Villareal sótti stig gegn Madrídingum

Alberto Moreno og Rodrygo eigast við í leiknum í kvöld.
Alberto Moreno og Rodrygo eigast við í leiknum í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Image

Real Madrid hefur byrjað tímabilið af miklum krafti, en þeim tókst ekki að sækja sigur á heimavelli gegn Villareal. Lokatölur 0-0, en þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem að Real Madrid mistekst að skora.

Villareal byrjaði leikinn betur og héldu boltanum vel. Þeim tókst þó ekki að skapa sér nægilega gott marktækifæri til að koma sér í forystu í fyrri hálfleik, ekki frekar en Madrídingum.

Svipaða sögu er að segja af seinni hálfleiknum. Villareal var meira með boltann, en hvorugu liðinu tókst að ógna marki andstæðingana af viti.

Fór það því svo að lokum að liðin skiptu stigunum á milli sín, en lokatölur urðu markalaust jafntefli.

Real Madrid er sem fyrr á toppi spænsku deildarinnar. Þeir hafa náð sér í 17 stig í fyrstu sjö umferðunum og eru nú þrem stigum fyrir ofan Sevilla sem á leik til góða. Villareal situr í tíunda sæti deildarinnar með átta stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira