Fótbolti

Kanté með Covid og fær ekki að mæta Juventus

Sindri Sverrisson skrifar
N'Golo Kanté spilaði með Chelsea í stórleiknum gegn Manchester City á laugardag en missir af leiknum annað kvöld.
N'Golo Kanté spilaði með Chelsea í stórleiknum gegn Manchester City á laugardag en missir af leiknum annað kvöld. Getty/Charlotte Wilson

N‘Golo Kanté, Reece James, Mason Mount og Christian Pulisic missa allir af leik Chelsea gegn Juventus í Tórínó annað kvöld, í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Kanté lék með Chelsea í 1-0 tapinu gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardag en hann hefur nú greinst smitaður af kórónuveirunni.

„Christian, Reece og Mason eru allir úr leik vegna meiðsla. N‘Golo greindist því miður með jákvætt sýni og þarf að fara í sóttkví og fylgja reglum stjórnvalda,“ sagði Thomas Tüchel, knattspyrnustjóri Chelsea.

„Hann [Kanté] var ekki á æfingu í og, auðvitað, ekki með leikmannahópnum,“ sagði Tüchel.

Reece James missir væntanlega einnig af leiknum við Southampton um næstu helgi því Tüchel sagði að hann yrði frá keppni í að minnsta kosti eina viku.

Chelsea á titil að verja í Meistaradeildinni og vann Zenit frá Rússlandi í fyrstu umferð keppninnar í ár. Juventus vann Malmö 3-0 á útivelli í sama riðli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.