tvö börn er 81 prósent eða 31.312 krónur á mánuði sem gerir 313.120 krónur á ári sé miðað við 10 mánaða vistun. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin bæði fyrir fjölskyldur með tvö börn á leikskóla og þær sem eru með þrjú börn. Ísafjarðarbær er með hæstu leikskólagjöldin fyrir fjölskyldur með tvö börn á leikskóla en Borgarbyggð hæstu gjöldin fyrir þrjú börn. Niðurstöðu úttektar ASÍ má sjá á grafinu að neðan. Almenn leikskólagjöld Átta tímar með fæði hækka mest á Seltjarnarnesi en lækka mest í Mosfellsbæ. Mest hækkuðu almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði hjá Seltjarnarnesbæ, 11,1 prósent sem má rekja til 2,6 prósenta hækkunar á dvalargjöldum og 31,6 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Hækkunin nemur 3.234 krónum á mánuði. Næst mest hækka sömu gjöld hjá Akraneskaupsstað eða um 4,7 prósent sem má rekja til 2,5 prósenta hækkunar á dvalargjöldum auk 11,7 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Mest lækkuðu almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði í Mosfellsbæ eða um 3,7 prósent sem má rekja til fimm prósenta lækkunar á dvalargjöldum. Næst mest lækka átta tímar með fæði í Fjarðabyggð, um tvö prósent, en lækkunin er tilkomin vegna 18,2 prósenta lækkunar á fæðisgjaldi. Dvalargjöld hækkuðu um 2,4 prósent. Gjöldin stóðu í stað milli ára hjá Vestmanneyjabæ. Leikskólagjöld fyrir forgangshópa, átta tímar með fæði, hækka einnig mest milli ára hjá Seltjarnarnesbæ, um 14,5 prósent, og næst mest hjá Akraneskaupsstað, um 5,5 prósent. Sömu gjöld lækka mest hjá Fjarðabyggð eða um 3,4 prósent og næst mest hjá Mosfellsbæ, 3,1 prósent Níundi tíminn hækkar um 98 prósent í Hafnarfirði Níundi klukkutíminn í dagvistun er dýrari en gjald fyrir fyrstu átta klukkustundirnar í flestum sveitarfélögum og geta heildarleikskólagjöld því hækkað töluvert ef níunda tímanum er bætt við. Mest hækkaði níundi tíminn í Hafnarfirði, 98 prósent og fer úr 5.558 krónum í 11.013 krónur sem skilar sér í 16,6 prósenta hækkun á níu tíma vistun með fæði. Hluta hækkunarinnar má rekja til 2,7 prósenta hækkunar á almennu dvalargjaldi og 4,2 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Verð fyrir níunda tímann lækkaði um fimm prósent í Mosfellsbæ en stóð í stað í Vestmannaeyjum. Á eftir Hafnarfjarðarbæ hækkaði níu tíma vistun mest hjá Seltjarnarnesbæ, um 9,6 prósent. Sömu gjöld lækkuðu um 3,8 prósent í Mosfellsbæ og um 1,3 prósent í Fjarðabyggð. Svipaðar breytingar voru á gjöldum fyrir níu tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa. Lægstu almennu gjöldin í Reykjavík en þau hæstu í Garðabæ Almenn leikskólagjöld, 8 tímar með fæði, eru lægst hjá Reykjavíkurborg, 27.255 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 30.138 kr. Þriðju lægstu gjöldin eru hjá Seltjarnarnesbæ, 32.286 kr. Garðabær er með hæstu gjöldin f. 8 tíma vistun með fæði, 41.627 kr. og Akraneskaupstaður næst hæstu gjöldin, 41.066 kr. 53% munur er á hæstu og lægstu gjöldum fyrir 8 tíma með fæði eða 14.372 kr. á mánuði. Leikskólagjöld fyrir forgangshópa hæst í Reykjanesbæ Lægstu leikskólagjöldin fyrir forgangshópa, 8 tíma vistun