„Besti dagur lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 08:00 Emile Smith Rowe fagnar marki sínu á móti Tottenham í gær. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Emile Smith Rowe var kátur eftir 3-1 sigur Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í Norður-London slagnum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal byrjaði tímabilið ekki vel en hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið fór á kostum á móti Tottenham í gær og komst í 3-0 eftir aðeins 34 mínútna leik. Arsenal er nú komið upp fyrir Tottenham í töflunni. Hinn ungi Emile Smith Rowe átti frábæran leik í gær en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp annað markið fyrir Piere-Emerick Aubameyang. Annar ungur strákur, Bukayo Saka, skoraði síðan þriðja markið og eftir það voru úrslitin ráðin. Best day of my life! pic.twitter.com/kAoOgoo9QK— Emile Smith Rowe (@emilesmithrowe) September 26, 2021 Smith Rowe sagði í viðtölum eftir leikinn að hann hafi verið að upplifa æskudrauminn sinn með því að skora á móti Tottenham. „Þetta er besti dagur lífs míns. Ég hef alltaf dreymt um að skora fyrir Arsenal á móti Tottenham fyrir framan fjölskyldu mína. Það rættist í dag og það er ekki til betri tilfinning,“ sagði Emile Smith Rowe. Ef að það hefur eitthvað vantað upp á í leik hins unga Smith Rowe þá var það að klára betur færin sín en strákurinn segist hafa unnið markvisst í því. „Já þetta snýst mikið um tímasetningu og ég hef verið að æfa þetta mikið á æfingum. Mér fannst þetta ganga vel hjá mér í dag og ég er rosalega ánægður með markið,“ sagði Smith Rowe. Smith Rowe var líka ánægður með það sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta sagði við þá fyrir leikinn. Emile Smith Rowe admits Arsenal heroics in win over Tottenham is "best day of my life"https://t.co/2Xpqrqss6E pic.twitter.com/tencVUi9oq— Mirror Football (@MirrorFootball) September 26, 2021 „Hann sagði okkur ungu strákunum að halda ró okkar. Við erum ungir og mættir í risaleik en hann hvetur okkur mikið og gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Smith Rowe. „Það er ekki bara stjórinn heldur einnig hinir leikmennirnir í liðinu. Þeir gefa okkur ungu guttunum mikið sjálfstraust. Það er því auðveldara fyrir okkur að stíga inn á völlinn,“ sagði Smith Rowe. Emile Smith Rowe var þarna að skora sitt fyrsta deildamark á tímabilinu og sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni síðan að hann skoraði í tveimur leikjum í röð með þriggja daga millibili í maí. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Arsenal byrjaði tímabilið ekki vel en hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið fór á kostum á móti Tottenham í gær og komst í 3-0 eftir aðeins 34 mínútna leik. Arsenal er nú komið upp fyrir Tottenham í töflunni. Hinn ungi Emile Smith Rowe átti frábæran leik í gær en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp annað markið fyrir Piere-Emerick Aubameyang. Annar ungur strákur, Bukayo Saka, skoraði síðan þriðja markið og eftir það voru úrslitin ráðin. Best day of my life! pic.twitter.com/kAoOgoo9QK— Emile Smith Rowe (@emilesmithrowe) September 26, 2021 Smith Rowe sagði í viðtölum eftir leikinn að hann hafi verið að upplifa æskudrauminn sinn með því að skora á móti Tottenham. „Þetta er besti dagur lífs míns. Ég hef alltaf dreymt um að skora fyrir Arsenal á móti Tottenham fyrir framan fjölskyldu mína. Það rættist í dag og það er ekki til betri tilfinning,“ sagði Emile Smith Rowe. Ef að það hefur eitthvað vantað upp á í leik hins unga Smith Rowe þá var það að klára betur færin sín en strákurinn segist hafa unnið markvisst í því. „Já þetta snýst mikið um tímasetningu og ég hef verið að æfa þetta mikið á æfingum. Mér fannst þetta ganga vel hjá mér í dag og ég er rosalega ánægður með markið,“ sagði Smith Rowe. Smith Rowe var líka ánægður með það sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta sagði við þá fyrir leikinn. Emile Smith Rowe admits Arsenal heroics in win over Tottenham is "best day of my life"https://t.co/2Xpqrqss6E pic.twitter.com/tencVUi9oq— Mirror Football (@MirrorFootball) September 26, 2021 „Hann sagði okkur ungu strákunum að halda ró okkar. Við erum ungir og mættir í risaleik en hann hvetur okkur mikið og gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Smith Rowe. „Það er ekki bara stjórinn heldur einnig hinir leikmennirnir í liðinu. Þeir gefa okkur ungu guttunum mikið sjálfstraust. Það er því auðveldara fyrir okkur að stíga inn á völlinn,“ sagði Smith Rowe. Emile Smith Rowe var þarna að skora sitt fyrsta deildamark á tímabilinu og sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni síðan að hann skoraði í tveimur leikjum í röð með þriggja daga millibili í maí.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira