Fótbolti

Alexander-Arnold ferðaðist ekki með Liverpool

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold mun að öllum líkindum ekki spila með Liverpool þegar að liðið mætir Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Trent Alexander-Arnold mun að öllum líkindum ekki spila með Liverpool þegar að liðið mætir Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. John Powell/Liverpool FC via Getty Images

Trent Alexander-Arnold, bakvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, ferðaðist ekki með liðinu til Portúgals þar sem að Porto bíður þeirra í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Alexander-Arnold snéri aftur í byrjunarlið Liverpool um helgina, en hann hafði ekki tekið þátt í seinustu tveim leikjum liðsins vegna veikinda.

Hann ferðaðist ekki með liðinu til Portúgals í morgun, sem bendir til þess að hann muni ekki taka þátt í leiknum þegar að Liverpool heimsækir Porto í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Þá hafa einhverjir einnig áhyggjur af því að enski landsliðsbakvörðurinn gæti verið í kapphlaupi við tímann til að ná leik liðsins þegar að Liverpool mæti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni næsta sunnudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.