Fótbolti

Eftir fyrstu umferðina trúði ég að við gætum orðið Íslandsmeistarar

Andri Már Eggertsson skrifar
Það var falleg stund þegar Kári og Sölvi lyftu bikarnum
Það var falleg stund þegar Kári og Sölvi lyftu bikarnum Vísir/Hulda Margrét

Víkingur Reykjavík varð Íslandsmeistari í dag eftir 30 ára bið. Víkingur lagði Leikni 2-0 og tryggðu sjötta Íslandsmeistaratitil félagsins.Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum þegar hann var tekinn á tal í fagnaðarlátunum eftir leik.

„Það er draumur að rætast. Að koma heim eftir langa veru í atvinnumennsku og vinna Íslandsmeistaratitil er ævintýralegt.“

„Það er geggjað að gleðja fjölskyldu, vini, nágranna og alla í hverfinu er yndislegt,“ sagði Sölvi Geir og bætti við að hann var líka að gleðja sjálfan sig.

Fyrir leik dagsins var ljóst að Víkingur þurfti aðeins að vinna Leikni til að verða Íslandsmeistari.

„Fyrir leik þurftum við að reyna halda spennustiginu niðri. Við reyndum að horfa á þetta eins og hvern annan leik, en það var alltaf vitað að það myndi reyna á taugarnar, sem við nýttum okkur fyrir leikinn og var aldrei spurning hver myndi vinna leikinn.“

Víkingur var tveimur mörkum yfir í hálfleik. Þeir gerðu það sem þeir þurftu í þeim seinni og var aðalatriðið að halda markinu hreinu.

„Við komum okkur í góða stöðu í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik gerði vörnin góða hluti sem tók engar áhættu og Leiknir skapaði sér enginn færi.“

Sölvi Geir átti afar góðan leik gegn LeikniVísir/Hulda Margrét

Sölvi Geir var spurður á hvaða tímapunkti hann fór að trúa að Víkingur myndi vera Íslandsmeistari.

„Ég fór að trúa þessu eftir fyrsta leikinn gegn Keflavík,“ sagði Sölvi Geir og hló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×