Fótbolti

Ari skoraði í stórsigri | Adam Örn og félagar fjarlægjast fallsvæðið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson eru liðsfélagar hjá Strömsgodset. Ari var á skotskónum í dag.
Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson eru liðsfélagar hjá Strömsgodset. Ari var á skotskónum í dag. Instagram/@stromsgodsetfotball

Tveir leikir fóru fram í norska fótboltanum í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í báðum þeirra. Ari Leifsson skoraði fjórða mark Strömsgodset í 5-0 sigri gegn Sarpsborg 08 og Adam Örn Arnarson kom inn á sem varamaður þegar að Tromsö vann mikilvægan 2-1 útisigur gegn Lilleström.

Gustav Valsvik kom Strömsgodset í forystu eftir tæplega hálftíma leik gegn Sarspborg áður en að Jack Ipalibo og Tobias Gulliksen breyttu stöðunni í 3-0 stuttu fyrir hálfleik.

Ari Leifsson kom Strömsgodset í 4-0 eftir klukkutíma leik, en það var Kadiri Jordan Attah sem tryggði 5-0 sigur þegar að stundarfjórðungur var til leiksloka.

Valdimar Ingimundarson leikur einnig með Strömsgodset, en hann kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.

Adam Örn Arnarson spilaði seinustu mínúturnar þegar að Tromsö vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Lilleström.

Niklas Nielsen og August Mikkelsen sáu um markaskorun Tromsö áður en Thomas Olsen minnkaði muninn þegar að ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.

Tromsö er nú með 19 stig í 13. sæti deildarinnar eftir 20 umferðir, fimm stigum frá fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×