m. fæði, eru einnig hjá Reykjavíkurborg, 18.111 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 21.463 kr. Hæstu gjöldin fyrir forgangshópa eru hjá Sveitarfélaginu Árborg, 30.778 kr. og næst hæstu gjöldin hjá Reykjanesbæ, 30.502 kr. Mikil hækkun með níunda tímanum Níundi tíminn er töluvert dýrari í mörgum sveitarfélögunum en tímagjald á hverja klukkustund fyrstu 8 tímana og þegar níundi tímanum er bætt við verður nokkur breyting á hvar hæstu og lægstu gjöldin eru. Almenn leikskólagjöld, 9 tíma vistun m. fæði, eru t.d. 45% hærri en 8 tíma vistun m. fæði í Kópavogi. Kópavogur fer þannig úr því að vera með fimmtu lægstu gjöldin fyrir 8 tíma vistun yfir í að vera með önnur hæstu gjöldin fyrir 9 tíma vistun. Almenn leikskólagjöld, 9 tímar með fæði, eru þó hæst í Garðabæ, 50.003 kr. Mosfellsbær skákar Reykjavíkurborg og er með lægstu gjöldin þegar níunda tímanum er bætt við og kostar 9 tíma vistun m. fæði 34.205 kr. í Mosfellsbæ. Næst lægstu gjöldin eru hjá Reykjavíkurborg, 38.052 kr. og eru þau 40% hærri en almenn leikskólagjöld fyrir 8 tíma hjá borginni. Gjöld fyrir 9 tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík, 22.576 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 23.903 kr. Næst hæst eru gjöld fyrir 9 tíma vistun m. fæði fyrir forgangshópa hjá Sveitarfélaginu Árborg, 35.450 kr. og litlu lægri eru þau í Vestmanneyjabæ, 35.022 kr. Leikskólagjöld fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn Systkinaafslættir geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna til leikskóla ef fjölskyldur eru með fleiri en eitt barn. Afslátturinn er mismikill eftir sveitarfélögum eða frá 25-75% fyrir annað barn og 75-100% fyrir þriðja barn. Þegar afslættirnir eru reiknaðir má sjá að lægstu leikskólagjöld fyrir tvö börn í 8 tíma dagvistun með fæði eru hjá Reykjavíkurborg, 38.886 kr. og þau næst lægstu hjá Mosfellsbæ, 49.432 kr. Hæst eru gjöldin hjá Ísafjarðarbæ, 70.198 kr. en næst hæst hjá Akraneskaupsstað, 66.884 kr. Munur á hæstu og lægstu gjöldum, 8 tímum með fæði, fyrir tvö börn er því 81% eða sem nemur 31.312 kr. á mánuði. Leikskólagjöld fyrir fólk með þrjú börn í 8 tíma vistun og fæði eru einnig lægst í Reykjavík, 50.517 kr. en hæstu gjöldin eru í Borgarbyggð, 85.078 kr. Munur á hæstu og lægstu leikskólagjöldum sveitarfélaganna fyrir fólk með þrjú börn er því 68% eða 34.561 kr. á mánuði sem gerir 345.610 kr. á á ári miðað við 10 mánaða vistun. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu vantaði stóran hluta af tilkynningu ASÍ. Skóla - og menntamál Neytendur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði, hækka mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 11 prósent en sömu gjöld lækka um 3,7 prósent í Mosfellsbæ. Í tíu af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttektin nær til hækka gjöldin um 2,4-3,1 prósent. Níundi tíminn hækkar mest í Hafnarfirði, um 98 prósent eða 5.455 krónur og hækka gjöld fyrir níu tíma vistun með fæði í Hafnarfirði því um tæp 17 prósent eða um 6.488 krónur á mánuði. Níundi klukkutíminn lækkar mest í Mosfellsbæ, um 5 prósent. 