Ekki verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 26. september 2021 00:36 Séð yfir Vík í Mýrdal í Mýrdalshreppi. Vísir/EINAR Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna samhliða Alþingiskosningunum í dag. Tillagan var samþykkt í hinum sveitarfélögunum, alla jafna með naumum meirihluta. Í Ásahreppi var tillögunni hafnað með 78,7% greiddra atkvæða, 27 með og 107 á móti. Á kjörsókn voru 136 og kjörsókn 85,5%. Í Skaftárhreppi var tillagan samþykkt með 74,8% atkvæða, 202 með og 68 á móti. Á kjörskrá voru 370 og kjörsókn 75%. Íbúar í Rangárþingi ytra samþykktu sameiningu með 51% atkvæða, 453 með og 435 á móti. Á kjörskrá voru 1.247 og kjörsókn 73%. Úrslit í Mýrdalshreppi voru á þá leið að tillagan var samþykkt með 52% atkvæða, 133 með og 122 á móti. Á kjörskrá voru 370 og var kjörsókn 70,81%. Tillagan var samþykkt í Rangárþingi eystra með 52% atkvæða, 498 með og 455 á móti. 1.306 voru á kjörskrá og var kjörsókn 74,8%. Ætla ekki að nýta heimild til að sameina sveitarfélögin fjögur Sveitarstjórnirnar fimm höfðu gefið það út fyrir kosningar að heimild til að sameina þau sveitarfélög þar sem sameining er samþykkt þótt henni sé hafnað í einhverju sveitarfélaganna sem tillagan varðar verði ekki nýtt. Verður því ekki af sameiningu á Suðurlandi. Sveitarstjórnirnar skipuðu verkefnahóp í apríl árið 2020 til að kanna hvaða áhrif sameiningin myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Í kjölfar viðræðna var ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu. Voru viðræðurnar unnar í samræmi við stefnu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaganna þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu smærri sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36 „Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31 Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna samhliða Alþingiskosningunum í dag. Tillagan var samþykkt í hinum sveitarfélögunum, alla jafna með naumum meirihluta. Í Ásahreppi var tillögunni hafnað með 78,7% greiddra atkvæða, 27 með og 107 á móti. Á kjörsókn voru 136 og kjörsókn 85,5%. Í Skaftárhreppi var tillagan samþykkt með 74,8% atkvæða, 202 með og 68 á móti. Á kjörskrá voru 370 og kjörsókn 75%. Íbúar í Rangárþingi ytra samþykktu sameiningu með 51% atkvæða, 453 með og 435 á móti. Á kjörskrá voru 1.247 og kjörsókn 73%. Úrslit í Mýrdalshreppi voru á þá leið að tillagan var samþykkt með 52% atkvæða, 133 með og 122 á móti. Á kjörskrá voru 370 og var kjörsókn 70,81%. Tillagan var samþykkt í Rangárþingi eystra með 52% atkvæða, 498 með og 455 á móti. 1.306 voru á kjörskrá og var kjörsókn 74,8%. Ætla ekki að nýta heimild til að sameina sveitarfélögin fjögur Sveitarstjórnirnar fimm höfðu gefið það út fyrir kosningar að heimild til að sameina þau sveitarfélög þar sem sameining er samþykkt þótt henni sé hafnað í einhverju sveitarfélaganna sem tillagan varðar verði ekki nýtt. Verður því ekki af sameiningu á Suðurlandi. Sveitarstjórnirnar skipuðu verkefnahóp í apríl árið 2020 til að kanna hvaða áhrif sameiningin myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Í kjölfar viðræðna var ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu. Voru viðræðurnar unnar í samræmi við stefnu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaganna þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu smærri sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36 „Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31 Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36
„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31
Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14