Fótbolti

Ajax fer vel af stað meðan hvorki gengur né rekur hjá Inter

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Steven Berghuis var allt í öllu í liði Ajax í kvöld.
Steven Berghuis var allt í öllu í liði Ajax í kvöld. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Tveimur leikjum er nú lokið í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Ajax vann 2-0 sigur á Besiktas í C-riðli á meðan Shakhtar Donetsk og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í Úkraínu.

Ajax átti ekki í miklum vandræðum með gesti sína frá Tyrkland er Beşiktaş mætti á Johan Cruijff ArenA í Amsterdam í kvöld. Steven Berghuis var allt í öllu í liði heimamanna en hann kom Ajax yfir strax á 17. mínútu eftir sendingu Dusan Tadic. 

Hann lagði svo upp á Sébastian Haller sem skoraði á markamínútunni sjálfri (43. mínútu) og staðan því 2-0 Ajax í vil er flautað var til hálfleiks.

Reyndust það lokatölur og Ajax því með fullt hús að loknum tveimur umferðum í C-riðli en liðið vann 5-1 sigur á Sporting í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Beşiktaş er hins vegar með 0 stig.

Eftir 0-1 tap gegn Real Madríd í fyrstu umferð D-riðils fóru leikmenn Inter til Úkraínu í leit að fyrsta sigrinum í Meistaradeildinni. Hann kom hins vegar ekki þar sem liðinu tókst ekki að skora í Úkraínu í kvöld. Lokatölur 0-0 og bæði lið því komin með eitt stig.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.