53 prósenta munur er á hæstu og lægstu almennu leikskólagjöldunum, 8 tímum með fæði, eða sem nemur 14.372 krónum á mánuði eða tæplega 144 þúsund krónur á ári miðað við tíu mánaða vistun. Lægstu gjöldin eru hjá Reykjavíkurborg en þau hæstu hjá Garðabæ. Sömu gjöld fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík en hæst hjá Sveitarfélaginu Árborg. Almenn gjöld, níu tíma vistun með fæði, eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík. Fyrir forgangshópa eru gjöldin lægst í Reykjavík en hæst í Kópavogi. Munur á hæstu og lægstu samanlögðum leikskólagjöldum fyrir fjölskyldur með tvö börn er 81 prósent eða 31.312 krónur á mánuði sem gerir 313.120 krónur á ári sé miðað við 10 mánaða vistun. Reykjavík er með lægstu leikskólagjöldin bæði fyrir fjölskyldur með tvö börn á leikskóla og þær sem eru með þrjú börn. Ísafjarðarbær er með hæstu leikskólagjöldin fyrir fjölskyldur með tvö börn á leikskóla en Borgarbyggð hæstu gjöldin fyrir þrjú börn. Niðurstöðu úttektar ASÍ má sjá á grafinu að neðan. Almenn leikskólagjöld Átta tímar með fæði hækka mest á Seltjarnarnesi en lækka mest í Mosfellsbæ. Mest hækkuðu almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði hjá Seltjarnarnesbæ, 11,1 prósent sem má rekja til 2,6 prósenta hækkunar á dvalargjöldum og 31,6 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Hækkunin nemur 3.234 krónum á mánuði. Næst mest hækka sömu gjöld hjá Akraneskaupsstað eða um 4,7 prósent sem má rekja til 2,5 prósenta hækkunar á dvalargjöldum auk 11,7 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Mest lækkuðu almenn leikskólagjöld, átta tímar með fæði í Mosfellsbæ eða um 3,7 prósent sem má rekja til fimm prósenta lækkunar á dvalargjöldum. Næst mest lækka átta tímar með fæði í Fjarðabyggð, um tvö prósent, en lækkunin er tilkomin vegna 18,2 prósenta lækkunar á fæðisgjaldi. Dvalargjöld hækkuðu um 2,4 prósent. Gjöldin stóðu í stað milli ára hjá Vestmanneyjabæ. Leikskólagjöld fyrir forgangshópa, átta tímar með fæði, hækka einnig mest milli ára hjá Seltjarnarnesbæ, um 14,5 prósent, og næst mest hjá Akraneskaupsstað, um 5,5 prósent. Sömu gjöld lækka mest hjá Fjarðabyggð eða um 3,4 prósent og næst mest hjá Mosfellsbæ, 3,1 prósent Níundi tíminn hækkar um 98 prósent í Hafnarfirði Níundi klukkutíminn í dagvistun er dýrari en gjald fyrir fyrstu átta klukkustundirnar í flestum sveitarfélögum og geta heildarleikskólagjöld því hækkað töluvert ef níunda tímanum er bætt við. Mest hækkaði níundi tíminn í Hafnarfirði, 98 prósent og fer úr 5.558 krónum í 11.013 krónur sem skilar sér í 16,6 prósenta hækkun á níu tíma vistun með fæði. Hluta hækkunarinnar má rekja til 2,7 prósenta hækkunar á almennu dvalargjaldi og 4,2 prósenta hækkunar á fæðisgjaldi. Verð fyrir níunda tímann lækkaði um fimm prósent í Mosfellsbæ en stóð í stað í Vestmannaeyjum. Á eftir Hafnarfjarðarbæ hækkaði níu tíma vistun mest hjá Seltjarnarnesbæ, um 9,6 prósent. Sömu gjöld lækkuðu um 3,8 prósent í Mosfellsbæ og um 1,3 prósent í Fjarðabyggð. Svipaðar breytingar voru á gjöldum fyrir níu tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa. Lægstu almennu gjöldin í Reykjavík en þau hæstu í Garðabæ Almenn