Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs Snorri Másson skrifar 29. september 2021 12:34 Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reikna má með að flokkar sem náðu kjöri á Alþingi hefji nú vinnu við að tilnefna menn í bráðabirgðakjörbréfanefnd, sem undirbýr störf hinnar eiginlegu kjörbréfanefndar, sem svo tekur afstöðu til lögmætis kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Sú afstaða þarf svo að vera samþykkt í þinginu, þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis fá að kjósa, að sögn Birgis. „Ég meina það er engin undantekning á því ef menn fá löglega útgefið kjörbréf frá landskjörstjórn hafa menn réttindi og skyldur sem þingmenn þangað til annað kemur í ljós.“ Þannig að þeir munu koma til með að greiða atkvæði í eigin máli? „Þeir geta gert það ef á það reynir,“ segir Birgir Ármansson í samtali við fréttastofu. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að næstu dagar fari í fundarhöld og að farið verði yfir allar hliðar þessa máls. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri. „Þetta er bara mjög vond staða. Svona uppákoma er líkleg til að draga úr trausti fólks á kosningum sem eru þó þrátt fyrir allt einn grunnur okkar réttinda. Þetta er líka bara ægilega vond staða fyrir þessa einstaklinga sem núna eru í óvissu um sína stöðu.“ Óttastu að það gæti þurft að kjósa aftur? „Ég ætla ekki að óttast neitt, ég held að það skipti bara máli að Alþingi komist að réttri niðurstöðu,“ segir Logi. Frambjóðandi Pírata hefur lýst áhyggjum af því að það geti haft áhrif á ákvarðanir til dæmis stjórnarþingmanna við afgreiðslu þessa máls, að þeir hafa hagsmuni af því að niðurstaðan standi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mál lögfræðinga og dómara og annarra slíkra að kveða upp úr svona málum. En samkvæmt íslenskri stjórnskipan er það víst Alþingi og þá er nú eins gott að við vöndum okkur eins og við getum,“ segir Logi. Birgir: „Ég held að allir sem nálgast þessi mál hljóti að meta það bara þannig að þeir vilji komast að þeirri niðurstöðu sem er réttust í samræmi við lög og stjórnarskrá. Það er útaf fyrir sig að mínu mati algerlega óljóst hvort það eru eitthvað frekar þingmenn stjórnarflokkanna eða stjórnarandstöðunnar sem hafi hagsmuni af því í þessu tiltekna máli.“ Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05 „Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Reikna má með að flokkar sem náðu kjöri á Alþingi hefji nú vinnu við að tilnefna menn í bráðabirgðakjörbréfanefnd, sem undirbýr störf hinnar eiginlegu kjörbréfanefndar, sem svo tekur afstöðu til lögmætis kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Sú afstaða þarf svo að vera samþykkt í þinginu, þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis fá að kjósa, að sögn Birgis. „Ég meina það er engin undantekning á því ef menn fá löglega útgefið kjörbréf frá landskjörstjórn hafa menn réttindi og skyldur sem þingmenn þangað til annað kemur í ljós.“ Þannig að þeir munu koma til með að greiða atkvæði í eigin máli? „Þeir geta gert það ef á það reynir,“ segir Birgir Ármansson í samtali við fréttastofu. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að næstu dagar fari í fundarhöld og að farið verði yfir allar hliðar þessa máls. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri. „Þetta er bara mjög vond staða. Svona uppákoma er líkleg til að draga úr trausti fólks á kosningum sem eru þó þrátt fyrir allt einn grunnur okkar réttinda. Þetta er líka bara ægilega vond staða fyrir þessa einstaklinga sem núna eru í óvissu um sína stöðu.“ Óttastu að það gæti þurft að kjósa aftur? „Ég ætla ekki að óttast neitt, ég held að það skipti bara máli að Alþingi komist að réttri niðurstöðu,“ segir Logi. Frambjóðandi Pírata hefur lýst áhyggjum af því að það geti haft áhrif á ákvarðanir til dæmis stjórnarþingmanna við afgreiðslu þessa máls, að þeir hafa hagsmuni af því að niðurstaðan standi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mál lögfræðinga og dómara og annarra slíkra að kveða upp úr svona málum. En samkvæmt íslenskri stjórnskipan er það víst Alþingi og þá er nú eins gott að við vöndum okkur eins og við getum,“ segir Logi. Birgir: „Ég held að allir sem nálgast þessi mál hljóti að meta það bara þannig að þeir vilji komast að þeirri niðurstöðu sem er réttust í samræmi við lög og stjórnarskrá. Það er útaf fyrir sig að mínu mati algerlega óljóst hvort það eru eitthvað frekar þingmenn stjórnarflokkanna eða stjórnarandstöðunnar sem hafi hagsmuni af því í þessu tiltekna máli.“
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33 Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05 „Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. 29. september 2021 10:33
Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. 28. september 2021 19:05
„Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. 29. september 2021 00:18