„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2021 10:33 Nýkjörið þing, eða þannig. Þetta er þingliðið sem mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort það er réttilega kjörið. vísir/hjalti Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. Eins og fram hefur komið hefur Landskjörstjórn vísað þeim vanda sem upp er kominn vegna talningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis. Var ekki örgrannt um að Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, væri föl og fá þegar hún greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar sem fólst í því að vísa málinu til Alþingis lögum samkvæmt. En ekki er víst að það leysi þann hnút sem upp er kominn, nema síður sé. Kerfið virðist hverfast um sjálft sig, eins og Eiríkur bendir á en hann hefur teiknað upp stöðuna eins og hún horfir við honum: „Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“ Stórbrotið klandur Í athugasemdum velta ýmsir fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin. Pétur Þorsteinsson bendir á hið augljósa, að þetta sé stórbrotið klandur. Halla Sverrisdóttir segir að það sé sama hvað hún reyni, hún fái það ekki til að ganga upp að þing skipað þingmönnum sem ekki er formlega búið að lýsa yfir að hafi verið réttkjörnir, skipi nefnd sem ekki er formlega búið að … og svo framvegis. „Til að staðfesta að téð að staðfesta að téð nýkosið þing hafi verið réttkjörið. Það getur auðvitað verið að þarna sé eitthvað sem mér yfirsést sem fær þetta allt saman við að meika sens, en ef svo er má gjarnan benda mér á það.“ Kristján Sveinbjörnsson segir að ef kosið verði að nýju í Norðvestur kjördæmi geti sú kosning haft áhrif á alla uppbótarþingmennina, samtals 20. Og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson segir að þetta verði aldrei leyst þanngi að allir verði sáttir. „En hvað um það, þetta staðfestir að stjórnarskráin, sem við notumst við, er ónýt (það vissum við reyndar fyrir).“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Sjá meira
Eins og fram hefur komið hefur Landskjörstjórn vísað þeim vanda sem upp er kominn vegna talningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis. Var ekki örgrannt um að Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, væri föl og fá þegar hún greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar sem fólst í því að vísa málinu til Alþingis lögum samkvæmt. En ekki er víst að það leysi þann hnút sem upp er kominn, nema síður sé. Kerfið virðist hverfast um sjálft sig, eins og Eiríkur bendir á en hann hefur teiknað upp stöðuna eins og hún horfir við honum: „Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“ Stórbrotið klandur Í athugasemdum velta ýmsir fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin. Pétur Þorsteinsson bendir á hið augljósa, að þetta sé stórbrotið klandur. Halla Sverrisdóttir segir að það sé sama hvað hún reyni, hún fái það ekki til að ganga upp að þing skipað þingmönnum sem ekki er formlega búið að lýsa yfir að hafi verið réttkjörnir, skipi nefnd sem ekki er formlega búið að … og svo framvegis. „Til að staðfesta að téð að staðfesta að téð nýkosið þing hafi verið réttkjörið. Það getur auðvitað verið að þarna sé eitthvað sem mér yfirsést sem fær þetta allt saman við að meika sens, en ef svo er má gjarnan benda mér á það.“ Kristján Sveinbjörnsson segir að ef kosið verði að nýju í Norðvestur kjördæmi geti sú kosning haft áhrif á alla uppbótarþingmennina, samtals 20. Og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson segir að þetta verði aldrei leyst þanngi að allir verði sáttir. „En hvað um það, þetta staðfestir að stjórnarskráin, sem við notumst við, er ónýt (það vissum við reyndar fyrir).“
„Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Sjá meira