leikskólagjöld, 8 tímar með fæði, eru lægst hjá Reykjavíkurborg, 27.255 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 30.138 kr. Þriðju lægstu gjöldin eru hjá Seltjarnarnesbæ, 32.286 kr. Garðabær er með hæstu gjöldin f. 8 tíma vistun með fæði, 41.627 kr. og Akraneskaupstaður næst hæstu gjöldin, 41.066 kr. 53% munur er á hæstu og lægstu gjöldum fyrir 8 tíma með fæði eða 14.372 kr. á mánuði. Leikskólagjöld fyrir forgangshópa hæst í Reykjanesbæ Lægstu leikskólagjöldin fyrir forgangshópa, 8 tíma vistun m. fæði, eru einnig hjá Reykjavíkurborg, 18.111 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 21.463 kr. Hæstu gjöldin fyrir forgangshópa eru hjá Sveitarfélaginu Árborg, 30.778 kr. og næst hæstu gjöldin hjá Reykjanesbæ, 30.502 kr. Mikil hækkun með níunda tímanum Níundi tíminn er töluvert dýrari í mörgum sveitarfélögunum en tímagjald á hverja klukkustund fyrstu 8 tímana og þegar níundi tímanum er bætt við verður nokkur breyting á hvar hæstu og lægstu gjöldin eru. Almenn leikskólagjöld, 9 tíma vistun m. fæði, eru t.d. 45% hærri en 8 tíma vistun m. fæði í Kópavogi. Kópavogur fer þannig úr því að vera með fimmtu lægstu gjöldin fyrir 8 tíma vistun yfir í að vera með önnur hæstu gjöldin fyrir 9 tíma vistun. Almenn leikskólagjöld, 9 tímar með fæði, eru þó hæst í Garðabæ, 50.003 kr. Mosfellsbær skákar Reykjavíkurborg og er með lægstu gjöldin þegar níunda tímanum er bætt við og kostar 9 tíma vistun m. fæði 34.205 kr. í Mosfellsbæ. Næst lægstu gjöldin eru hjá Reykjavíkurborg, 38.052 kr. og eru þau 40% hærri en almenn leikskólagjöld fyrir 8 tíma hjá borginni. Gjöld fyrir 9 tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa eru lægst í Reykjavík, 22.576 kr. og næst lægst í Mosfellsbæ, 23.903 kr. Næst hæst eru gjöld fyrir 9 tíma vistun m. fæði fyrir forgangshópa hjá Sveitarfélaginu Árborg, 35.450 kr. og litlu lægri eru þau í Vestmanneyjabæ, 35.022 kr. Leikskólagjöld fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn Systkinaafslættir geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna til leikskóla ef fjölskyldur eru með fleiri en eitt barn. Afslátturinn er mismikill eftir sveitarfélögum eða frá 25-75% fyrir annað barn og 75-100% fyrir þriðja barn. Þegar afslættirnir eru reiknaðir má sjá að lægstu leikskólagjöld fyrir tvö börn í 8 tíma dagvistun með fæði eru hjá Reykjavíkurborg, 38.886 kr. og þau næst lægstu hjá Mosfellsbæ, 49.432 kr. Hæst eru gjöldin hjá Ísafjarðarbæ, 70.198 kr. en næst hæst hjá Akraneskaupsstað, 66.884 kr. Munur á hæstu og lægstu gjöldum, 8 tímum með fæði, fyrir tvö börn er því 81% eða sem nemur 31.312 kr. á mánuði. Leikskólagjöld fyrir fólk með þrjú börn í 8 tíma vistun og fæði eru einnig lægst í Reykjavík, 50.517 kr. en hæstu gjöldin eru í Borgarbyggð, 85.078 kr. Munur á hæstu og lægstu leikskólagjöldum sveitarfélaganna fyrir fólk með þrjú börn er því 68% eða 34.561 kr. á mánuði sem gerir 345.610 kr. á á ári miðað við 10 mánaða vistun. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu vantaði stóran hluta af tilkynningu ASÍ.
Skóla - og menntamál Neytendur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira