Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2021 11:27 Frá Vestmannaeyjum, þar sem brotin áttu sér stað. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið. Dómar í málunum féllu í Héraðsdómi Suðurlands fyrr í mánuðinum en mennirnir tveir voru misstórtækir í fjárdrættinum. Annar þeirra var ákærður fyrir að hafa minnst 184 sinnum útbúið móttökukvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða án þess að slíkum umbúðum hafi verið skilað inn til endurvinnslu, en hinn í 87 skipti. Skilagjaldið millifærðu þeir inn á eigin bankareikninga. Sá sem var stórtækari hafði 1,8 milljónir upp úr krafsinu en hinn 807 þúsund krónur. Sjá má í dómum héraðsdóms að brotin hófust á vormánuðum 2018 og stóðu jafnt og þétt yfir í rúmlega eitt ár, til júní 2019. Sá stórtækari millifærði hærri upphæðir á eigin reikning, allt frá sextán krónum upp í 69.408 krónur, en hinn millifærði mest 19.424 krónur á eigin reikning. Mennirnir mættu báðir fyrir dóm og viðurkenndu skýlaust að hafa gerst sekir um þá háttsemi sem þeir voru ákærður fyrir. Að teknu tilliti til játninganna og þeirri staðreynd að sá stórtækari átti ekki að baki sakaferil og að hinn hafði ekki áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, þótti héraðsdómi rétt að dæma þann stórtækari í 45 daga fangelsi en hinn í 30 daga fangelsi. Báðir dómar falla niður haldi þeir almennt skilorð í tvö ár. Þá þarf hinn stórtækari að greiða 141 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Vestmannaeyjar Efnahagsbrot Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Dómar í málunum féllu í Héraðsdómi Suðurlands fyrr í mánuðinum en mennirnir tveir voru misstórtækir í fjárdrættinum. Annar þeirra var ákærður fyrir að hafa minnst 184 sinnum útbúið móttökukvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða án þess að slíkum umbúðum hafi verið skilað inn til endurvinnslu, en hinn í 87 skipti. Skilagjaldið millifærðu þeir inn á eigin bankareikninga. Sá sem var stórtækari hafði 1,8 milljónir upp úr krafsinu en hinn 807 þúsund krónur. Sjá má í dómum héraðsdóms að brotin hófust á vormánuðum 2018 og stóðu jafnt og þétt yfir í rúmlega eitt ár, til júní 2019. Sá stórtækari millifærði hærri upphæðir á eigin reikning, allt frá sextán krónum upp í 69.408 krónur, en hinn millifærði mest 19.424 krónur á eigin reikning. Mennirnir mættu báðir fyrir dóm og viðurkenndu skýlaust að hafa gerst sekir um þá háttsemi sem þeir voru ákærður fyrir. Að teknu tilliti til játninganna og þeirri staðreynd að sá stórtækari átti ekki að baki sakaferil og að hinn hafði ekki áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, þótti héraðsdómi rétt að dæma þann stórtækari í 45 daga fangelsi en hinn í 30 daga fangelsi. Báðir dómar falla niður haldi þeir almennt skilorð í tvö ár. Þá þarf hinn stórtækari að greiða 141 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Vestmannaeyjar Efnahagsbrot Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira